Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján ræddi við Henry Birgi í gær um æxlið sem er í bakinu á honum. Mynd/Stöð 2 Sport Kári Kristján Kristjánsson hefur um árabil verið einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta. Hann hefur verið með æxli í baki undanfarin ár og heldur því niðri með geislameðferð. Kári Kristján var í spjalli hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportið í dag sem sýndur var í gær. Þáttastjórnendurnir Henry Birgir og Kjartan Atli Kjartansson, sem er öllu jafna með Henry, hafa fengið Kára Kristján til að segja ýmsar skemmtilegar sögur í þáttunum. Þá oftast úr bílskúrnum heima hjá sér en nú var hann kominn í settið. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Hinni eini sanni Kári Kristján verður gestastjórnandi Sportsins í dag á eftir. Ég verð í beinni frá Grindavík hvar golfmót Domino s körfuboltakvölds fer fram. Fá áhorfendur að sjá bestu sveiflur landsins.Í beinni á:@St2Sport @visir_is Og Stöð2 VísirKl 15:00 opinni dagskrá pic.twitter.com/e5S72wzMu1— Kjartan Atli (@kjartansson4) May 29, 2020 Sagan í gær verður þó seint talin skemmtileg. Fyrir nokkrum árum lét hann fjarlægja stórt æxli úr baki sínu en það tók sig upp aftur árið 2014. Hefur hann haldið því í skefjum með geislameðferð síðan þá. „Læknateymi hérna á Íslandi í samvinnu við læknateymi í Skandinavíu meta svona mein þannig að þeir vilji ekki skera þetta þannig ég fer í geislameðferð sem gaf ágætis raun og ég held að það sé pínu gæfuspor í þessu öllu saman að hafa tekið þessa meðferð,“ sagði Kári við Henry í gær. „Þetta er alltaf eintómt maus, þannig. Við keyrum okkur áfram á góða stöffinu og ég er í góðu sambandi við minn lækni, fer í mínar myndatökur og mitt eftirlit en um tíma var þetta ekkert spes. Í dag er ég bara ennþá með æxli í bakinu sem er undir eftirliti og við þurfum bara að reyna halda sjó með því og númer eitt, tvö og þrjú er að reyna halda þessari blessuðu geðheilsu því ef hún fer þá er helvíti erfitt að berjast,“ sagði Kári að lokum. Klippa: Kári Kristján Kristjánsson glímir við æxli í baki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. ÍBV Sportið í dag Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson hefur um árabil verið einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta. Hann hefur verið með æxli í baki undanfarin ár og heldur því niðri með geislameðferð. Kári Kristján var í spjalli hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportið í dag sem sýndur var í gær. Þáttastjórnendurnir Henry Birgir og Kjartan Atli Kjartansson, sem er öllu jafna með Henry, hafa fengið Kára Kristján til að segja ýmsar skemmtilegar sögur í þáttunum. Þá oftast úr bílskúrnum heima hjá sér en nú var hann kominn í settið. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Hinni eini sanni Kári Kristján verður gestastjórnandi Sportsins í dag á eftir. Ég verð í beinni frá Grindavík hvar golfmót Domino s körfuboltakvölds fer fram. Fá áhorfendur að sjá bestu sveiflur landsins.Í beinni á:@St2Sport @visir_is Og Stöð2 VísirKl 15:00 opinni dagskrá pic.twitter.com/e5S72wzMu1— Kjartan Atli (@kjartansson4) May 29, 2020 Sagan í gær verður þó seint talin skemmtileg. Fyrir nokkrum árum lét hann fjarlægja stórt æxli úr baki sínu en það tók sig upp aftur árið 2014. Hefur hann haldið því í skefjum með geislameðferð síðan þá. „Læknateymi hérna á Íslandi í samvinnu við læknateymi í Skandinavíu meta svona mein þannig að þeir vilji ekki skera þetta þannig ég fer í geislameðferð sem gaf ágætis raun og ég held að það sé pínu gæfuspor í þessu öllu saman að hafa tekið þessa meðferð,“ sagði Kári við Henry í gær. „Þetta er alltaf eintómt maus, þannig. Við keyrum okkur áfram á góða stöffinu og ég er í góðu sambandi við minn lækni, fer í mínar myndatökur og mitt eftirlit en um tíma var þetta ekkert spes. Í dag er ég bara ennþá með æxli í bakinu sem er undir eftirliti og við þurfum bara að reyna halda sjó með því og númer eitt, tvö og þrjú er að reyna halda þessari blessuðu geðheilsu því ef hún fer þá er helvíti erfitt að berjast,“ sagði Kári að lokum. Klippa: Kári Kristján Kristjánsson glímir við æxli í baki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
ÍBV Sportið í dag Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða