PSG greiðir sjö og hálfan milljarð fyrir Icardi en hefði greitt meira fyrir faraldur Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 09:45 Mauro Icardi og Kylian Mbappé fagna marki. VÍSIR/GETTY Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru búnir að tryggja sér áframhaldandi veru argentínska markaskorarans Mauro Icardi sem var að láni hjá félaginu í vetur. PSG mun greiða Inter Mílanó 50 milljónir evra fyrir leikmanninn, jafnvirði sjö og hálfs milljarðs króna, og við það bætast sjö milljónir evra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt frétt The Guardian um málið sýnir kaupverðið þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn gæti haft á verð knattspyrnumanna í sumar. PSG hafi verið búið að samþykkja að kaupa Icardi fyrir talsvert hærri upphæð, eða 70 milljónir evra. Icardi kom til Inter árið 2013 og var jafn Luca Toni sem markahæsti maður ítölsku A-deildarinnar árið 2015 með 22 mörk. Hann féll hins vegar í ónáð hjá forráðamönnum og stuðningsmönnum félagsins og því var aldrei líklegt að hann kæmi aftur eftir lánsdvölina hjá PSG. Icardi skoraði 12 mörk í 20 leikjum í frönsku 1. deildinni í vetur og fimm mörk í aðeins sex leikjum í Meistaradeild Evrópu. PSG sló Dortmund út úr Meistaradeildinni og er komið í 8-liða úrslit, og liðið var krýnt Frakklandsmeistari eftir að tímabilið í Frakklandi var blásið af í vor, fyrr en ella vegna faraldursins. Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru búnir að tryggja sér áframhaldandi veru argentínska markaskorarans Mauro Icardi sem var að láni hjá félaginu í vetur. PSG mun greiða Inter Mílanó 50 milljónir evra fyrir leikmanninn, jafnvirði sjö og hálfs milljarðs króna, og við það bætast sjö milljónir evra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt frétt The Guardian um málið sýnir kaupverðið þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn gæti haft á verð knattspyrnumanna í sumar. PSG hafi verið búið að samþykkja að kaupa Icardi fyrir talsvert hærri upphæð, eða 70 milljónir evra. Icardi kom til Inter árið 2013 og var jafn Luca Toni sem markahæsti maður ítölsku A-deildarinnar árið 2015 með 22 mörk. Hann féll hins vegar í ónáð hjá forráðamönnum og stuðningsmönnum félagsins og því var aldrei líklegt að hann kæmi aftur eftir lánsdvölina hjá PSG. Icardi skoraði 12 mörk í 20 leikjum í frönsku 1. deildinni í vetur og fimm mörk í aðeins sex leikjum í Meistaradeild Evrópu. PSG sló Dortmund út úr Meistaradeildinni og er komið í 8-liða úrslit, og liðið var krýnt Frakklandsmeistari eftir að tímabilið í Frakklandi var blásið af í vor, fyrr en ella vegna faraldursins.
Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira