Boðin vinna sem húsvörður í foreldraviðtali Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2020 13:30 Álftnesingarnir Guðjón Pétur Lýðsson og Kjartan Atli Kjartansson ræða saman. mynd/stöð 2 sport Guðjóni Pétri Lýðssyni, leikmanni Breiðabliks, er ýmislegt fleira til lista lagt en að sparka í fótbolta. Hann er nefnilega með afbrigðum handlaginn sem kemur sér vel í starfi hans sem húsvörður í Urriðaholtsskóla. Kjartan Atli Kjartansson fylgdi Guðjóni eftir í vinnunni í Sportinu í dag og hjálpaði honum m.a. að setja upp töflu. Guðjón hefur unnið í fimm mánuði í Urriðaholtsskóla. Sagan af því hvernig hann fékk starfið er nokkuð skondin. „Ég bý hérna í nágrenninu og var í foreldraviðtali. Ég ætlaði ekki að fara í þetta en Þorgerður skólastjóri sannfærði mig um að þetta gæti verið sniðugt. Ég var nýbúinn að byggja hús og var á milli verka,“ sagði Guðjón. „Ég hef aðeins verið í pólitík og hugsaði að þetta gæti verið góð innsýn í skólann og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Þorgerður vildi fá húsvörð, ég sótti um það og er kominn hingað. Þetta er mjög fínt með fótboltanum.“ Guðjón segir að starfið sé afar fjölbreytt og hann þurfi að sinna hinum ýmsu verkum. „Þetta hentar mjög vel. Þetta er svipað því að byggja. Það eru alls konar verk sem þarf að hoppa í. Þetta er mjög fjölbreytt og enginn dagur er eins. Þú veist aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér,“ sagði Guðjón. Hann segir að Stjörnukrakkarnir í Urriðaholtsskóla taki ekki illa í að húsvörðurinn sé Bliki. „Það er gaman. Það er aðeins verið að skjóta á mann en við höfum það á góðu nótunum. Ég læt vita að, eins og staðan er núna, er Breiðablik betra lið,“ sagði Guðjón en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðjón Pétur í vinnunni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Guðjóni Pétri Lýðssyni, leikmanni Breiðabliks, er ýmislegt fleira til lista lagt en að sparka í fótbolta. Hann er nefnilega með afbrigðum handlaginn sem kemur sér vel í starfi hans sem húsvörður í Urriðaholtsskóla. Kjartan Atli Kjartansson fylgdi Guðjóni eftir í vinnunni í Sportinu í dag og hjálpaði honum m.a. að setja upp töflu. Guðjón hefur unnið í fimm mánuði í Urriðaholtsskóla. Sagan af því hvernig hann fékk starfið er nokkuð skondin. „Ég bý hérna í nágrenninu og var í foreldraviðtali. Ég ætlaði ekki að fara í þetta en Þorgerður skólastjóri sannfærði mig um að þetta gæti verið sniðugt. Ég var nýbúinn að byggja hús og var á milli verka,“ sagði Guðjón. „Ég hef aðeins verið í pólitík og hugsaði að þetta gæti verið góð innsýn í skólann og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Þorgerður vildi fá húsvörð, ég sótti um það og er kominn hingað. Þetta er mjög fínt með fótboltanum.“ Guðjón segir að starfið sé afar fjölbreytt og hann þurfi að sinna hinum ýmsu verkum. „Þetta hentar mjög vel. Þetta er svipað því að byggja. Það eru alls konar verk sem þarf að hoppa í. Þetta er mjög fjölbreytt og enginn dagur er eins. Þú veist aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér,“ sagði Guðjón. Hann segir að Stjörnukrakkarnir í Urriðaholtsskóla taki ekki illa í að húsvörðurinn sé Bliki. „Það er gaman. Það er aðeins verið að skjóta á mann en við höfum það á góðu nótunum. Ég læt vita að, eins og staðan er núna, er Breiðablik betra lið,“ sagði Guðjón en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðjón Pétur í vinnunni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira