Hamilton vitstola af reiði vegna atburðanna í Bandaríkjunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2020 18:15 Hamilton er allt annað en sáttur með kollega sína í Formúlu 1. EPA-EFE/MICHAEL DODGE Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, er ekki á allt sáttur með hvernig forráðamenn Formúlu 1 hafa tæklað ástandið í Bandaríkjunum. Skaut hann einnig á aðra ökumenn Formúlunnar yfir þeirri ærandi þögn sem hefur ríkt í kjölfar morðsins á George Floyd. Hamilton, sem er fyrsti svarti ökumaður Formúlu 1, nýtti Twitter-síðu sína til að tjá reiði sína en breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman. „Síðasta vika hefur verið mjög dimm og ég hef átt erfitt með tilfinningar mínar. Ég hef fundið fyrir mikilli reiði, sorg og vantrú,“ segir í yfirlýsingu Hamilton. pic.twitter.com/z2moHyemMG— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) June 2, 2020 Hamilton lét forráðamenn keppninnar og aðra ökumenn heyra það í pistlinum sem hann birti á sunnudaginn var. Þá hafði enginn tengdur Formúlu 1 tjáð sig um morðið á Floyd né atburðina sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum. „Ég sé ykkur sem eruð ekki að tjá ykkur. Heimsfrægir einstaklingar og samt segið þið ekki neitt yfir óréttlætinu sem á sér stað.“ „Óréttlætið sem bræður okkar og systur þurfa að fást við daglega um heim allan er ógeðfelld og verður að hætta. Fyrir okkur sem erum svört, brún eða þar á milli þá er þetta ekki nýtt. Það er ekki fyrr en óeirðir eða uppþot eiga sér stað sem þeir sem völdin hafa ákveða að gera eitthvað eða hafa yfir höfuð áhuga á því sem er að gerast,“ sagði Hamilton bálreiður yfir ástandinu í Bandaríkjunum og víðar. „Því miður eru Bandaríkin ekki eini staðurinn þar sem kynþáttafordómar lifa góðu lífi. Ef við getum ekki staðið upp fyrir því sem er rétt þá er okkur að mistakast sem manneskjur. Viljið þið vinsamlegast ekki sitja í þögn, sama hver húðlitur ykkar er. Svört líf skipta máli.“ Stuttu eftir að Hamilton birti póst sinn þá birti Formúla 1 tilkynningu varðandi málið. Hinn 35 ára gamli Hamilton er án efa frægasti ökuþór Formúlunnar í dag en hann hefur alls orðið sex sinnum heimsmeistari. We stand with all those fighting against racism in any form pic.twitter.com/hAfVG5ci1J— Formula 1 (@F1) June 2, 2020 Íþróttir Formúla Dauði George Floyd Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, er ekki á allt sáttur með hvernig forráðamenn Formúlu 1 hafa tæklað ástandið í Bandaríkjunum. Skaut hann einnig á aðra ökumenn Formúlunnar yfir þeirri ærandi þögn sem hefur ríkt í kjölfar morðsins á George Floyd. Hamilton, sem er fyrsti svarti ökumaður Formúlu 1, nýtti Twitter-síðu sína til að tjá reiði sína en breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman. „Síðasta vika hefur verið mjög dimm og ég hef átt erfitt með tilfinningar mínar. Ég hef fundið fyrir mikilli reiði, sorg og vantrú,“ segir í yfirlýsingu Hamilton. pic.twitter.com/z2moHyemMG— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) June 2, 2020 Hamilton lét forráðamenn keppninnar og aðra ökumenn heyra það í pistlinum sem hann birti á sunnudaginn var. Þá hafði enginn tengdur Formúlu 1 tjáð sig um morðið á Floyd né atburðina sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum. „Ég sé ykkur sem eruð ekki að tjá ykkur. Heimsfrægir einstaklingar og samt segið þið ekki neitt yfir óréttlætinu sem á sér stað.“ „Óréttlætið sem bræður okkar og systur þurfa að fást við daglega um heim allan er ógeðfelld og verður að hætta. Fyrir okkur sem erum svört, brún eða þar á milli þá er þetta ekki nýtt. Það er ekki fyrr en óeirðir eða uppþot eiga sér stað sem þeir sem völdin hafa ákveða að gera eitthvað eða hafa yfir höfuð áhuga á því sem er að gerast,“ sagði Hamilton bálreiður yfir ástandinu í Bandaríkjunum og víðar. „Því miður eru Bandaríkin ekki eini staðurinn þar sem kynþáttafordómar lifa góðu lífi. Ef við getum ekki staðið upp fyrir því sem er rétt þá er okkur að mistakast sem manneskjur. Viljið þið vinsamlegast ekki sitja í þögn, sama hver húðlitur ykkar er. Svört líf skipta máli.“ Stuttu eftir að Hamilton birti póst sinn þá birti Formúla 1 tilkynningu varðandi málið. Hinn 35 ára gamli Hamilton er án efa frægasti ökuþór Formúlunnar í dag en hann hefur alls orðið sex sinnum heimsmeistari. We stand with all those fighting against racism in any form pic.twitter.com/hAfVG5ci1J— Formula 1 (@F1) June 2, 2020
Íþróttir Formúla Dauði George Floyd Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira