Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:05 Skjáskot úr myndbandi sem náðist af handtöku Floyds má sjá til vinstri. Til hægri sjást mótmælendur í Minneapolis. Samsett/getty Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. Myndband náðist af atvikinu sem leitt hefur til fjölmennra mótmæla og óeirða í ríkinu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur andlát mannsins nú til rannsóknar. Maðurinn hét George Floyd, var 46 ára og vann sem öryggisvörður á veitingastað. Hann var handtekinn í Minneapolis, höfuðborg Minnesota, á mánudagskvöld. Í myndbandi sem tekið var upp af vettvangi handtökunnar sést hvítur lögreglumaður krjúpa ofan á Floyd og þrýsta hné sínu á háls honum. Floyd heyrist hrópa: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þar sem hann liggur á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Medaria Arradondo, lögreglustjóri í Minneapolis, tilkynnti í gær að fjórir lögreglumenn væru nú „fyrrverandi starfsmenn“ lögregluembættisins. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, staðfesti síðdegis í gær að lögregluþjónunum hefði verið sagt upp störfum. Það hefði verið „rétt ákvörðun“. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman á götum borgarinnar vegna andláts Floyd í gærkvöldi. Sumir mótmælenda báru skilti með orðunum „Ég næ ekki andanum“ og „ákærum lögregluna“. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að um hafi verið að ræða fjölmennustu mótmæli gegn lögregluofbeldi í garð svartra á síðustu árum. Margir mótmælendur létu reiði sína í ljós við lögreglumenn sem stóðu vaktina á staðnum; hentu í þá vatnsflöskum og hrópuðu að þeim ókvæðisorð. Lögregla sprautaði að endingu táragasi yfir hópinn er hann nálgaðist lögreglustöðina. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin á andláti Floyds. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22 Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. Myndband náðist af atvikinu sem leitt hefur til fjölmennra mótmæla og óeirða í ríkinu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur andlát mannsins nú til rannsóknar. Maðurinn hét George Floyd, var 46 ára og vann sem öryggisvörður á veitingastað. Hann var handtekinn í Minneapolis, höfuðborg Minnesota, á mánudagskvöld. Í myndbandi sem tekið var upp af vettvangi handtökunnar sést hvítur lögreglumaður krjúpa ofan á Floyd og þrýsta hné sínu á háls honum. Floyd heyrist hrópa: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þar sem hann liggur á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Medaria Arradondo, lögreglustjóri í Minneapolis, tilkynnti í gær að fjórir lögreglumenn væru nú „fyrrverandi starfsmenn“ lögregluembættisins. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, staðfesti síðdegis í gær að lögregluþjónunum hefði verið sagt upp störfum. Það hefði verið „rétt ákvörðun“. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman á götum borgarinnar vegna andláts Floyd í gærkvöldi. Sumir mótmælenda báru skilti með orðunum „Ég næ ekki andanum“ og „ákærum lögregluna“. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að um hafi verið að ræða fjölmennustu mótmæli gegn lögregluofbeldi í garð svartra á síðustu árum. Margir mótmælendur létu reiði sína í ljós við lögreglumenn sem stóðu vaktina á staðnum; hentu í þá vatnsflöskum og hrópuðu að þeim ókvæðisorð. Lögregla sprautaði að endingu táragasi yfir hópinn er hann nálgaðist lögreglustöðina. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin á andláti Floyds.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22 Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
„Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22
Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22