„Veðrið lék okkur grátt“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2020 11:10 Óveðursský yfir Kennedy Center í Flórída. Í fjarska má sjá skotpall 39A, Falcon 9 eldflaugina og Crew Dragon geimfarið. NASA/Joel Kowsky „Ég veit að margir eru vonsviknir í dag. Veðrið lék okkur grátt,“ sagði Jim Bridenstein, yfirmaður Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, í gærkvöldi eftir að hætt var við tímamótageimskot NASA og SpaceX vegna veðurs. Þrátt fyrir að ekkert hafi orðið af geimskotinu segir Bridenstein að dagurinn hafi verið góður fyrir alla sem komu að geimskotinu sem ekki varð. Óhætt er að segja að hann hafi rétt fyrir sér varðandi vonbrigðin en NASA áætlar að minnst 1,7 milljón manna hafi fylgst með undirbúningi geimskotsins á netinu. Nánar tiltekið var hætt við geimskotið vegna mikils stöðurafmagns í lofti. Fyrr um daginn hafði eldingaveður farið yfir Kennedy Center í Flórída og heyrðust þrumur á meðan á niðurtalningunni stóð. Bridenstein segir að ef geimfarinu hefði verið skotið á loft hefði það mögulega geta orðið fyrir eldingu. Því hafi verið hætt við geimskotið. Hann sagðist stoltur af því að rétt ákvörðun hafi verið tekin og sagðist hlakka til laugardagsins, þegar næsta tilraun verður gerð. „Við munum skjóta bandarískum geimförum á loft, með bandarískum eldflaugum frá bandarískri jörðu,“ sagði Bridenstein í gærkvöldi. On Saturday, we re doing it again. We are going to launch American astronauts on an American rocket from American soil. pic.twitter.com/d0bsQrbFi5— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 27, 2020 Þetta hefði verið fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá 2011 og alfarið í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki hefði skotið geimförum út í geim. Þeim hefði verið skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og geimfarið Crew Dragon, sem þróað var og framleitt af SpaceX, hefði flutt þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, hefðu komið til geimstöðvarinnar í kvöld og hefðu verið þar um borð í fjóra mánuði í mesta lagi. Það hefði farið eftir því hve vel geimskotið hefði tekist og hvenær hefði verið hægt að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Hurley tjáði sig um ákvörðunina á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa verið rétta. „Þetta getur verið pirrandi en er einnig raunverulegur partur af því að fara út í geim. Bæði Bob Behnken og ég höfum upplifað það áður. Við reynum aftur á laugardaginn,“ sagði Hurley. Scrubbed. The @SpaceX and @NASA teams did great today and absolutely made the right call in a dynamic weather situation. It can be frustrating but also a very real part of getting to space sometimes. Both @AstroBehnken and I have experienced it. We go again on Saturday! https://t.co/1hCpR7o1AA— Col. Doug Hurley (@Astro_Doug) May 28, 2020 Behnken sló á svipaða strengi og sagði að hann og Hurley yrðu svo sannarlega klárir á laugardaginn. I'm so proud of the @NASA and @SpaceX team today, they were ready for launch. @Astro_Doug and I will be ready with them again on Saturday! #LauchAmerica https://t.co/n8gnyb9SKW— Bob Behnken (@AstroBehnken) May 28, 2020 Hætt var við geimskotið innan við 17 mínútum áður en það átti að eiga sér stað. Þá höfðu Hurley og Behnken setið í sætum sínum í geimfarinu í nokkrar klukkustundir og þurftu þeir að sitja lengur á meðan allt eldsneyti var tæmt úr eldflauginni. Þetta nokkurra klukkustunda ferli þurfa þeir svo aftur að ganga í gegnum á laugardagskvöldið. Þá stendur til að gera aðra tilraun. Gangi það ekki eftir verður þriðja tilraunin gerð á sunnudaginn. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
„Ég veit að margir eru vonsviknir í dag. Veðrið lék okkur grátt,“ sagði Jim Bridenstein, yfirmaður Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, í gærkvöldi eftir að hætt var við tímamótageimskot NASA og SpaceX vegna veðurs. Þrátt fyrir að ekkert hafi orðið af geimskotinu segir Bridenstein að dagurinn hafi verið góður fyrir alla sem komu að geimskotinu sem ekki varð. Óhætt er að segja að hann hafi rétt fyrir sér varðandi vonbrigðin en NASA áætlar að minnst 1,7 milljón manna hafi fylgst með undirbúningi geimskotsins á netinu. Nánar tiltekið var hætt við geimskotið vegna mikils stöðurafmagns í lofti. Fyrr um daginn hafði eldingaveður farið yfir Kennedy Center í Flórída og heyrðust þrumur á meðan á niðurtalningunni stóð. Bridenstein segir að ef geimfarinu hefði verið skotið á loft hefði það mögulega geta orðið fyrir eldingu. Því hafi verið hætt við geimskotið. Hann sagðist stoltur af því að rétt ákvörðun hafi verið tekin og sagðist hlakka til laugardagsins, þegar næsta tilraun verður gerð. „Við munum skjóta bandarískum geimförum á loft, með bandarískum eldflaugum frá bandarískri jörðu,“ sagði Bridenstein í gærkvöldi. On Saturday, we re doing it again. We are going to launch American astronauts on an American rocket from American soil. pic.twitter.com/d0bsQrbFi5— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 27, 2020 Þetta hefði verið fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá 2011 og alfarið í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki hefði skotið geimförum út í geim. Þeim hefði verið skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og geimfarið Crew Dragon, sem þróað var og framleitt af SpaceX, hefði flutt þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, hefðu komið til geimstöðvarinnar í kvöld og hefðu verið þar um borð í fjóra mánuði í mesta lagi. Það hefði farið eftir því hve vel geimskotið hefði tekist og hvenær hefði verið hægt að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Hurley tjáði sig um ákvörðunina á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa verið rétta. „Þetta getur verið pirrandi en er einnig raunverulegur partur af því að fara út í geim. Bæði Bob Behnken og ég höfum upplifað það áður. Við reynum aftur á laugardaginn,“ sagði Hurley. Scrubbed. The @SpaceX and @NASA teams did great today and absolutely made the right call in a dynamic weather situation. It can be frustrating but also a very real part of getting to space sometimes. Both @AstroBehnken and I have experienced it. We go again on Saturday! https://t.co/1hCpR7o1AA— Col. Doug Hurley (@Astro_Doug) May 28, 2020 Behnken sló á svipaða strengi og sagði að hann og Hurley yrðu svo sannarlega klárir á laugardaginn. I'm so proud of the @NASA and @SpaceX team today, they were ready for launch. @Astro_Doug and I will be ready with them again on Saturday! #LauchAmerica https://t.co/n8gnyb9SKW— Bob Behnken (@AstroBehnken) May 28, 2020 Hætt var við geimskotið innan við 17 mínútum áður en það átti að eiga sér stað. Þá höfðu Hurley og Behnken setið í sætum sínum í geimfarinu í nokkrar klukkustundir og þurftu þeir að sitja lengur á meðan allt eldsneyti var tæmt úr eldflauginni. Þetta nokkurra klukkustunda ferli þurfa þeir svo aftur að ganga í gegnum á laugardagskvöldið. Þá stendur til að gera aðra tilraun. Gangi það ekki eftir verður þriðja tilraunin gerð á sunnudaginn.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira