Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján ræddi við Henry Birgi í gær um æxlið sem er í bakinu á honum. Mynd/Stöð 2 Sport Kári Kristján Kristjánsson hefur um árabil verið einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta. Hann hefur verið með æxli í baki undanfarin ár og heldur því niðri með geislameðferð. Kári Kristján var í spjalli hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportið í dag sem sýndur var í gær. Þáttastjórnendurnir Henry Birgir og Kjartan Atli Kjartansson, sem er öllu jafna með Henry, hafa fengið Kára Kristján til að segja ýmsar skemmtilegar sögur í þáttunum. Þá oftast úr bílskúrnum heima hjá sér en nú var hann kominn í settið. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Hinni eini sanni Kári Kristján verður gestastjórnandi Sportsins í dag á eftir. Ég verð í beinni frá Grindavík hvar golfmót Domino s körfuboltakvölds fer fram. Fá áhorfendur að sjá bestu sveiflur landsins.Í beinni á:@St2Sport @visir_is Og Stöð2 VísirKl 15:00 opinni dagskrá pic.twitter.com/e5S72wzMu1— Kjartan Atli (@kjartansson4) May 29, 2020 Sagan í gær verður þó seint talin skemmtileg. Fyrir nokkrum árum lét hann fjarlægja stórt æxli úr baki sínu en það tók sig upp aftur árið 2014. Hefur hann haldið því í skefjum með geislameðferð síðan þá. „Læknateymi hérna á Íslandi í samvinnu við læknateymi í Skandinavíu meta svona mein þannig að þeir vilji ekki skera þetta þannig ég fer í geislameðferð sem gaf ágætis raun og ég held að það sé pínu gæfuspor í þessu öllu saman að hafa tekið þessa meðferð,“ sagði Kári við Henry í gær. „Þetta er alltaf eintómt maus, þannig. Við keyrum okkur áfram á góða stöffinu og ég er í góðu sambandi við minn lækni, fer í mínar myndatökur og mitt eftirlit en um tíma var þetta ekkert spes. Í dag er ég bara ennþá með æxli í bakinu sem er undir eftirliti og við þurfum bara að reyna halda sjó með því og númer eitt, tvö og þrjú er að reyna halda þessari blessuðu geðheilsu því ef hún fer þá er helvíti erfitt að berjast,“ sagði Kári að lokum. Klippa: Kári Kristján Kristjánsson glímir við æxli í baki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. ÍBV Sportið í dag Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson hefur um árabil verið einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta. Hann hefur verið með æxli í baki undanfarin ár og heldur því niðri með geislameðferð. Kári Kristján var í spjalli hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportið í dag sem sýndur var í gær. Þáttastjórnendurnir Henry Birgir og Kjartan Atli Kjartansson, sem er öllu jafna með Henry, hafa fengið Kára Kristján til að segja ýmsar skemmtilegar sögur í þáttunum. Þá oftast úr bílskúrnum heima hjá sér en nú var hann kominn í settið. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Hinni eini sanni Kári Kristján verður gestastjórnandi Sportsins í dag á eftir. Ég verð í beinni frá Grindavík hvar golfmót Domino s körfuboltakvölds fer fram. Fá áhorfendur að sjá bestu sveiflur landsins.Í beinni á:@St2Sport @visir_is Og Stöð2 VísirKl 15:00 opinni dagskrá pic.twitter.com/e5S72wzMu1— Kjartan Atli (@kjartansson4) May 29, 2020 Sagan í gær verður þó seint talin skemmtileg. Fyrir nokkrum árum lét hann fjarlægja stórt æxli úr baki sínu en það tók sig upp aftur árið 2014. Hefur hann haldið því í skefjum með geislameðferð síðan þá. „Læknateymi hérna á Íslandi í samvinnu við læknateymi í Skandinavíu meta svona mein þannig að þeir vilji ekki skera þetta þannig ég fer í geislameðferð sem gaf ágætis raun og ég held að það sé pínu gæfuspor í þessu öllu saman að hafa tekið þessa meðferð,“ sagði Kári við Henry í gær. „Þetta er alltaf eintómt maus, þannig. Við keyrum okkur áfram á góða stöffinu og ég er í góðu sambandi við minn lækni, fer í mínar myndatökur og mitt eftirlit en um tíma var þetta ekkert spes. Í dag er ég bara ennþá með æxli í bakinu sem er undir eftirliti og við þurfum bara að reyna halda sjó með því og númer eitt, tvö og þrjú er að reyna halda þessari blessuðu geðheilsu því ef hún fer þá er helvíti erfitt að berjast,“ sagði Kári að lokum. Klippa: Kári Kristján Kristjánsson glímir við æxli í baki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
ÍBV Sportið í dag Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira