Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 15:15 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar um aðgerðapakka þrjú vegna Covid-19 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna, sem bera 0,625 prósent fasta vexti. Að sögn hins opinbera bötnuðu kjör ríkissjóðs um 30 punkta vegna mikillar eftirspurnar í útboðsferlinu. Eftirspurnin á að hafa verið 3,4 milljarðar evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Rúmlega 200 eiga að hafa sýnt útboðinu áhuga, eða um helmingi fleiri en í síðustu útgáfu ríkissjóðs. Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu, að sögn stjórnvalda. Skuldabréfin eru á gjalddaga 3. júní 2026 og ávöxtunarkröfunni 0,667 prósent. Fjármálaráðherra og hagfræðingur Viðskiptaráðs eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. „Þessi lántaka er staðfesting á greiðum aðgangi ríkissjóðs að fjármagni á alþjóðamörkuðum og sýnir tiltrú fjárfesta á þann viðnámsþrótt sem byggður hefur verið upp á síðustu árum. Hún eykur getu okkar til að mæta afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveiru og endurspeglar mikinn styrk og getu til að sigrast á efnahagslegum afleiðingum hans,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra á vef Stjórnarráðsins. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tjáir sig á svipuðum nótum. Ríkið hafi getað fjármagnað sig á fínum kjörum þó svo að stærsta atvinnugrein landsmanna, ferðaþjónustan, sé botnfrosin. Ágætis þrekpróf fyrir hagkerfið að ríkið geti fjármagnað sig á fínum kjörum erlendis þó að stærsta atvinnugreinin sé stopp og það stefni í einu-sinni-á-öld samdrátt. Um 1,3% álag á þýsk bréf - aðeins 0,5% hærra en fyrir ári síðan.https://t.co/aPiWZE8xdX— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 27, 2020 Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna, sem bera 0,625 prósent fasta vexti. Að sögn hins opinbera bötnuðu kjör ríkissjóðs um 30 punkta vegna mikillar eftirspurnar í útboðsferlinu. Eftirspurnin á að hafa verið 3,4 milljarðar evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Rúmlega 200 eiga að hafa sýnt útboðinu áhuga, eða um helmingi fleiri en í síðustu útgáfu ríkissjóðs. Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu, að sögn stjórnvalda. Skuldabréfin eru á gjalddaga 3. júní 2026 og ávöxtunarkröfunni 0,667 prósent. Fjármálaráðherra og hagfræðingur Viðskiptaráðs eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. „Þessi lántaka er staðfesting á greiðum aðgangi ríkissjóðs að fjármagni á alþjóðamörkuðum og sýnir tiltrú fjárfesta á þann viðnámsþrótt sem byggður hefur verið upp á síðustu árum. Hún eykur getu okkar til að mæta afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveiru og endurspeglar mikinn styrk og getu til að sigrast á efnahagslegum afleiðingum hans,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra á vef Stjórnarráðsins. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tjáir sig á svipuðum nótum. Ríkið hafi getað fjármagnað sig á fínum kjörum þó svo að stærsta atvinnugrein landsmanna, ferðaþjónustan, sé botnfrosin. Ágætis þrekpróf fyrir hagkerfið að ríkið geti fjármagnað sig á fínum kjörum erlendis þó að stærsta atvinnugreinin sé stopp og það stefni í einu-sinni-á-öld samdrátt. Um 1,3% álag á þýsk bréf - aðeins 0,5% hærra en fyrir ári síðan.https://t.co/aPiWZE8xdX— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 27, 2020
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50