Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2020 16:09 Hlaupahjólin hafa verið áberandi í miðbænum í maí og verða það eflaust áfram í sumar. Vísir/Vilhelm Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. Um er að ræða Laugaveg milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Sumargöngugötur eru útvíkkun á þeim varanlegu göngugötusvæðum sem nú hafa verið staðfest í deiliskipulagi og fjallað var um á Vísi í dag. Þær götur sem nú eru varanlegar göngugötur eru Laugavegur frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu. Vörulosun verður heimil með sama hætti á tímabundnu göngugötunum eins og á varanlegum göngugötum. Aðgengi íbúa og starfsemi með bílastæði inni á lóð við göturnar verður tryggt að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Almenn umferð og bifreiðastöður verða óheimilar. Akstur vegna vöruafgreiðslu verði heimilaður frá klukkan 7 til 11 virka daga og frá klukkan 8 til 11 á laugardögum. Fram hefur komið að borgarbúar eru almennt jákvæðir fyrir göngugötum í miðbænum á meðan meiri efasemdir hafa verið á meðal rekstraraðila, þá sérstaklega varðandi það hvort göngugötur eigi að vera allt árið um kring. Tímabundnar göngugötur verða merktar með viðeigandi merkjum. Búið er að setja upp umferðarmerki við varanlegu göngugöturnar. Reykjavík Göngugötur Tengdar fréttir Umferðarmerki komin upp við varanlegu göngugöturnar Búið er að setja upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á göngugötur í miðborginni en hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs er nú orðinn að varanlegum göngugötum. 27. maí 2020 11:20 Skammaði borgarfulltrúa fyrir að eyða tíma í tilgangslaust „argaþras“ um götulokanir Tillaga Miðflokksins í borgarstjórn um að fallið verði frá lokunum á göngugötum í miðborg Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um málið. 5. maí 2020 22:09 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. Um er að ræða Laugaveg milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Sumargöngugötur eru útvíkkun á þeim varanlegu göngugötusvæðum sem nú hafa verið staðfest í deiliskipulagi og fjallað var um á Vísi í dag. Þær götur sem nú eru varanlegar göngugötur eru Laugavegur frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu. Vörulosun verður heimil með sama hætti á tímabundnu göngugötunum eins og á varanlegum göngugötum. Aðgengi íbúa og starfsemi með bílastæði inni á lóð við göturnar verður tryggt að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Almenn umferð og bifreiðastöður verða óheimilar. Akstur vegna vöruafgreiðslu verði heimilaður frá klukkan 7 til 11 virka daga og frá klukkan 8 til 11 á laugardögum. Fram hefur komið að borgarbúar eru almennt jákvæðir fyrir göngugötum í miðbænum á meðan meiri efasemdir hafa verið á meðal rekstraraðila, þá sérstaklega varðandi það hvort göngugötur eigi að vera allt árið um kring. Tímabundnar göngugötur verða merktar með viðeigandi merkjum. Búið er að setja upp umferðarmerki við varanlegu göngugöturnar.
Reykjavík Göngugötur Tengdar fréttir Umferðarmerki komin upp við varanlegu göngugöturnar Búið er að setja upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á göngugötur í miðborginni en hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs er nú orðinn að varanlegum göngugötum. 27. maí 2020 11:20 Skammaði borgarfulltrúa fyrir að eyða tíma í tilgangslaust „argaþras“ um götulokanir Tillaga Miðflokksins í borgarstjórn um að fallið verði frá lokunum á göngugötum í miðborg Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um málið. 5. maí 2020 22:09 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Sjá meira
Umferðarmerki komin upp við varanlegu göngugöturnar Búið er að setja upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á göngugötur í miðborginni en hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs er nú orðinn að varanlegum göngugötum. 27. maí 2020 11:20
Skammaði borgarfulltrúa fyrir að eyða tíma í tilgangslaust „argaþras“ um götulokanir Tillaga Miðflokksins í borgarstjórn um að fallið verði frá lokunum á göngugötum í miðborg Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um málið. 5. maí 2020 22:09