„Þeir myrtu bróður minn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 08:20 Mótmælandi heldur svínshöfði á lofti í Minneapolis. „Svín“ er níðyrði yfir lögreglumenn, sem einkum hefur verið notað yfir þá í tengslum við ofbeldi af þeirra hálfu í garð svartra Bandaríkjamanna. Star Tribune/Getty Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis í Bandaríkjunum á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður hennar verði ákærðir fyrir morð. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Umræddur lögreglumaður sem varð valdur að dauða Floyd heitir Derek Chauvin og hafði starfað í nær tvo áratugi hjá lögreglunni í Minneapolis. Honum, auk þriggja annarra lögregluþjóna sem áttu aðild að andlátinu, var sagt upp störfum í kjölfar málsins. Fjölmargir hafa safnast saman á götum Minneapolis til að mótmæla andláti Floyd.Stephen Maturen/getty Bridget Floyd, systir George, þykir lögreglumennirnir hafa sloppið með skrekkinn. Hún krefst þess að þeir verði allir fjórir ákærðir fyrir morð. „Þeir ættu að vera í fangelsi fyrir morð,“ er haft eftir henni í fjölmiðlum vestanhafs. „Við fjölskyldan eigum mjög, mjög erfitt með þetta. Þetta er okkur afar þungbært, þetta er mjög óhugnanlegt. Ég vil að þessir lögreglumenn verði ákærðir fyrir morð, vegna þess að það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Þeir myrtu bróður minn. Hann kallaði á hjálp.“ Andlát George Floyd hefur orðið kveikjan að miklum mótmælum og óeirðum í Minneapolis og víðar í Bandaríkjunum, til að mynda í Los Angeles. Lögregla þurfti að beita táragasi á mótmælendur í fyrrnefndu borginni á þriðjudag en mótmæli héldu þar áfram fram á kvöld í gær. Þau fóru friðsamlega fram við vettvang andlátsins, þar sem fólk vottaði Floyd virðingu sína. Lögregla beitti hins vegar aftur táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem söfnuðust saman við lögreglustöð í grenndinni. Þá bárust fregnir af því að eldur hefði verið kveiktur í að minnsta kosti einni verslun á svæðinu. Mótmælendur söfnuðust einnig saman við heimili Mike Freeman, lögmanns Hennepin-sýslu, og kölluðu eftir því að hann ákærði lögreglumennina fyrir morð. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Móðir Garner, Gwen Carr, fordæmdi drápið á Floyd í gær. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Fleiri fréttir Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Sjá meira
Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis í Bandaríkjunum á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður hennar verði ákærðir fyrir morð. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Umræddur lögreglumaður sem varð valdur að dauða Floyd heitir Derek Chauvin og hafði starfað í nær tvo áratugi hjá lögreglunni í Minneapolis. Honum, auk þriggja annarra lögregluþjóna sem áttu aðild að andlátinu, var sagt upp störfum í kjölfar málsins. Fjölmargir hafa safnast saman á götum Minneapolis til að mótmæla andláti Floyd.Stephen Maturen/getty Bridget Floyd, systir George, þykir lögreglumennirnir hafa sloppið með skrekkinn. Hún krefst þess að þeir verði allir fjórir ákærðir fyrir morð. „Þeir ættu að vera í fangelsi fyrir morð,“ er haft eftir henni í fjölmiðlum vestanhafs. „Við fjölskyldan eigum mjög, mjög erfitt með þetta. Þetta er okkur afar þungbært, þetta er mjög óhugnanlegt. Ég vil að þessir lögreglumenn verði ákærðir fyrir morð, vegna þess að það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Þeir myrtu bróður minn. Hann kallaði á hjálp.“ Andlát George Floyd hefur orðið kveikjan að miklum mótmælum og óeirðum í Minneapolis og víðar í Bandaríkjunum, til að mynda í Los Angeles. Lögregla þurfti að beita táragasi á mótmælendur í fyrrnefndu borginni á þriðjudag en mótmæli héldu þar áfram fram á kvöld í gær. Þau fóru friðsamlega fram við vettvang andlátsins, þar sem fólk vottaði Floyd virðingu sína. Lögregla beitti hins vegar aftur táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem söfnuðust saman við lögreglustöð í grenndinni. Þá bárust fregnir af því að eldur hefði verið kveiktur í að minnsta kosti einni verslun á svæðinu. Mótmælendur söfnuðust einnig saman við heimili Mike Freeman, lögmanns Hennepin-sýslu, og kölluðu eftir því að hann ákærði lögreglumennina fyrir morð. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Móðir Garner, Gwen Carr, fordæmdi drápið á Floyd í gær.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Fleiri fréttir Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Sjá meira
Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05