EasyJet boðar miklar uppsagnir Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 07:28 Starfsemi EasyJet hefur verið í algjöru frosti undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Gareth Fuller&getty Breska lággjaldafélagið EasyJet áformar að segja upp þúsundum manna í starfsliði sínu, eða allt að þrjátíu prósentum starfsmanna. Um fimmtán þúsund manns unnu hjá félaginu í byrjun árs en eins og hjá öðrum flugfélögum hefur allt verið í frosti síðustu vikur og mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist að nýju um miðjan næsta mánuð, 15. júní, en forsvarsmenn EasyJet áætla að langan tíma muni taka að koma starfseminni í eðlilegt horf á ný og því þurfi að grípa til uppsagna. Balpa, stéttarfélag flugmanna, brást ókvæða við fregnum af fyrirætlunum flugfélagsins. Forsvarsmenn félagsins segja um að ræða „illa ígrundaða skyndiákvörðun“. Haft er eftir Johan Lundgren, forstjóra EasyJet, í tilkynningu að félagið átti sig á því að árferðið sé erfitt og að nú þurfi að taka sömuleiðis erfiðar ákvarðanir, sem komi til með að hafa áhrif á starfsfólk. „Við viljum tryggja að við komum undan faraldrinum sem samkeppnishæfara fyrirtæki en áður, svo að EasyJet geti blómstrað í framtíðinni,“ segir Lundgren. Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir EasyJet hefur sig til flugs á ný Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet mun hefja farþegaflug á nýjan leik þann 15. júní næstkomandi. 21. maí 2020 11:01 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Breska lággjaldafélagið EasyJet áformar að segja upp þúsundum manna í starfsliði sínu, eða allt að þrjátíu prósentum starfsmanna. Um fimmtán þúsund manns unnu hjá félaginu í byrjun árs en eins og hjá öðrum flugfélögum hefur allt verið í frosti síðustu vikur og mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist að nýju um miðjan næsta mánuð, 15. júní, en forsvarsmenn EasyJet áætla að langan tíma muni taka að koma starfseminni í eðlilegt horf á ný og því þurfi að grípa til uppsagna. Balpa, stéttarfélag flugmanna, brást ókvæða við fregnum af fyrirætlunum flugfélagsins. Forsvarsmenn félagsins segja um að ræða „illa ígrundaða skyndiákvörðun“. Haft er eftir Johan Lundgren, forstjóra EasyJet, í tilkynningu að félagið átti sig á því að árferðið sé erfitt og að nú þurfi að taka sömuleiðis erfiðar ákvarðanir, sem komi til með að hafa áhrif á starfsfólk. „Við viljum tryggja að við komum undan faraldrinum sem samkeppnishæfara fyrirtæki en áður, svo að EasyJet geti blómstrað í framtíðinni,“ segir Lundgren.
Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir EasyJet hefur sig til flugs á ný Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet mun hefja farþegaflug á nýjan leik þann 15. júní næstkomandi. 21. maí 2020 11:01 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
EasyJet hefur sig til flugs á ný Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet mun hefja farþegaflug á nýjan leik þann 15. júní næstkomandi. 21. maí 2020 11:01
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57