Búið að sýna fram á fyrstu lygina hjá Michael Jordan í „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2020 10:30 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls í kringum þann tíma sem hann komst loksins í gegnum Detroit Pistons liðið. Getty/Focus Michael Jordan talaði um það í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei sagt það að hann vildi ekki Isiah Thomas í Draumaliðið í Barcelona 1992. Nú hefur gömul hljóðupptaka með Jordan komið fram í bandarískum fjölmiðlum. Jordan rifjar þar upp að hann hafi sagt það á sínum tíma að hann myndi ekki spila með Draumaliðinu ef Isiah Thomas yrði með í því liði. Mikið var gert úr því sem Jordan sagði um Isiah Thomas í „The Last Dance“ þáttunum og þá sérstaklega að hann væri enn brjálaður út í gamla Detriot Pistons manninn þrjátíu árum síðar. Maybe this will put an end to the lingering debate, reignited by ESPN s The Last Dance documentary, over whether Jordan refused to play for the 1992 U.S. Olympic Dream Team if Thomas were chosen. https://t.co/pTSOwofLb7— Post Sports (@PostSports) May 26, 2020 Valið á draumaliðinu fræga kom skömmu eftir leikinn sem gerði Jordan svona öskureiðan út í Isiah Thomas og félaga í Detriot Pistons. Thomas og stjörnur Detroit liðsins yfirgáfu þá leikinn áður en hann kláraðist og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir seríuna sem endaði 4-0 fyrir Bulls. Þetta var í fyrsta sinn sem Chicago Bulls tókst að komast í gegnum Detriot Pistons í úrslitakeppninni og nokkrum vikum seinna var Jordan orðinn NBA meistari í fyrsta sinn. Hljóðupptakan er kannski ekki alveg skýr en þar var Jordan að ræða við Jack McCallum sem skrifaði bókina „Dream Team“ sem kom út árið 2012. Upptakan er síðan 2011. McCallum hefur staðfest það að þetta sé upptakan og það sé þar rétt haft eftir Jordan. Blaðamaður Washington Post skrifaði upp það sem Jordan sagði í þessu viðtali. Audio of Michael Jordan admitting that he told Rod Thorn that he wouldn't play on Dream Team if Isiah Thomas was on the team pic.twitter.com/TXI27fRFhV— Viral Sports (@NotScTop10plays) May 25, 2020 „Rod Thorn [Yfirmaður valnefndar Ólympíuliðsins og maðurinn sem valdi Jordan í nýliðavalinu] hringdi í mig,“ sagði Jordan. „Ég sagði: Rod, ég spila ekki ef Isiah Thomas er í liðinu. Hann fullvissaði mig um að svo væri ekki: Veistu hvað. Chuck vill ekki hafa Isiah. Isiah verður því ekki í liðinu,“ rifjaði Michael Jordan upp í þessu níu ára gamla viðtali. Chuck er Chuck Daly, sem var ekki aðeins þjálfari bandaríska Ólympíuliðsins í Barcelona 1992 heldur einnig þjálfari Thomas hjá Detriot Pistons. Jordan sagði í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei nefnt Isiah Thomas á nafn þegar hann var spurður en Jordan sagði að það hefði verið allt önnur stemmning í liðinu hefði Thomas verið með í Barcelona 1992. NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Michael Jordan talaði um það í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei sagt það að hann vildi ekki Isiah Thomas í Draumaliðið í Barcelona 1992. Nú hefur gömul hljóðupptaka með Jordan komið fram í bandarískum fjölmiðlum. Jordan rifjar þar upp að hann hafi sagt það á sínum tíma að hann myndi ekki spila með Draumaliðinu ef Isiah Thomas yrði með í því liði. Mikið var gert úr því sem Jordan sagði um Isiah Thomas í „The Last Dance“ þáttunum og þá sérstaklega að hann væri enn brjálaður út í gamla Detriot Pistons manninn þrjátíu árum síðar. Maybe this will put an end to the lingering debate, reignited by ESPN s The Last Dance documentary, over whether Jordan refused to play for the 1992 U.S. Olympic Dream Team if Thomas were chosen. https://t.co/pTSOwofLb7— Post Sports (@PostSports) May 26, 2020 Valið á draumaliðinu fræga kom skömmu eftir leikinn sem gerði Jordan svona öskureiðan út í Isiah Thomas og félaga í Detriot Pistons. Thomas og stjörnur Detroit liðsins yfirgáfu þá leikinn áður en hann kláraðist og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir seríuna sem endaði 4-0 fyrir Bulls. Þetta var í fyrsta sinn sem Chicago Bulls tókst að komast í gegnum Detriot Pistons í úrslitakeppninni og nokkrum vikum seinna var Jordan orðinn NBA meistari í fyrsta sinn. Hljóðupptakan er kannski ekki alveg skýr en þar var Jordan að ræða við Jack McCallum sem skrifaði bókina „Dream Team“ sem kom út árið 2012. Upptakan er síðan 2011. McCallum hefur staðfest það að þetta sé upptakan og það sé þar rétt haft eftir Jordan. Blaðamaður Washington Post skrifaði upp það sem Jordan sagði í þessu viðtali. Audio of Michael Jordan admitting that he told Rod Thorn that he wouldn't play on Dream Team if Isiah Thomas was on the team pic.twitter.com/TXI27fRFhV— Viral Sports (@NotScTop10plays) May 25, 2020 „Rod Thorn [Yfirmaður valnefndar Ólympíuliðsins og maðurinn sem valdi Jordan í nýliðavalinu] hringdi í mig,“ sagði Jordan. „Ég sagði: Rod, ég spila ekki ef Isiah Thomas er í liðinu. Hann fullvissaði mig um að svo væri ekki: Veistu hvað. Chuck vill ekki hafa Isiah. Isiah verður því ekki í liðinu,“ rifjaði Michael Jordan upp í þessu níu ára gamla viðtali. Chuck er Chuck Daly, sem var ekki aðeins þjálfari bandaríska Ólympíuliðsins í Barcelona 1992 heldur einnig þjálfari Thomas hjá Detriot Pistons. Jordan sagði í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei nefnt Isiah Thomas á nafn þegar hann var spurður en Jordan sagði að það hefði verið allt önnur stemmning í liðinu hefði Thomas verið með í Barcelona 1992.
NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira