Fótbolti

Sancho segir fyrstu þrennuna súrsæta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sancho fagnaði fyrsta marki sínu með því að biðja um réttlæti fyrir George Floyd.
Sancho fagnaði fyrsta marki sínu með því að biðja um réttlæti fyrir George Floyd. EPA-EFE/LARS BARON

Jadon Sancho skoraði þrennu í stórsigri Borussia Dortmund á Paderborn 07 í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Hann naut þó ekki augnabliksins eins og hann vildi. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá settu Dortmund einfaldlega í fluggírinn í síðari hálfleik og skoruðu sex mörk.

„Fyrsta þrennan sem atvinnumaður. Súrsætt augnablik persónulega þar sem það eru mikilvægari hlutir í gangi í heiminum sem við verðum að horfast í augu við og reyna að breyta. Við höfum farið í gegnum svo mikið saman og barist fyrir jafnrétti. Við erum sterkari saman,“ sagði Sancho á Twitter-síðu sinni.

Sancho hefur átt frábært tímabil í liði Dortmund en þessi tvítugi leikmaður hefur skorað sautján mörk ásamt því að leggja upp önnur sextán. Aðeins Ciro Immobile, leikmaður Lazio, hefur komið að fleiri mörkum en Sancho í stærstu fimm deildum Evrópu á tímabilinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×