Veðurstofan hyggst mæta óskum bæjarfélaga um „betri“ veðurspár Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2020 21:06 Árni Snorrason veðurstofustjóri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Það er alkunna að Íslendingar vilja ferðast eftir veðrinu og nú þegar stefnir í að þjóðin ætli að ferðast innanlands í sumar hefur aldrei verið mikilvægara fyrir hagsmunaaðila að fá góða veðurspá. Veðurstofan hyggst koma til móts við þessar óskir, - þó ekki með því með því að spá alltaf veðurblíðu heldur með nákvæmari veðurspám fyrir bæjarfélög landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á Vísi á dögunum frá óánægju íbúa á Hólmavík með að aðalspákort Veðurstofunnar fyrir Strandir sýndi í raun veðrið í 400 metra hæð á Steingrímsfjarðarheiði en ekki á Hólmavík og þar gæti munað heilum tíu gráðum í hita. Sjá hér: Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Hólmvíkinga hafa nokkuð til síns máls. „Á landskortinu okkar þá er Steingrímsfjarðarheiði sýnd og það er náttúrlega ákaflega óhagfellt á sumrin. En kannski á veturna er það betra. En hins vegar á landshlutakortinu, þá er Hólmavík sýnd. En við erum alltaf að reyna að bæta þetta og erum í samskiptum við Hólmvíkinga um þetta og vonandi finnum við góða lausn á þessu.“ Frá Hólmavík við Steingrímsfjörð. Mynd/Vísir. Hann segir Veðurstofuna þó þurfa að lúta alþjóðlegum stöðlum um að nærumhverfi trufli ekki mælingar. Þannig hafi stöðin á Kirkjubæjarklaustri verið færð þegar trjálundur var farinn að gefa of mikið skjól. „Við þekkjum þetta víðar, eins og frá Egilsstöðum. Þar erum við núna að mæla á flugvellinum,“ segir veðurstofustjóri, en það þýðir að meiri vindur mælist þar en ef stöðin væri inni í bænum, umgirt trjágróðri. Vestmannaeyingar vilja sýna aðra mynd en veðrið á Stórhöfða. „Það má ekki gleyma því að þessar veðurstöðvar voru ekki síst fyrir sjófarendur og fyrir sjómenn, meðal annars í Vestmannaeyjum. En það er engin launung að þar er gríðarlegur munur á veðri. Það hefur verið lagað í samvinnu við heimamenn.“ Ísfirðingar spyrja hversvegna aðalstöðin á norðanverðum Vestfjörðum sé Bolungarvík en Árni segir Alþjóðaflugmálastofnunina í samstarfi um þá stöð og greiða fyrir hana. „Það val var algerlega grundvallað á flugvellinum á Ísafirði, aðflugsskilyrðum þar.“ En Veðurstofan hyggst bæta úr með því að bjóða upp á svipaða framsetningu og norska stöðin yr.no þar sem menn geti séð spá fyrir hverja sveit og jafnvel einstök hverfi á Reykjavíkursvæðinu. „Vonandi fer það í loftið á næstu - ég vil kannski ekki segja á næstu mánuðum, en næstu einu til tveimur misserum – þar sem menn sjá í rauninni okkar besta mat á veðri á sem flestum punktum á landinu, þar með öllum sveitarfélögum,“ segir Árni Snorrason veðurstofustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Skaftárhreppur Fljótsdalshérað Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Tengdar fréttir Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Það er alkunna að Íslendingar vilja ferðast eftir veðrinu og nú þegar stefnir í að þjóðin ætli að ferðast innanlands í sumar hefur aldrei verið mikilvægara fyrir hagsmunaaðila að fá góða veðurspá. Veðurstofan hyggst koma til móts við þessar óskir, - þó ekki með því með því að spá alltaf veðurblíðu heldur með nákvæmari veðurspám fyrir bæjarfélög landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á Vísi á dögunum frá óánægju íbúa á Hólmavík með að aðalspákort Veðurstofunnar fyrir Strandir sýndi í raun veðrið í 400 metra hæð á Steingrímsfjarðarheiði en ekki á Hólmavík og þar gæti munað heilum tíu gráðum í hita. Sjá hér: Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Hólmvíkinga hafa nokkuð til síns máls. „Á landskortinu okkar þá er Steingrímsfjarðarheiði sýnd og það er náttúrlega ákaflega óhagfellt á sumrin. En kannski á veturna er það betra. En hins vegar á landshlutakortinu, þá er Hólmavík sýnd. En við erum alltaf að reyna að bæta þetta og erum í samskiptum við Hólmvíkinga um þetta og vonandi finnum við góða lausn á þessu.“ Frá Hólmavík við Steingrímsfjörð. Mynd/Vísir. Hann segir Veðurstofuna þó þurfa að lúta alþjóðlegum stöðlum um að nærumhverfi trufli ekki mælingar. Þannig hafi stöðin á Kirkjubæjarklaustri verið færð þegar trjálundur var farinn að gefa of mikið skjól. „Við þekkjum þetta víðar, eins og frá Egilsstöðum. Þar erum við núna að mæla á flugvellinum,“ segir veðurstofustjóri, en það þýðir að meiri vindur mælist þar en ef stöðin væri inni í bænum, umgirt trjágróðri. Vestmannaeyingar vilja sýna aðra mynd en veðrið á Stórhöfða. „Það má ekki gleyma því að þessar veðurstöðvar voru ekki síst fyrir sjófarendur og fyrir sjómenn, meðal annars í Vestmannaeyjum. En það er engin launung að þar er gríðarlegur munur á veðri. Það hefur verið lagað í samvinnu við heimamenn.“ Ísfirðingar spyrja hversvegna aðalstöðin á norðanverðum Vestfjörðum sé Bolungarvík en Árni segir Alþjóðaflugmálastofnunina í samstarfi um þá stöð og greiða fyrir hana. „Það val var algerlega grundvallað á flugvellinum á Ísafirði, aðflugsskilyrðum þar.“ En Veðurstofan hyggst bæta úr með því að bjóða upp á svipaða framsetningu og norska stöðin yr.no þar sem menn geti séð spá fyrir hverja sveit og jafnvel einstök hverfi á Reykjavíkursvæðinu. „Vonandi fer það í loftið á næstu - ég vil kannski ekki segja á næstu mánuðum, en næstu einu til tveimur misserum – þar sem menn sjá í rauninni okkar besta mat á veðri á sem flestum punktum á landinu, þar með öllum sveitarfélögum,“ segir Árni Snorrason veðurstofustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Skaftárhreppur Fljótsdalshérað Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Tengdar fréttir Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17