Erlent

Stærsta stökkið í fjölda smita síðustu fimm­tíu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Nú eru staðfest tilfelli í Suður-Kóreu orðin 11.256 og eru 269 dauðsföll þar rakin til Covid-19.
Nú eru staðfest tilfelli í Suður-Kóreu orðin 11.256 og eru 269 dauðsföll þar rakin til Covid-19. Chung Sung-Jun

Fjörutíu ný tilfelli kórónuveirunnar voru staðfest í Suður-Kóreu síðasta sólarhringinn og er það stærsta stökk í fjölda smita á einum degi í fimmtíu daga samfellt.

Í frétt Guardian segir að óttast sé að faraldurinn sé að taka við sér þar á nýju en Suður-Kórea hefur verið tekið sem dæmi um land þar sem vel hefur gengið að vinna bug á faraldrinum en þar hefur smitrakningu verið beitt með góðum árangri.

Nú eru staðfest tilfelli í Suður-Kóreu orðin 11.256 og eru 269 dauðsföll rakin til Covid-19.

Langflest nýju tilfellin hafa komið upp í höfuðborginni Seúl og hafa þau þegar verið rakin til næturklúbba, karíókí-staða og vöruhúss netverslunar. Þrjú smitana eru síðan rakin til fólks sem var að koma erlendis frá.

Óttast er að þetta geti sett strik í reikninginn hjá landsmönnum þar sem lífið hefur verið að færast í samt lag að nýju síðustu daga og vikur. Í dag áttu til að mynda tvær milljónir skólabarna að setjast aftur á skólabekk eftir langt hlé.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×