Forsætisráðherra segir engan þora á spá um farþegafjölda Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2020 11:52 Á góðum degi fóru um fjörtíu þúsund manns um Keflavíkurflugvöll áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Nú er áætlað að farþegafjöldinn geti farið upp í þrjátíu þúsund manns á mánuði í júní og júlí. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir engan treysta sér til að spá fyrir um flugumferð til Íslands eftir þvi sem líður fram á sumarið. Það sé hins vegar jákvætt að Þýskaland hafi ákveðið að opna fyrir flug til landsins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra bíður nú tillagna frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um hvernig staðið skuli að móttöku farþega á Keflavíkurflugvelli eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Starfshópur skilaði ráðherra skýrslu um málið í gær þar sem mælt er með ýmsum ráðstöfunum varðandi upplýsingagjöf til farþega, skilyrði fyrir komu þeirra til landsins, heimildir til lögreglu til að bregðast við fari farþegar ekki eftir tilmælum og svo framvegis. Sóttvarnarlæknir muni skila tillögum sínum til ráðherra um eða fyrir helgi og í framhaldinu birtir ráðherra ákvörðun sína. Forsætisráðherra segir stöðu mála stöðugt vera að breytast. Það sé jákvætt að Þjóðverjar hafi tilkynnt í gær að þþeir ætli að heimila flug til Íslands frá og með 15. júní.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld munu greiða kostnað við skimun farþega fyrstu tvær vikurnar eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óvissuna í þessum málum enn mikla. „Eins og staðan er núna eru þetta fimm hundruð sýni á dag. Það er gert ráð fyrir að þau afköst geti farið upp í þúsund frá og með miðjum júlí. Það er líka rætt að hugsanlega þurfi að leita til annarra aðila um eitthvert samstarf um þessa skimun,“ segir Katrín. Þar er átt við Íslenska erfðagreiningu sem hefur frá því faraldurinn kom upp skimað tugi þúsunda manna fyrir kórónuveirunni. Forsætisráðherra minnir á að nú séu þrjár vikur þar til opna eigi landamærin og margt geti breyst á þeim tíma. Í gær hafi þær fréttir til að mynda borist að Þjóðverjar ætli að heimila flug til Íslands. „Sem til að mynda eitt og sér breytir þessari mynd. Þannig að það er enginn sem í raun treystir sér til að spá hver flugumferðin nákvæmlega verður til Íslands eftir því sem líður á sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. En í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að allt að fjörtíu þúsund manns hafi farið dag hvern um Keflavíkurflugvöll fyrir kórónuveirufaraldurinn. En nú er horft til að um þrjátíu þúsund manns gætu farið um flugvöllinn í hverjum mánuði fram á haustið. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið. 22. maí 2020 19:45 „Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. 26. maí 2020 19:55 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira
Forsætisráðherra segir engan treysta sér til að spá fyrir um flugumferð til Íslands eftir þvi sem líður fram á sumarið. Það sé hins vegar jákvætt að Þýskaland hafi ákveðið að opna fyrir flug til landsins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra bíður nú tillagna frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um hvernig staðið skuli að móttöku farþega á Keflavíkurflugvelli eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Starfshópur skilaði ráðherra skýrslu um málið í gær þar sem mælt er með ýmsum ráðstöfunum varðandi upplýsingagjöf til farþega, skilyrði fyrir komu þeirra til landsins, heimildir til lögreglu til að bregðast við fari farþegar ekki eftir tilmælum og svo framvegis. Sóttvarnarlæknir muni skila tillögum sínum til ráðherra um eða fyrir helgi og í framhaldinu birtir ráðherra ákvörðun sína. Forsætisráðherra segir stöðu mála stöðugt vera að breytast. Það sé jákvætt að Þjóðverjar hafi tilkynnt í gær að þþeir ætli að heimila flug til Íslands frá og með 15. júní.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld munu greiða kostnað við skimun farþega fyrstu tvær vikurnar eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óvissuna í þessum málum enn mikla. „Eins og staðan er núna eru þetta fimm hundruð sýni á dag. Það er gert ráð fyrir að þau afköst geti farið upp í þúsund frá og með miðjum júlí. Það er líka rætt að hugsanlega þurfi að leita til annarra aðila um eitthvert samstarf um þessa skimun,“ segir Katrín. Þar er átt við Íslenska erfðagreiningu sem hefur frá því faraldurinn kom upp skimað tugi þúsunda manna fyrir kórónuveirunni. Forsætisráðherra minnir á að nú séu þrjár vikur þar til opna eigi landamærin og margt geti breyst á þeim tíma. Í gær hafi þær fréttir til að mynda borist að Þjóðverjar ætli að heimila flug til Íslands. „Sem til að mynda eitt og sér breytir þessari mynd. Þannig að það er enginn sem í raun treystir sér til að spá hver flugumferðin nákvæmlega verður til Íslands eftir því sem líður á sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. En í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að allt að fjörtíu þúsund manns hafi farið dag hvern um Keflavíkurflugvöll fyrir kórónuveirufaraldurinn. En nú er horft til að um þrjátíu þúsund manns gætu farið um flugvöllinn í hverjum mánuði fram á haustið.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið. 22. maí 2020 19:45 „Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. 26. maí 2020 19:55 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira
Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30
Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið. 22. maí 2020 19:45
„Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. 26. maí 2020 19:55
Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30