Íslandsbanki tilkynnti rétt í þessu um lækkun á vöxtum bankans.
Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti í síðustu viku. Í gær hafði enginn stóru bankanna brugðist við lækkun þrátt fyrir hvatningarorð seðlabankastjóra um að skila henni áfram til viðskiptavina.
Landsbankinn reið á vaðið fyrstur banka á fimmta tímanum en nú hefur Íslandsbanki einnig svarað kalli Seðlabankans.
Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig.
Verðtryggðir húsnæðislánavextir lækka þá einnig. Fastir vextir um 0,35 prósentustig og breytilegir um 0,25 prósentustig.
Innlánsvextir veltureikninga lækka ekki og að jafnaði lækka innlán töluvert minna en útlán. Algeng lækkun sparnaðarreikninga er 0-0,4 prósentustig
Vaxtabreyting tekur gildi 4. júní.