Bankarnir enn undir vaxtafeldi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 11:07 Seðlabankinn kynnti breytingar á stýrivöxtum fyrir viku. Lítið hefur heyrst frá viðskiptabönkunum síðan. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. Seðlabankastjóri hefur hvatt viðskiptabankana til að skila stýrivaxtalækkunum til viðskiptavina sinna. Stýrivextir hafa fjórum sinnum verið lækkaðir í ár, alls um 2 prósentustig. Þar af voru þeir tvívegis lækkaðir um miðjan mars, um hálft prósentustig í hvort skipti. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn voru þá að jafnaði 2 til 5 daga að tilkynna um breytingar á vaxtakjörum sínum, Arion þeirra sneggstur. Þá gerðu Landsbankinn og Íslandsbanki aftur breytingar á vaxtakjörum sínum í apríl- og maíbyrjun, að sögn þess fyrrnefnda vegna lækkunar bankaskatts sem var hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Arion hafði gert slíkt hið sama og tóku breytingar bankans gildi 1. apríl. Litlar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á vaxtatöflum bankanna þriggja eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Hún lækkaði vexti bankans um 0,75 prósentur á miðvikudag í síðustu viku og eru meginvextir hans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 1 prósent og hafa aldrei verið lægri. Samhljóma talsmenn Aðspurðir um hvort von sé á vaxtabreytingum eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun eru upplýsingafulltrúar bankanna á einu máli: Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Jú, þau mál eru í vinnslu hjá okkur. Þetta er í skoðun hjá bankanum en niðurstaða liggur ekki fyrir. Vilja stuðla að lægri fjármagnskostnaði fólks og fyrirtækja Seðlabankastjóri hefur í samtölum sínum við fjölmiðla frá stýrivaxtalækkuninni hvatt viðskiptabankana til að draga úr vaxtamun, sem aukist hefur að undanförnu. Þrátt fyrir að fyrri stýrivaxtalækkanir hafi skilað sér í lægri vöxtum á lánum til heimila hafi álag bankanna á vexti fyrirtækja ofan á stýrivexti tvöfaldast undanfarið ár. „Við viljum mæta þessu áfalli með lækkun vaxta. Við viljum líka stuðla að því að fjármagnskostnaður bæði heimila og fyrirtækja lækki á þessum erfiðu tímum,“ sagði Ásgeir Jónsson þannig í samtali við fréttastofu fyrir viku. Bönkunum sé þó ákveðin vorkunn, þeir séu að verða fyrir útlánatöpum og þeir hafi því „eðlilegar áhyggjur af framlegð lánastarfseminnar,“ eins og Ásgeir orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Bankarnir hafi „eðlilega átt fullt í fangi með að bregðast við og fara yfir stöðu viðskiptavina sinni áður en risastór skref eru stigin.“ Þá segir Ásgeir að til skoðunar sé innan Seðlabankans hvort grípa þurfi til sérstakra aðgerða ef stýrivaxtalækkanir skila sér ekki til fyrirtækja. Í viðtali við Viðskiptablaðið vildi hann þó lítið gefa upp um hvað komi þar til álita. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. 20. maí 2020 11:02 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Faraldurinn náttúruhamfarir og viðbrögð miðist við það Horfa ætti til fyrri viðbragða við náttúruhamförum á borð við eldgos til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, að mati hagfræðings. Faraldurinn megi flokka sem hamfarir sem bitni nú misjafnlega á fyrirtækjum með ósanngjörnum hætti. 21. maí 2020 23:07 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. Seðlabankastjóri hefur hvatt viðskiptabankana til að skila stýrivaxtalækkunum til viðskiptavina sinna. Stýrivextir hafa fjórum sinnum verið lækkaðir í ár, alls um 2 prósentustig. Þar af voru þeir tvívegis lækkaðir um miðjan mars, um hálft prósentustig í hvort skipti. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn voru þá að jafnaði 2 til 5 daga að tilkynna um breytingar á vaxtakjörum sínum, Arion þeirra sneggstur. Þá gerðu Landsbankinn og Íslandsbanki aftur breytingar á vaxtakjörum sínum í apríl- og maíbyrjun, að sögn þess fyrrnefnda vegna lækkunar bankaskatts sem var hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Arion hafði gert slíkt hið sama og tóku breytingar bankans gildi 1. apríl. Litlar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á vaxtatöflum bankanna þriggja eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Hún lækkaði vexti bankans um 0,75 prósentur á miðvikudag í síðustu viku og eru meginvextir hans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 1 prósent og hafa aldrei verið lægri. Samhljóma talsmenn Aðspurðir um hvort von sé á vaxtabreytingum eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun eru upplýsingafulltrúar bankanna á einu máli: Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Jú, þau mál eru í vinnslu hjá okkur. Þetta er í skoðun hjá bankanum en niðurstaða liggur ekki fyrir. Vilja stuðla að lægri fjármagnskostnaði fólks og fyrirtækja Seðlabankastjóri hefur í samtölum sínum við fjölmiðla frá stýrivaxtalækkuninni hvatt viðskiptabankana til að draga úr vaxtamun, sem aukist hefur að undanförnu. Þrátt fyrir að fyrri stýrivaxtalækkanir hafi skilað sér í lægri vöxtum á lánum til heimila hafi álag bankanna á vexti fyrirtækja ofan á stýrivexti tvöfaldast undanfarið ár. „Við viljum mæta þessu áfalli með lækkun vaxta. Við viljum líka stuðla að því að fjármagnskostnaður bæði heimila og fyrirtækja lækki á þessum erfiðu tímum,“ sagði Ásgeir Jónsson þannig í samtali við fréttastofu fyrir viku. Bönkunum sé þó ákveðin vorkunn, þeir séu að verða fyrir útlánatöpum og þeir hafi því „eðlilegar áhyggjur af framlegð lánastarfseminnar,“ eins og Ásgeir orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Bankarnir hafi „eðlilega átt fullt í fangi með að bregðast við og fara yfir stöðu viðskiptavina sinni áður en risastór skref eru stigin.“ Þá segir Ásgeir að til skoðunar sé innan Seðlabankans hvort grípa þurfi til sérstakra aðgerða ef stýrivaxtalækkanir skila sér ekki til fyrirtækja. Í viðtali við Viðskiptablaðið vildi hann þó lítið gefa upp um hvað komi þar til álita.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. 20. maí 2020 11:02 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Faraldurinn náttúruhamfarir og viðbrögð miðist við það Horfa ætti til fyrri viðbragða við náttúruhamförum á borð við eldgos til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, að mati hagfræðings. Faraldurinn megi flokka sem hamfarir sem bitni nú misjafnlega á fyrirtækjum með ósanngjörnum hætti. 21. maí 2020 23:07 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. 20. maí 2020 11:02
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50
Faraldurinn náttúruhamfarir og viðbrögð miðist við það Horfa ætti til fyrri viðbragða við náttúruhamförum á borð við eldgos til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, að mati hagfræðings. Faraldurinn megi flokka sem hamfarir sem bitni nú misjafnlega á fyrirtækjum með ósanngjörnum hætti. 21. maí 2020 23:07