Forstjóri TR segir bilun í tölvukerfi hafa tafið greiðslur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2020 14:48 Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins segir að bilun í tölvukerfi stofnunarinnar hafi valdið töfum á greiðslum til tveggja öryrkja. Vísir/Vilhelm Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins kveðst ekki kannast við að hafa verið boðuð í fyrirtöku um fjárnám fyrir að hafa látið hjá líða að efna dómssátt við tvo öryrkja. „Ég vildi nú fyrst segja að fréttin á forsíðu Fréttablaðsins um yfirvofandi fjárnám kom mér algjörlega í opna skjöldu, enda um misskilning og rangfærslu þar að ræða. Okkur hefur ekki borist bréf um fjárnám frá sýslumanni enda hafði dómssátt þeirra sem um ræðir þegar verið greiddar. Það var gert á miðvikudaginn í síðustu viku og það án allrar aðkomu sýslumannsins en það er alveg rétt að það var því miður dráttur hjá þeirri greiðslu hjá okkur um einhverja daga þar sem útreikningar á dráttarvöxtunum tók lengri tíma en venja er vegna bilunar í kerfum stofnunarinnar og þykir mér það mjög leitt,“ segir Sigríður Lillý. Dómssátt varð gerð 27. apríl síðastliðin en Tryggingastofnun gerði ekki upp við umrædda einstaklinga þar til síðasta miðvikudag. Málið hefur ekki síst vakið athygli vegna viðkvæmrar stöðu öryrkja. Sigríður biðst afsökunar Sigríður segir að TR leggi áherslu á að reyna að þjóna öryrkjum eins vel og hægt er. „Þetta fólk býr oft við bágan kost og við höfum verið að vinna að því með Öryrkjabandalaginu um langan tíma að reyna að finna flöt á því hvernig hægt væri að koma betur upplýsingum og leiðsögn til þessa hóps og við leggjum mikla áherslu á það hér hjá Tryggingastofnun að afgreiða mál hratt og vel en þau geta verið flókin.“ Málið á sér langan aðdraganda, eða allt frá því stofnunin breytti túlkun sinni á ákvæðum um búsetuskerðingar án breytingar laganna. Ágreiningurinn snýst í grunninn um áhrif búsetu öryrkja erlendis á rétt þeirra til bóta. TR túlkaði, lengi vel framan af, ákvæðið á þann veg að reikna skyldi tímann frá upphafi örorkumats fram að 67 ára aldri að fullu sem búsetutíma á Íslandi. En fyrir um tíu árum breytti TR túlkun sinni, án lagabreytingu þess efnis, að taka skyldi mið af hlutfalli búsetu erlendis áður en örorkumat var gert. Dómsátt var gerð í málinu í apríl en Tryggingastofnun bar samkvæmt henni að greiða tveimur einstaklingum, sem töldu á sér brotið, rúma fimm og hálfa milljón. Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Ríkið hafi tilhneigingu til að draga mál öryrkja á langinn Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að tafirnar hefðu ekki komið sér á óvart. Og segir að svo virðist sem það sé tilhneiging ríkisins til að draga mál öryrkja á langinn. „En þarna var gerð dómssátt, samhliða því sem samið var um greiðslur sem áttu að framkvæmast strax og það er mánuður síðan. Ég veit að lögfræðingur þessa einstaklinga var búinn að ýta talsvert á eftir þessu að fá greiðsluna. Þetta skiptir miklu máli fyrir fólk sem er búið er að vera peningalaust í upp undir tíu ár því það var í röngu búsetuhlutfalli og loksins þegar það sér að það eigi að fá greiðsluna þá var það búið að gera ráð fyrir að nota hana. Það var ýtt talsvert á eftir þessu og það komu engar greiðslur þannig að það endaði með því að lögfræðingurinn sendir þetta til sýslumanns. Það virðist vera sama dag og greiðslan frá TR dettur inn,“ segir Þuríður. Þuríður bendir máli sínu til stuðnings á dómsmál sem bandalagið höfðaði í október vegna krónu á móti krónu skerðingu. „Nú stefnir í að það verði ekki tekið fyrir fyrr en í október í haust, heilu ári seinna. Málinu var frestað í mars af kröfu ríkisins og í haust á að fjalla um hvort því verði vísað frá og það er þá ríkið sem krefst frávísunar. Ríkið virðist reyna að nýta sér alla fresti, annað hvort til að fá frávísanir eða dómssátt.“ Hún bendir á að öryrkjar séu sérlega viðkvæmur hópur sem hafi ekki mikið á milli handanna. „Þetta finnst mér ekki boðleg vinnubrögð, sérstaklega ekki þegar við erum að tala um fólk sem er mjög fátækt og hefur orðið fyrir órétti af hálfu ríkisins að það skuli ekki bara vera leiðrétt strax.“ Félagsmál Tengdar fréttir Tryggingastofnun stóð frammi fyrir fjárnámi Fjárnám vofði yfir Tryggingastofnun í liðinni viku eftir langt ferli sem leystist ekki fyrr en forstjóri stofnunarinnar, Sigríður Lilly Baldursdóttir var boðuð til fyrirtöku hjá dómara. 2. júní 2020 06:56 Tryggingastofnun lokar afgreiðslunni vegna veirunnar Afgreiðslu Tryggingastofnunnar hefur verið lokað og opnar ekki aftur meðan á neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirunnar er í gildi. 11. mars 2020 08:18 Það er ekki svo einfalt að komast út af örorku Þegar ég loksins náði tökum á öllum þeim krónísku kvillum og sjálfsofnæmissjúkdómum sem höfðu stýrt lífi mínu og líðan á síðustu árum og áratugum, þá fór ég að huga að því að afþakka þann stuðning sem ég hafði fengið frá ríkinu í formi örorkubóta á síðustu árum. 21. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins kveðst ekki kannast við að hafa verið boðuð í fyrirtöku um fjárnám fyrir að hafa látið hjá líða að efna dómssátt við tvo öryrkja. „Ég vildi nú fyrst segja að fréttin á forsíðu Fréttablaðsins um yfirvofandi fjárnám kom mér algjörlega í opna skjöldu, enda um misskilning og rangfærslu þar að ræða. Okkur hefur ekki borist bréf um fjárnám frá sýslumanni enda hafði dómssátt þeirra sem um ræðir þegar verið greiddar. Það var gert á miðvikudaginn í síðustu viku og það án allrar aðkomu sýslumannsins en það er alveg rétt að það var því miður dráttur hjá þeirri greiðslu hjá okkur um einhverja daga þar sem útreikningar á dráttarvöxtunum tók lengri tíma en venja er vegna bilunar í kerfum stofnunarinnar og þykir mér það mjög leitt,“ segir Sigríður Lillý. Dómssátt varð gerð 27. apríl síðastliðin en Tryggingastofnun gerði ekki upp við umrædda einstaklinga þar til síðasta miðvikudag. Málið hefur ekki síst vakið athygli vegna viðkvæmrar stöðu öryrkja. Sigríður biðst afsökunar Sigríður segir að TR leggi áherslu á að reyna að þjóna öryrkjum eins vel og hægt er. „Þetta fólk býr oft við bágan kost og við höfum verið að vinna að því með Öryrkjabandalaginu um langan tíma að reyna að finna flöt á því hvernig hægt væri að koma betur upplýsingum og leiðsögn til þessa hóps og við leggjum mikla áherslu á það hér hjá Tryggingastofnun að afgreiða mál hratt og vel en þau geta verið flókin.“ Málið á sér langan aðdraganda, eða allt frá því stofnunin breytti túlkun sinni á ákvæðum um búsetuskerðingar án breytingar laganna. Ágreiningurinn snýst í grunninn um áhrif búsetu öryrkja erlendis á rétt þeirra til bóta. TR túlkaði, lengi vel framan af, ákvæðið á þann veg að reikna skyldi tímann frá upphafi örorkumats fram að 67 ára aldri að fullu sem búsetutíma á Íslandi. En fyrir um tíu árum breytti TR túlkun sinni, án lagabreytingu þess efnis, að taka skyldi mið af hlutfalli búsetu erlendis áður en örorkumat var gert. Dómsátt var gerð í málinu í apríl en Tryggingastofnun bar samkvæmt henni að greiða tveimur einstaklingum, sem töldu á sér brotið, rúma fimm og hálfa milljón. Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Ríkið hafi tilhneigingu til að draga mál öryrkja á langinn Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að tafirnar hefðu ekki komið sér á óvart. Og segir að svo virðist sem það sé tilhneiging ríkisins til að draga mál öryrkja á langinn. „En þarna var gerð dómssátt, samhliða því sem samið var um greiðslur sem áttu að framkvæmast strax og það er mánuður síðan. Ég veit að lögfræðingur þessa einstaklinga var búinn að ýta talsvert á eftir þessu að fá greiðsluna. Þetta skiptir miklu máli fyrir fólk sem er búið er að vera peningalaust í upp undir tíu ár því það var í röngu búsetuhlutfalli og loksins þegar það sér að það eigi að fá greiðsluna þá var það búið að gera ráð fyrir að nota hana. Það var ýtt talsvert á eftir þessu og það komu engar greiðslur þannig að það endaði með því að lögfræðingurinn sendir þetta til sýslumanns. Það virðist vera sama dag og greiðslan frá TR dettur inn,“ segir Þuríður. Þuríður bendir máli sínu til stuðnings á dómsmál sem bandalagið höfðaði í október vegna krónu á móti krónu skerðingu. „Nú stefnir í að það verði ekki tekið fyrir fyrr en í október í haust, heilu ári seinna. Málinu var frestað í mars af kröfu ríkisins og í haust á að fjalla um hvort því verði vísað frá og það er þá ríkið sem krefst frávísunar. Ríkið virðist reyna að nýta sér alla fresti, annað hvort til að fá frávísanir eða dómssátt.“ Hún bendir á að öryrkjar séu sérlega viðkvæmur hópur sem hafi ekki mikið á milli handanna. „Þetta finnst mér ekki boðleg vinnubrögð, sérstaklega ekki þegar við erum að tala um fólk sem er mjög fátækt og hefur orðið fyrir órétti af hálfu ríkisins að það skuli ekki bara vera leiðrétt strax.“
Félagsmál Tengdar fréttir Tryggingastofnun stóð frammi fyrir fjárnámi Fjárnám vofði yfir Tryggingastofnun í liðinni viku eftir langt ferli sem leystist ekki fyrr en forstjóri stofnunarinnar, Sigríður Lilly Baldursdóttir var boðuð til fyrirtöku hjá dómara. 2. júní 2020 06:56 Tryggingastofnun lokar afgreiðslunni vegna veirunnar Afgreiðslu Tryggingastofnunnar hefur verið lokað og opnar ekki aftur meðan á neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirunnar er í gildi. 11. mars 2020 08:18 Það er ekki svo einfalt að komast út af örorku Þegar ég loksins náði tökum á öllum þeim krónísku kvillum og sjálfsofnæmissjúkdómum sem höfðu stýrt lífi mínu og líðan á síðustu árum og áratugum, þá fór ég að huga að því að afþakka þann stuðning sem ég hafði fengið frá ríkinu í formi örorkubóta á síðustu árum. 21. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Tryggingastofnun stóð frammi fyrir fjárnámi Fjárnám vofði yfir Tryggingastofnun í liðinni viku eftir langt ferli sem leystist ekki fyrr en forstjóri stofnunarinnar, Sigríður Lilly Baldursdóttir var boðuð til fyrirtöku hjá dómara. 2. júní 2020 06:56
Tryggingastofnun lokar afgreiðslunni vegna veirunnar Afgreiðslu Tryggingastofnunnar hefur verið lokað og opnar ekki aftur meðan á neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirunnar er í gildi. 11. mars 2020 08:18
Það er ekki svo einfalt að komast út af örorku Þegar ég loksins náði tökum á öllum þeim krónísku kvillum og sjálfsofnæmissjúkdómum sem höfðu stýrt lífi mínu og líðan á síðustu árum og áratugum, þá fór ég að huga að því að afþakka þann stuðning sem ég hafði fengið frá ríkinu í formi örorkubóta á síðustu árum. 21. febrúar 2020 15:58