Merkilegur árangur náðst án tilvistar sértæks Covid-lyfs Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 22:55 Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild LSH. Vísir Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH þakkar forvarnarátaki heilbrigðisyfirvalda fyrir þann merkilega árangur sem náðst hefur þrátt fyrir að nokkurt lyf eða bóluefni sé til gegn Covid-19 sýkingu, þetta kom fram í erindi Más Kristjánssonar yfirlæknis á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. „Það er engin sértæk meðferð við þessum sjúkdómi enn sem komið er. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri án þess að hafa úr almennilegum lyfjum að moða. Það er nokkuð merkilegt að hafa náð þessum árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði Már og sagði að forvarnir, fjarlægðarreglur, hreinlæti og aðskilnaður hafi leikið stór hlutverk í árangrinum. Már segir þá lítið vitað um sjúkdóminn og því hafi verið ákveðið undir eins að hringja í hvern einasta sjúkling. Þeir sem sáu um hringingarnar voru í fyrstu tveir, Már og Ólafur Guðlaugsson, seinna hafi róðurinn þyngst og fleiri bæst í hópinn. Vegna anna við hringingar hafi ákvörðun verið tekin um að stækka aðstöðuna og gámarnir frægu útvegaðir með því varð Covid-göngudeildin til. „Seinna hafi verið gripið til þess ráðs að nýta gömul barnaheimili í Fossvoginum. Þar hafi sjúklingar geta komist að utan inn í herbergi án þess að fara inn í almenn rými. „Þetta fyrirkomulag þjónaði margvíslegum tilgangi sem ég lít á sem eina mjög mikilvæga meðferð. Í fyrsta lagi með heimhringingarnar, þær veita fólki fullvissu. Það er einhver sem veit um það og einhver sem veit ástand þess. Þá veit fólk að ef það er lasið getur fólk komist á staðinn án þess að útsetja neina aðra, þannig er hægt að meta það og veita tilfallandi meðferð,“ sagði Már. „Það kom nánast enginn inn á bráðadeildina með Covid eftir miðjan mars eftir að Covid-göngudeildin var komin af stað,“ sagði Már og sagði það hafa verið veigamikið í baráttunni gegn útbreiðslu sýkingarinnar á meðal heilbrigðisstarfsfólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH þakkar forvarnarátaki heilbrigðisyfirvalda fyrir þann merkilega árangur sem náðst hefur þrátt fyrir að nokkurt lyf eða bóluefni sé til gegn Covid-19 sýkingu, þetta kom fram í erindi Más Kristjánssonar yfirlæknis á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. „Það er engin sértæk meðferð við þessum sjúkdómi enn sem komið er. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri án þess að hafa úr almennilegum lyfjum að moða. Það er nokkuð merkilegt að hafa náð þessum árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði Már og sagði að forvarnir, fjarlægðarreglur, hreinlæti og aðskilnaður hafi leikið stór hlutverk í árangrinum. Már segir þá lítið vitað um sjúkdóminn og því hafi verið ákveðið undir eins að hringja í hvern einasta sjúkling. Þeir sem sáu um hringingarnar voru í fyrstu tveir, Már og Ólafur Guðlaugsson, seinna hafi róðurinn þyngst og fleiri bæst í hópinn. Vegna anna við hringingar hafi ákvörðun verið tekin um að stækka aðstöðuna og gámarnir frægu útvegaðir með því varð Covid-göngudeildin til. „Seinna hafi verið gripið til þess ráðs að nýta gömul barnaheimili í Fossvoginum. Þar hafi sjúklingar geta komist að utan inn í herbergi án þess að fara inn í almenn rými. „Þetta fyrirkomulag þjónaði margvíslegum tilgangi sem ég lít á sem eina mjög mikilvæga meðferð. Í fyrsta lagi með heimhringingarnar, þær veita fólki fullvissu. Það er einhver sem veit um það og einhver sem veit ástand þess. Þá veit fólk að ef það er lasið getur fólk komist á staðinn án þess að útsetja neina aðra, þannig er hægt að meta það og veita tilfallandi meðferð,“ sagði Már. „Það kom nánast enginn inn á bráðadeildina með Covid eftir miðjan mars eftir að Covid-göngudeildin var komin af stað,“ sagði Már og sagði það hafa verið veigamikið í baráttunni gegn útbreiðslu sýkingarinnar á meðal heilbrigðisstarfsfólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira