Séra Skírnir íhugar málaferli gegn biskupi Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2020 07:04 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Baldur Séra Skírnir Garðarsson íhugar að stefna þjóðkirkjunni eða Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna þjónustuloka hans sem prests. Skírni var vikið úr starfi í apríl fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Skírnir Garðarsson. Í samtali við Fréttablaðið segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Skírnis, að verið sé að skoða hvort stefna eigi þjóðkirkjunni, biskupi eða báðum vegna málsins. Í Fréttablaðinu segir einnig að Skírnir hafi krafist þess fyrr í mánuðinum að fá að snúa aftur til starfa. Í kröfubréfi Skírnis segist hann iðrast þess að hafa „brotið trúnað gagnvart kirkjunni og skjólstæðingi mínum“. Í lok apríl gaf Biskupsstofa út yfirlýsingu um mál Skírnis þar sem því var alfarið neitað að brotið hafi verið á honum með uppsögninni. Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Trúnaðarskylda presta hornsteinn í sambandi þeirra við skjólstæðinga „Rjúfi prestur trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs- og siðareglur presta.“ Þetta segir í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni um trúnaðarskildu presta en umræða fór af stað um hana vegna ásakana Skírnis Garðarsonar prests á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 13. apríl 2020 17:09 Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Skírnir Garðarson prestur segir sömu konu og grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju. 11. apríl 2020 23:31 Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. 28. apríl 2020 08:53 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Séra Skírnir Garðarsson íhugar að stefna þjóðkirkjunni eða Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna þjónustuloka hans sem prests. Skírni var vikið úr starfi í apríl fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Skírnir Garðarsson. Í samtali við Fréttablaðið segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Skírnis, að verið sé að skoða hvort stefna eigi þjóðkirkjunni, biskupi eða báðum vegna málsins. Í Fréttablaðinu segir einnig að Skírnir hafi krafist þess fyrr í mánuðinum að fá að snúa aftur til starfa. Í kröfubréfi Skírnis segist hann iðrast þess að hafa „brotið trúnað gagnvart kirkjunni og skjólstæðingi mínum“. Í lok apríl gaf Biskupsstofa út yfirlýsingu um mál Skírnis þar sem því var alfarið neitað að brotið hafi verið á honum með uppsögninni. Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Trúnaðarskylda presta hornsteinn í sambandi þeirra við skjólstæðinga „Rjúfi prestur trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs- og siðareglur presta.“ Þetta segir í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni um trúnaðarskildu presta en umræða fór af stað um hana vegna ásakana Skírnis Garðarsonar prests á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 13. apríl 2020 17:09 Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Skírnir Garðarson prestur segir sömu konu og grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju. 11. apríl 2020 23:31 Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. 28. apríl 2020 08:53 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Trúnaðarskylda presta hornsteinn í sambandi þeirra við skjólstæðinga „Rjúfi prestur trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs- og siðareglur presta.“ Þetta segir í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni um trúnaðarskildu presta en umræða fór af stað um hana vegna ásakana Skírnis Garðarsonar prests á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 13. apríl 2020 17:09
Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Skírnir Garðarson prestur segir sömu konu og grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju. 11. apríl 2020 23:31
Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. 28. apríl 2020 08:53