Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 18:00 Sancho sést hér fagna fyrra marki sínu í dag. Lars Baron/Getty Images Borussia Dortmund vann öruggan 6-1 útisigur á Paderborn 07 í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Paderborn 07 í dag. Jadon Sancho skoraði þrennu í leiknum og fagnaði fyrsta marki sínu með því að fara úr búningnum og sýna skilaboð sem hann hafði skrifað á innanundir treyju sína. Hafði hann skrifað „Justice for George Floyd“ eða „réttlæti fyrir George Floyd.“ Jadon Sancho reveals a 'Justice for George Floyd' shirt after his goal for Dortmund. pic.twitter.com/a3fP7dpnap— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Fékk hann gult spjald fyrir það að fara úr treyjunni. Dortmund tapaði fyrir Bayern Munich í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga einhvern möguleika á að ná Bæjurum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Thorgan Hazard gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo á 57. mínútu leiksins sem Sancho skoraði fyrra mark sitt og reif sig úr treyjunni. Sendi hann þar með sömu skilaboð og Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, og Marcus Thuram, leikmaður Borussia Mönchengladbach. Uwe Huenemeier minnkaði muninn fyrir Paderborn 07 með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu leiksins en Sancho tryggði Dortmund sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki gestanna aðeins tveimur mínútum síðar. Vængbakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði fjórða mark gestanna eftir sendingu Marcel Schmelzer, sem var í hinum vængbakverðinum, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en gestirnir voru hvergi nærri hættir. Hakimi fór sömu leið og Sancho þegar kom að fagna marki sínu. Achraf Hakimi and Jadon Sancho both revealed 'Justice For George Floyd' shirts in Dortmund's 6-1 win over Paderborn. pic.twitter.com/k9vx4etswj— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Schmelzer bætti við marki undir lok venjulegs leiktíma og í uppbótartíma gulltryggði Sancho þrennu sína. Lokatölur því 6-1 í hreint út sagt ótrúlegum síðari hálfleik. Dortmund er nú með 60 stig í 2. sæti, sjö stigum á eftir toppliði Bayern. Paderborn 07 er sem fyrr á botni deildarinnar með 19 stig, níu stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira
Borussia Dortmund vann öruggan 6-1 útisigur á Paderborn 07 í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Paderborn 07 í dag. Jadon Sancho skoraði þrennu í leiknum og fagnaði fyrsta marki sínu með því að fara úr búningnum og sýna skilaboð sem hann hafði skrifað á innanundir treyju sína. Hafði hann skrifað „Justice for George Floyd“ eða „réttlæti fyrir George Floyd.“ Jadon Sancho reveals a 'Justice for George Floyd' shirt after his goal for Dortmund. pic.twitter.com/a3fP7dpnap— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Fékk hann gult spjald fyrir það að fara úr treyjunni. Dortmund tapaði fyrir Bayern Munich í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga einhvern möguleika á að ná Bæjurum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Thorgan Hazard gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo á 57. mínútu leiksins sem Sancho skoraði fyrra mark sitt og reif sig úr treyjunni. Sendi hann þar með sömu skilaboð og Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, og Marcus Thuram, leikmaður Borussia Mönchengladbach. Uwe Huenemeier minnkaði muninn fyrir Paderborn 07 með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu leiksins en Sancho tryggði Dortmund sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki gestanna aðeins tveimur mínútum síðar. Vængbakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði fjórða mark gestanna eftir sendingu Marcel Schmelzer, sem var í hinum vængbakverðinum, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en gestirnir voru hvergi nærri hættir. Hakimi fór sömu leið og Sancho þegar kom að fagna marki sínu. Achraf Hakimi and Jadon Sancho both revealed 'Justice For George Floyd' shirts in Dortmund's 6-1 win over Paderborn. pic.twitter.com/k9vx4etswj— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Schmelzer bætti við marki undir lok venjulegs leiktíma og í uppbótartíma gulltryggði Sancho þrennu sína. Lokatölur því 6-1 í hreint út sagt ótrúlegum síðari hálfleik. Dortmund er nú með 60 stig í 2. sæti, sjö stigum á eftir toppliði Bayern. Paderborn 07 er sem fyrr á botni deildarinnar með 19 stig, níu stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira
Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35
Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45