Lagði VÍS í bumbuboltabaráttu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2020 14:53 VÍS gaf sig ekki í málinu svo starfsmaðurinn fór með málið fyrir dómstóla. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hafði betur í baráttu við Vátryggingafélag Íslands sem neitaði að viðurkenna bótaskyldu eftir slys í hádegiskörfubolta vinnufélaga í febrúar 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ágreiningurinn í málinu, sem leiddi til þess að það fór alla leið fyrir héraðsdóm, snerist um málsatvik. Karlmaðurinn hefur verið starfsmaður í Íslandsbanka í tvo áratugi en bankinn er með slysatryggingu fyrir starfsmenn sína sem gildir allan sólarhringinn. Fjölmörg fyrirtæki bjóða starfsmönnum sínum upp á afþreyingu í hádeginu, svo sem fótbolta, körfubolta eða aðra líkamsrækt.UnsplashAbhishek Chandra Starfsfólk Íslandsbanka var í vikulegum hádegiskörfubolta þegar slysið varð. Starfsmaðurinn lenti illa á hægra hné, reif fremra krossband og voru varanlegar afleiðingar slyssins fyrir karlmanninn tíu stiga miski. VÍS hafnaði bótakröfu mannsins á þeim fosendum að enginn utanaðkomandi atburður hefði valdið því að karlmaðurinn meiddist á hné. Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Grein átta í vátryggingaskilmálum VÍS Vísaði VÍS til stuttrar atvikalýsingar karlmannsins af slysinu. Bolti styrktur af bankanum Í niðurstöðu dómsins segir að afstaða til þess hvort um utanaðkomandi atburð hafi verið að ræða ráðist af því hvort leggja eigi til grundvallar upphaflega lýsingu mannsins þegar hann leitaði sér læknisaðstoðar eða viðbótarlýsingu eftir að hann leitaði aðstoðar lögmanns. Það gerði hann eftir að VÍS hafnaði bótakröfunni. Starfsmaðurinn bar fyrir dómi að Íslandsbanki hefði boðið starfsmönnum sínum styrk til að taka þátt í körfuboltanum. Hann lýsti því hvernig stjakað hefði verið hressilega við honum þegar hann hoppaði upp til að skjóta. Missti hann jafnvægið og lenti mjög illa. Eitthvað gaf sig í hnénu og taldi hann jafnvel að eitthvað hefði brotnað. Taldi lýsingu aðeins formsins vegna Hann hefði starfað hjá bankanum í tuttugu ár og fólki ítrekað sagt að það væri vel tryggt með slysatryggingu bankans. Hann hefði því ekki haft áhyggjur af neinu og meira að segja talið að bankinn myndi sækja bæturnar fyrir hann. Hann hefði verið boðaður á fund hjá Íslandsbanka og látinn fylla út tjónstilkynningu, formsins vegna. Tveimur vikum síðar hefði hann fengið tölvupóst frá samstarfsmanni hjá bankanum þess efnis að VÍS vildi ekki greiða bætur vegna þess hvernig slysinu væri lýst. Hinn slasaði lýsti fyrir dómi að hann hefði ekki grunað að orðalag í tjónstilkynningu hefði þýðingu fyrir það hvort hann fengi bætur eða ekki. Annars hefði hann lýst atvikum mun ítarlegar og þá hefði eyðublaðið einnig þurft að veita slíkt svigrúm. Úrvalsdeildarþjálfari meðal vitna Það hefði ekki verið fyrr en vinur hans mælti með því að ræða málið við lögmann að hann komst að því að óvæntur utanaðkomandi atburður væri skilyrði fyrir bótunum. Þar eð ástæða meiðsla hans hefði verið slíkur atburður, því ýtt hefði verið við honum í uppstökkinu, hafi hann fengið lögmannsstofuna til að reyna að leiðrétta misskilning VÍS. Darri Freyr Atlason er starfsmaður Íslandsbanka á daginn en þjálfar körfubolta að loknum vinnudegi.Vísir/Vilhelm Sex vinnufélagar sem tóku þátt í körfuboltaleiknum báru vitni fyrir dómi, þeirra á meðal Darri Freyr Atlason nýráðinn þjálfari KR í efstu deild karla í körfubolta. Öll lýstu atburðum á svipaðan veg og vinnufélagi þeirra. Ekkert þeirra sem bar vitni vissi þó hver hefði rekið sig utan í samstarfsfélaga þeirra. Þau hefðu þó öll séð að einn eða tveir menn hafi verið utan í honum þegar samstuðið var. Yfirleitt væru þau átta til tíu að spila. VÍS gerði ekki kröfu að leiða varnarmanninn fyrir dóm Dómurinn telur að það geti ekki liðið nokkrum manni úr minni hafi hann stjakað þannig við öðrum leikmanni að sá stórslasist sekúndu síðar og emji svo af sársauka að það sé öðrum leikmönnum ógleymanlegt. Dómurinn telur að það hljóti einnig að vera hinum slasaða minnisstætt hver stjakaði við honum með þessum afleiðingum. Dómurinn telur því að það hljóti að liggja fyrir hver sá leikmaður var. Varnarmaðurinn var engu að síður ekki leiddur fyrir dóminn og VÍS gerði ekki kröfu að það yrði gert. Dómurinn taldi engu að síður að með framuburði vitna nægjanlega í ljóss leitt að aðdragandi slyssins væri sá sem greint var frá fyrir dómi, mun ítarlegri lýsing en þegar slysið var upphaflega tilkynnt. Var lagt til grundvallar að ástæða þess að starfsmaðurinn slasaðist var að ýtt var við honum. Ekkert bendi til þess að innri veikleiki í hné starfsmannsins hefði getað orsakað slysið. Taldi dómurinn skilyrði uppfyllt um að meiðslin mætti rekja til utanaðkomandi atburðar. Var bótaskylda VÍS því viðurkennd. Koma verður í ljós hvort VÍS láti reyna á málið fyrir Landsrétti. Tryggingar Dómsmál Körfubolti Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hafði betur í baráttu við Vátryggingafélag Íslands sem neitaði að viðurkenna bótaskyldu eftir slys í hádegiskörfubolta vinnufélaga í febrúar 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ágreiningurinn í málinu, sem leiddi til þess að það fór alla leið fyrir héraðsdóm, snerist um málsatvik. Karlmaðurinn hefur verið starfsmaður í Íslandsbanka í tvo áratugi en bankinn er með slysatryggingu fyrir starfsmenn sína sem gildir allan sólarhringinn. Fjölmörg fyrirtæki bjóða starfsmönnum sínum upp á afþreyingu í hádeginu, svo sem fótbolta, körfubolta eða aðra líkamsrækt.UnsplashAbhishek Chandra Starfsfólk Íslandsbanka var í vikulegum hádegiskörfubolta þegar slysið varð. Starfsmaðurinn lenti illa á hægra hné, reif fremra krossband og voru varanlegar afleiðingar slyssins fyrir karlmanninn tíu stiga miski. VÍS hafnaði bótakröfu mannsins á þeim fosendum að enginn utanaðkomandi atburður hefði valdið því að karlmaðurinn meiddist á hné. Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Grein átta í vátryggingaskilmálum VÍS Vísaði VÍS til stuttrar atvikalýsingar karlmannsins af slysinu. Bolti styrktur af bankanum Í niðurstöðu dómsins segir að afstaða til þess hvort um utanaðkomandi atburð hafi verið að ræða ráðist af því hvort leggja eigi til grundvallar upphaflega lýsingu mannsins þegar hann leitaði sér læknisaðstoðar eða viðbótarlýsingu eftir að hann leitaði aðstoðar lögmanns. Það gerði hann eftir að VÍS hafnaði bótakröfunni. Starfsmaðurinn bar fyrir dómi að Íslandsbanki hefði boðið starfsmönnum sínum styrk til að taka þátt í körfuboltanum. Hann lýsti því hvernig stjakað hefði verið hressilega við honum þegar hann hoppaði upp til að skjóta. Missti hann jafnvægið og lenti mjög illa. Eitthvað gaf sig í hnénu og taldi hann jafnvel að eitthvað hefði brotnað. Taldi lýsingu aðeins formsins vegna Hann hefði starfað hjá bankanum í tuttugu ár og fólki ítrekað sagt að það væri vel tryggt með slysatryggingu bankans. Hann hefði því ekki haft áhyggjur af neinu og meira að segja talið að bankinn myndi sækja bæturnar fyrir hann. Hann hefði verið boðaður á fund hjá Íslandsbanka og látinn fylla út tjónstilkynningu, formsins vegna. Tveimur vikum síðar hefði hann fengið tölvupóst frá samstarfsmanni hjá bankanum þess efnis að VÍS vildi ekki greiða bætur vegna þess hvernig slysinu væri lýst. Hinn slasaði lýsti fyrir dómi að hann hefði ekki grunað að orðalag í tjónstilkynningu hefði þýðingu fyrir það hvort hann fengi bætur eða ekki. Annars hefði hann lýst atvikum mun ítarlegar og þá hefði eyðublaðið einnig þurft að veita slíkt svigrúm. Úrvalsdeildarþjálfari meðal vitna Það hefði ekki verið fyrr en vinur hans mælti með því að ræða málið við lögmann að hann komst að því að óvæntur utanaðkomandi atburður væri skilyrði fyrir bótunum. Þar eð ástæða meiðsla hans hefði verið slíkur atburður, því ýtt hefði verið við honum í uppstökkinu, hafi hann fengið lögmannsstofuna til að reyna að leiðrétta misskilning VÍS. Darri Freyr Atlason er starfsmaður Íslandsbanka á daginn en þjálfar körfubolta að loknum vinnudegi.Vísir/Vilhelm Sex vinnufélagar sem tóku þátt í körfuboltaleiknum báru vitni fyrir dómi, þeirra á meðal Darri Freyr Atlason nýráðinn þjálfari KR í efstu deild karla í körfubolta. Öll lýstu atburðum á svipaðan veg og vinnufélagi þeirra. Ekkert þeirra sem bar vitni vissi þó hver hefði rekið sig utan í samstarfsfélaga þeirra. Þau hefðu þó öll séð að einn eða tveir menn hafi verið utan í honum þegar samstuðið var. Yfirleitt væru þau átta til tíu að spila. VÍS gerði ekki kröfu að leiða varnarmanninn fyrir dóm Dómurinn telur að það geti ekki liðið nokkrum manni úr minni hafi hann stjakað þannig við öðrum leikmanni að sá stórslasist sekúndu síðar og emji svo af sársauka að það sé öðrum leikmönnum ógleymanlegt. Dómurinn telur að það hljóti einnig að vera hinum slasaða minnisstætt hver stjakaði við honum með þessum afleiðingum. Dómurinn telur því að það hljóti að liggja fyrir hver sá leikmaður var. Varnarmaðurinn var engu að síður ekki leiddur fyrir dóminn og VÍS gerði ekki kröfu að það yrði gert. Dómurinn taldi engu að síður að með framuburði vitna nægjanlega í ljóss leitt að aðdragandi slyssins væri sá sem greint var frá fyrir dómi, mun ítarlegri lýsing en þegar slysið var upphaflega tilkynnt. Var lagt til grundvallar að ástæða þess að starfsmaðurinn slasaðist var að ýtt var við honum. Ekkert bendi til þess að innri veikleiki í hné starfsmannsins hefði getað orsakað slysið. Taldi dómurinn skilyrði uppfyllt um að meiðslin mætti rekja til utanaðkomandi atburðar. Var bótaskylda VÍS því viðurkennd. Koma verður í ljós hvort VÍS láti reyna á málið fyrir Landsrétti.
Tryggingar Dómsmál Körfubolti Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira