Þessi lið myndu mætast í NBA ef byrjað verður strax á úrslitakeppni með breyttu sniði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2020 14:45 Kawhi Leonard með Larry O'Brien bikarinn eftir að Toronto Raptors liðið vann Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á síðasta ári. EPA-EFE/LARRY W. SMITH NBA deildin í körfubolta vinnur nú hörðum höndum að endurkomu deildarinnar eftir COVID-19 og virðist vera sem svo að mikill meirihluti allra tengdum deildinni sé á því að klára eigi tímabilið. NBA ætlar sér að finna einn keppnisstað þar sem öll liðin geta haldið sig á meðan keppnin er kláruð og þykir Disney World vera líklegasti kosturinn fyrir slíkan NBA-heim. Það eru líka að aukast líkurnar á því að byrja bara strax á úrslitakeppninni og sleppa síðustu tuttugu leikjunum af deildarkeppninni. Það myndi þýða það að aðeins sextán lið af þrjátíu myndu hefja keppni en hin fjórtán væru komin í sumarfrí. If the NBA returned with playoff teams seeded 1-16, this is what the matchups would be ?? pic.twitter.com/hbNmTKEw4M— ESPN (@espn) May 27, 2020 Úrslitakeppni NBA-deildarinnar ef oftast tvískipt það er í Vestur og Austurdeild. Sigurvegarar hvorrar deildar hafa síðan mæst í lokaúrslitunum. Los Angeles Lakers í Vesturdeildinni mætir því aldrei Boston Celtics í Austurdeildinni fyrr en í lokaúrslitunum. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi síðustu ár um að breyta þessu og margir eru á því að nú eigi NBA-deildin að nýta tækifærið og prufa þetta nú þegar allt er á hvolfi hvort sem er. Sextán lið kæmust þá í úrslitakeppnina og liðið með besta árangurinn myndi mæta liðinu með slakasta sigurhlutfallið, liðið í öðru sæti myndi mæta næstsíðasta liðinu og svo framvegis. Liðin sem myndu mætast samkvæmt þessu væru þá: Milwaukee Bucks (1) - Orlando Magic (16) Los Angeles Lakers - Brooklyn Nets (15) Toronto Raptors (3) - Memphis Grizzlies (14) Los Angeles Clippers (4) - Dallas Mavericks (13) Boston Celtics (5) - Philadelphia 76ers (12) Denver Nuggets (6) - Indiana Pacers (11) Utah Jazz (7) - Houston Rockets (10) Miami Heat (8) - Oklahoma City Thunder (9) Rachel Nichols, Kendrick Perkins og Brian Windhorst fóru saman yfir þennan möguleika í þættinum The Jump en það má sjá spjall þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
NBA deildin í körfubolta vinnur nú hörðum höndum að endurkomu deildarinnar eftir COVID-19 og virðist vera sem svo að mikill meirihluti allra tengdum deildinni sé á því að klára eigi tímabilið. NBA ætlar sér að finna einn keppnisstað þar sem öll liðin geta haldið sig á meðan keppnin er kláruð og þykir Disney World vera líklegasti kosturinn fyrir slíkan NBA-heim. Það eru líka að aukast líkurnar á því að byrja bara strax á úrslitakeppninni og sleppa síðustu tuttugu leikjunum af deildarkeppninni. Það myndi þýða það að aðeins sextán lið af þrjátíu myndu hefja keppni en hin fjórtán væru komin í sumarfrí. If the NBA returned with playoff teams seeded 1-16, this is what the matchups would be ?? pic.twitter.com/hbNmTKEw4M— ESPN (@espn) May 27, 2020 Úrslitakeppni NBA-deildarinnar ef oftast tvískipt það er í Vestur og Austurdeild. Sigurvegarar hvorrar deildar hafa síðan mæst í lokaúrslitunum. Los Angeles Lakers í Vesturdeildinni mætir því aldrei Boston Celtics í Austurdeildinni fyrr en í lokaúrslitunum. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi síðustu ár um að breyta þessu og margir eru á því að nú eigi NBA-deildin að nýta tækifærið og prufa þetta nú þegar allt er á hvolfi hvort sem er. Sextán lið kæmust þá í úrslitakeppnina og liðið með besta árangurinn myndi mæta liðinu með slakasta sigurhlutfallið, liðið í öðru sæti myndi mæta næstsíðasta liðinu og svo framvegis. Liðin sem myndu mætast samkvæmt þessu væru þá: Milwaukee Bucks (1) - Orlando Magic (16) Los Angeles Lakers - Brooklyn Nets (15) Toronto Raptors (3) - Memphis Grizzlies (14) Los Angeles Clippers (4) - Dallas Mavericks (13) Boston Celtics (5) - Philadelphia 76ers (12) Denver Nuggets (6) - Indiana Pacers (11) Utah Jazz (7) - Houston Rockets (10) Miami Heat (8) - Oklahoma City Thunder (9) Rachel Nichols, Kendrick Perkins og Brian Windhorst fóru saman yfir þennan möguleika í þættinum The Jump en það má sjá spjall þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube
Liðin sem myndu mætast samkvæmt þessu væru þá: Milwaukee Bucks (1) - Orlando Magic (16) Los Angeles Lakers - Brooklyn Nets (15) Toronto Raptors (3) - Memphis Grizzlies (14) Los Angeles Clippers (4) - Dallas Mavericks (13) Boston Celtics (5) - Philadelphia 76ers (12) Denver Nuggets (6) - Indiana Pacers (11) Utah Jazz (7) - Houston Rockets (10) Miami Heat (8) - Oklahoma City Thunder (9)
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira