Evrópuríki huga að afléttingu ferðatakmarkana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. maí 2020 19:00 Stopp, segir hér á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Til stendur að aflétta takmörkunum á þessum landamærum þann 15. júní. EPA/Lukas Barth-Tuttas Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist í rénun víðast hvar í álfunni huga stjórnvöld að því að koma lífi í ferðaþjónustuna á nýjan leik. Fimmtándi júní hefur verið ofarlega í huga margra evrópskra ríkisstjórna, ekki bara Þjóðverja. Fyrir hafa Ítalir, Austurríkismenn, Frakkar, Íslendingar, Pólverjar, Svisslendingar og fleiri tilkynnt um eða sagst hafa áhuga á að aflétta ferðaviðvörunum á þessum tíma. Ljóst er að áætlanir eru víðast hvar enn í vinnslu og margt því enn óljóst. Elskhugar Dana mega koma í heimsókn Danir sögðust í dag ætla að víkka reglurnar á sínum landamærum. Nú mega Norðurlandabúar og Þjóðverjar fara til Danmerkur ætli þeir að stunda viðskipti, eigi sumarhús í landinu, danska ættingja eða geti sýnt fram á að það eigi í ástarsambandi við Dana. En hvernig getur maður sýnt fram á slíkt? Allan Dalager, aðstoðarlögreglustjóri á Suður-Jótlandi, sagði til dæmis hægt að sýna gamla ljósmynd. Jú eða bara einhvers konar skjöl sem gætu sýnt fram á að sambandið sé raunverulegt. Kýpverjar útiloka Svía Ýmis önnur ríki ætla nú að opna landamærin á ný. Kýpverjar eru þar á meðal en hafa þó gert óvenjulega undantekningu. Svíar eru sérstaklega teknir út fyrir sviga vegna hárrar smittíðni og dánartíðni. Svíar óttast því um sumarfríin. „Það er afar óheppilegt að Svíþjóð skuli skilin út undan. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sóttvarnir eru í algjörum forgangi. Það er okkar nálgun,“ sagði Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra Svía, um málið á blaðamannafundi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist í rénun víðast hvar í álfunni huga stjórnvöld að því að koma lífi í ferðaþjónustuna á nýjan leik. Fimmtándi júní hefur verið ofarlega í huga margra evrópskra ríkisstjórna, ekki bara Þjóðverja. Fyrir hafa Ítalir, Austurríkismenn, Frakkar, Íslendingar, Pólverjar, Svisslendingar og fleiri tilkynnt um eða sagst hafa áhuga á að aflétta ferðaviðvörunum á þessum tíma. Ljóst er að áætlanir eru víðast hvar enn í vinnslu og margt því enn óljóst. Elskhugar Dana mega koma í heimsókn Danir sögðust í dag ætla að víkka reglurnar á sínum landamærum. Nú mega Norðurlandabúar og Þjóðverjar fara til Danmerkur ætli þeir að stunda viðskipti, eigi sumarhús í landinu, danska ættingja eða geti sýnt fram á að það eigi í ástarsambandi við Dana. En hvernig getur maður sýnt fram á slíkt? Allan Dalager, aðstoðarlögreglustjóri á Suður-Jótlandi, sagði til dæmis hægt að sýna gamla ljósmynd. Jú eða bara einhvers konar skjöl sem gætu sýnt fram á að sambandið sé raunverulegt. Kýpverjar útiloka Svía Ýmis önnur ríki ætla nú að opna landamærin á ný. Kýpverjar eru þar á meðal en hafa þó gert óvenjulega undantekningu. Svíar eru sérstaklega teknir út fyrir sviga vegna hárrar smittíðni og dánartíðni. Svíar óttast því um sumarfríin. „Það er afar óheppilegt að Svíþjóð skuli skilin út undan. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sóttvarnir eru í algjörum forgangi. Það er okkar nálgun,“ sagði Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra Svía, um málið á blaðamannafundi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira