Hamilton vitstola af reiði vegna atburðanna í Bandaríkjunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2020 18:15 Hamilton er allt annað en sáttur með kollega sína í Formúlu 1. EPA-EFE/MICHAEL DODGE Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, er ekki á allt sáttur með hvernig forráðamenn Formúlu 1 hafa tæklað ástandið í Bandaríkjunum. Skaut hann einnig á aðra ökumenn Formúlunnar yfir þeirri ærandi þögn sem hefur ríkt í kjölfar morðsins á George Floyd. Hamilton, sem er fyrsti svarti ökumaður Formúlu 1, nýtti Twitter-síðu sína til að tjá reiði sína en breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman. „Síðasta vika hefur verið mjög dimm og ég hef átt erfitt með tilfinningar mínar. Ég hef fundið fyrir mikilli reiði, sorg og vantrú,“ segir í yfirlýsingu Hamilton. pic.twitter.com/z2moHyemMG— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) June 2, 2020 Hamilton lét forráðamenn keppninnar og aðra ökumenn heyra það í pistlinum sem hann birti á sunnudaginn var. Þá hafði enginn tengdur Formúlu 1 tjáð sig um morðið á Floyd né atburðina sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum. „Ég sé ykkur sem eruð ekki að tjá ykkur. Heimsfrægir einstaklingar og samt segið þið ekki neitt yfir óréttlætinu sem á sér stað.“ „Óréttlætið sem bræður okkar og systur þurfa að fást við daglega um heim allan er ógeðfelld og verður að hætta. Fyrir okkur sem erum svört, brún eða þar á milli þá er þetta ekki nýtt. Það er ekki fyrr en óeirðir eða uppþot eiga sér stað sem þeir sem völdin hafa ákveða að gera eitthvað eða hafa yfir höfuð áhuga á því sem er að gerast,“ sagði Hamilton bálreiður yfir ástandinu í Bandaríkjunum og víðar. „Því miður eru Bandaríkin ekki eini staðurinn þar sem kynþáttafordómar lifa góðu lífi. Ef við getum ekki staðið upp fyrir því sem er rétt þá er okkur að mistakast sem manneskjur. Viljið þið vinsamlegast ekki sitja í þögn, sama hver húðlitur ykkar er. Svört líf skipta máli.“ Stuttu eftir að Hamilton birti póst sinn þá birti Formúla 1 tilkynningu varðandi málið. Hinn 35 ára gamli Hamilton er án efa frægasti ökuþór Formúlunnar í dag en hann hefur alls orðið sex sinnum heimsmeistari. We stand with all those fighting against racism in any form pic.twitter.com/hAfVG5ci1J— Formula 1 (@F1) June 2, 2020 Íþróttir Formúla Dauði George Floyd Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, er ekki á allt sáttur með hvernig forráðamenn Formúlu 1 hafa tæklað ástandið í Bandaríkjunum. Skaut hann einnig á aðra ökumenn Formúlunnar yfir þeirri ærandi þögn sem hefur ríkt í kjölfar morðsins á George Floyd. Hamilton, sem er fyrsti svarti ökumaður Formúlu 1, nýtti Twitter-síðu sína til að tjá reiði sína en breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman. „Síðasta vika hefur verið mjög dimm og ég hef átt erfitt með tilfinningar mínar. Ég hef fundið fyrir mikilli reiði, sorg og vantrú,“ segir í yfirlýsingu Hamilton. pic.twitter.com/z2moHyemMG— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) June 2, 2020 Hamilton lét forráðamenn keppninnar og aðra ökumenn heyra það í pistlinum sem hann birti á sunnudaginn var. Þá hafði enginn tengdur Formúlu 1 tjáð sig um morðið á Floyd né atburðina sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum. „Ég sé ykkur sem eruð ekki að tjá ykkur. Heimsfrægir einstaklingar og samt segið þið ekki neitt yfir óréttlætinu sem á sér stað.“ „Óréttlætið sem bræður okkar og systur þurfa að fást við daglega um heim allan er ógeðfelld og verður að hætta. Fyrir okkur sem erum svört, brún eða þar á milli þá er þetta ekki nýtt. Það er ekki fyrr en óeirðir eða uppþot eiga sér stað sem þeir sem völdin hafa ákveða að gera eitthvað eða hafa yfir höfuð áhuga á því sem er að gerast,“ sagði Hamilton bálreiður yfir ástandinu í Bandaríkjunum og víðar. „Því miður eru Bandaríkin ekki eini staðurinn þar sem kynþáttafordómar lifa góðu lífi. Ef við getum ekki staðið upp fyrir því sem er rétt þá er okkur að mistakast sem manneskjur. Viljið þið vinsamlegast ekki sitja í þögn, sama hver húðlitur ykkar er. Svört líf skipta máli.“ Stuttu eftir að Hamilton birti póst sinn þá birti Formúla 1 tilkynningu varðandi málið. Hinn 35 ára gamli Hamilton er án efa frægasti ökuþór Formúlunnar í dag en hann hefur alls orðið sex sinnum heimsmeistari. We stand with all those fighting against racism in any form pic.twitter.com/hAfVG5ci1J— Formula 1 (@F1) June 2, 2020
Íþróttir Formúla Dauði George Floyd Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira