Metfjöldi innsendinga í FÍT 2020: Það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. maí 2020 15:00 Kristín Eva Ólafsdóttir formaður FÍT, Félags íslenskra teiknara, ásamt nokkrum verkanna sem tilnefnd voru í ár. Mynd/FÍT Alls voru 440 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2020. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en úrslitin verða kynnt hér á Vísi næstu daga. „Það var allt klárt fyrir verðlaunahátíðina í mars þegar samkomubannið var sett,“ segir Kristín Eva Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra teiknara, en FÍT stendur árlega fyrir verðlaunasamkeppni þar sem bestu verk ársins í grafískri hönnun og myndlýsingu eru verðlaunuð. Verðlaunahátíðin átti að fara fram við hátíðlega athöfn í Gamla bíói en var frestað vegna samkomubanns. Eftirminnilegt og áhrifamikið „Við í stjórn FÍT erum búin að fara í marga hringi með mögulegar útfærslur á verðlaunahátíðinni en ákváðum að fresta þessu ekki frekar og birta úrslitin á Vísi.. Á þann hátt eru öll verðlaunuð verk aðgengileg almenningi og fá góða umfjöllun þar sem umsagnir um öll verðlaunuð og viðurkennd verk fylgja. Einnig verður hin árlega sýning félagsins með smærra sniði í ár, en sýningin hefur verið meðal mest sóttu viðburða Hönnunarmars. Í kjölfarið ætlum við að setja aukinn þunga á nýja vefsíðu félagsins og almenn kynningarstörf á félaginu og félagsmönnum, en vonandi getum við fagnað á hefðbundinn hátt að ári“ segir Kristín Eva. Tilnefnt er í 21 flokki og ná þeir yfir helstu undirflokka grafískrar hönnunar. Má þar nefna skjágrafík, vefhönnun, prentverk, hönnun auglýsinga og myndlýsingar en öll tilnefnd verk hafa verið kynnt á samfélagsmiðlum félagsins síðastliðnar vikur. Að endingu eru veitt sérstök aðalverðlaun til þess verks sem þykir skara fram úr á meðal allra verðlaunaðra verka en til þess að hljóta þau þarf einstaka hugmyndavinnu, útfærslu og gæði sem skilgreinir eða endurskilgreinir svið sitt. Verkið þarf að vera eftirminnilegt og áhrifamikið í sínum flokki og góður fulltrúi fyrir sköpunargáfu Íslendinga í samkeppnum á alþjóðavísu. „Tilnefningum fjölgar um 15 prósent á milli ára sem er einstaklega ánægjulegt,“ segir Kristín Eva. „Keppnin nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT, enda skipta tilnefningar máli því fyrir utan heiðurinn öðlast öll tilnefnd verkefni þátttökurétt í Evrópuverðlaunum fagfélaga ADC*E (Art Directors Club of Europe) sem FÍT er aðili að.“ Formenn dómnefnda 2020: Rósa Hrund Kristjánsdóttir, Guðmundur Bjarni Sigurðsson, Alexandra Buhl og Hörður Lárusson.Mynd/FÍT Fámennur markaður en fagleg dómnefnd Formenn dómnefnda í ár voru Alexandra Buhl (prent), Guðmundur Bjarni Sigurðsson (skjár), Hörður Lárusson (mörkun) og Rósa Hrund Kristjánsdóttir (auglýsingar) en við val á fólki í dómnefnd er þess gætt að viðkomandi hafi sérþekkingu á viðfangsefninu. Einnig var passað upp á jafna skiptingu auglýsingastofa og sjálfstætt starfandi hönnuða. Tryggt var að kynjahlutfall væri jafnt. „Við treystum á faglegt og heiðarlegt mat dómnefndarmeðlima og höfum farið að erlendum fyrirmyndum við þróun keppninnar,“ segir Kristín. „Á fámennum markaði eins og á Íslandi er ekki hjá því komist að dómarar tengist eða eigi jafnvel eitt af innsendum verkum en þá þarf viðkomandi að yfirgefa rýmið á meðan aðrir dómarar fjalla um verkið og hefur það gefið góða raun.“ Eins og fyrr segir er FÍT aðili að Evrópusamtökum hönnuða, Art Directors Club of Europe en síðastliðið haust hélt öll stjórn FÍT út til Barcelona til að fylgjast með skipulagi og útfærslu hátíðarinnar ytra, sem er mun stærri í sniðum en hér heima. Stjórn FÍT 2019- 2020: Kristín Eva Ólafsdóttir (formaður), Helena Rut Sveinsdóttir, Linda Ólafsdottir (fulltrúi Fyrirmyndar), Þorleifur Gunnar Gíslason, Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir og Gísli Arnarson (varaformaður). Á myndina vantar Anton Ilugason sem kom inn sem fulltrúi nemenda.Mynd/FÍT „Þetta var ótrúlega góð og gagnleg ferð og styrkti böndin við sambærileg félög víða í Evrópu. Í kjölfarið hafa svo ýmis félög leitað ráða til okkar varðandi útfærslur á samfélagsmiðlum og því öfluga kynningarstarfi sem við höfum rekið þar, en félagsmenn og aðrir hafa fengið að taka yfir Instagram Story FÍT til persónulegra kynninga í viku í senn sem hefur verið frábært að fylgjast með, enda ótrúlega fjölbreytt og flott verkefni sem félagar í FÍT vinna að“ segir Kristín Eva. Úrslitin verða tilkynnt hér á Vísi næstu þrjá daga Miðvikudagur 27/5 09:00 Mörkun 12:00 Prent Fimmtudagur 28/5 09:00 Skjáflokkur 12:00 Auglýsingar Föstudagur 29/5 09:00 Aðalverðlaun FÍT Tíska og hönnun Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Alls voru 440 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2020. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en úrslitin verða kynnt hér á Vísi næstu daga. „Það var allt klárt fyrir verðlaunahátíðina í mars þegar samkomubannið var sett,“ segir Kristín Eva Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra teiknara, en FÍT stendur árlega fyrir verðlaunasamkeppni þar sem bestu verk ársins í grafískri hönnun og myndlýsingu eru verðlaunuð. Verðlaunahátíðin átti að fara fram við hátíðlega athöfn í Gamla bíói en var frestað vegna samkomubanns. Eftirminnilegt og áhrifamikið „Við í stjórn FÍT erum búin að fara í marga hringi með mögulegar útfærslur á verðlaunahátíðinni en ákváðum að fresta þessu ekki frekar og birta úrslitin á Vísi.. Á þann hátt eru öll verðlaunuð verk aðgengileg almenningi og fá góða umfjöllun þar sem umsagnir um öll verðlaunuð og viðurkennd verk fylgja. Einnig verður hin árlega sýning félagsins með smærra sniði í ár, en sýningin hefur verið meðal mest sóttu viðburða Hönnunarmars. Í kjölfarið ætlum við að setja aukinn þunga á nýja vefsíðu félagsins og almenn kynningarstörf á félaginu og félagsmönnum, en vonandi getum við fagnað á hefðbundinn hátt að ári“ segir Kristín Eva. Tilnefnt er í 21 flokki og ná þeir yfir helstu undirflokka grafískrar hönnunar. Má þar nefna skjágrafík, vefhönnun, prentverk, hönnun auglýsinga og myndlýsingar en öll tilnefnd verk hafa verið kynnt á samfélagsmiðlum félagsins síðastliðnar vikur. Að endingu eru veitt sérstök aðalverðlaun til þess verks sem þykir skara fram úr á meðal allra verðlaunaðra verka en til þess að hljóta þau þarf einstaka hugmyndavinnu, útfærslu og gæði sem skilgreinir eða endurskilgreinir svið sitt. Verkið þarf að vera eftirminnilegt og áhrifamikið í sínum flokki og góður fulltrúi fyrir sköpunargáfu Íslendinga í samkeppnum á alþjóðavísu. „Tilnefningum fjölgar um 15 prósent á milli ára sem er einstaklega ánægjulegt,“ segir Kristín Eva. „Keppnin nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT, enda skipta tilnefningar máli því fyrir utan heiðurinn öðlast öll tilnefnd verkefni þátttökurétt í Evrópuverðlaunum fagfélaga ADC*E (Art Directors Club of Europe) sem FÍT er aðili að.“ Formenn dómnefnda 2020: Rósa Hrund Kristjánsdóttir, Guðmundur Bjarni Sigurðsson, Alexandra Buhl og Hörður Lárusson.Mynd/FÍT Fámennur markaður en fagleg dómnefnd Formenn dómnefnda í ár voru Alexandra Buhl (prent), Guðmundur Bjarni Sigurðsson (skjár), Hörður Lárusson (mörkun) og Rósa Hrund Kristjánsdóttir (auglýsingar) en við val á fólki í dómnefnd er þess gætt að viðkomandi hafi sérþekkingu á viðfangsefninu. Einnig var passað upp á jafna skiptingu auglýsingastofa og sjálfstætt starfandi hönnuða. Tryggt var að kynjahlutfall væri jafnt. „Við treystum á faglegt og heiðarlegt mat dómnefndarmeðlima og höfum farið að erlendum fyrirmyndum við þróun keppninnar,“ segir Kristín. „Á fámennum markaði eins og á Íslandi er ekki hjá því komist að dómarar tengist eða eigi jafnvel eitt af innsendum verkum en þá þarf viðkomandi að yfirgefa rýmið á meðan aðrir dómarar fjalla um verkið og hefur það gefið góða raun.“ Eins og fyrr segir er FÍT aðili að Evrópusamtökum hönnuða, Art Directors Club of Europe en síðastliðið haust hélt öll stjórn FÍT út til Barcelona til að fylgjast með skipulagi og útfærslu hátíðarinnar ytra, sem er mun stærri í sniðum en hér heima. Stjórn FÍT 2019- 2020: Kristín Eva Ólafsdóttir (formaður), Helena Rut Sveinsdóttir, Linda Ólafsdottir (fulltrúi Fyrirmyndar), Þorleifur Gunnar Gíslason, Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir og Gísli Arnarson (varaformaður). Á myndina vantar Anton Ilugason sem kom inn sem fulltrúi nemenda.Mynd/FÍT „Þetta var ótrúlega góð og gagnleg ferð og styrkti böndin við sambærileg félög víða í Evrópu. Í kjölfarið hafa svo ýmis félög leitað ráða til okkar varðandi útfærslur á samfélagsmiðlum og því öfluga kynningarstarfi sem við höfum rekið þar, en félagsmenn og aðrir hafa fengið að taka yfir Instagram Story FÍT til persónulegra kynninga í viku í senn sem hefur verið frábært að fylgjast með, enda ótrúlega fjölbreytt og flott verkefni sem félagar í FÍT vinna að“ segir Kristín Eva. Úrslitin verða tilkynnt hér á Vísi næstu þrjá daga Miðvikudagur 27/5 09:00 Mörkun 12:00 Prent Fimmtudagur 28/5 09:00 Skjáflokkur 12:00 Auglýsingar Föstudagur 29/5 09:00 Aðalverðlaun FÍT
Tíska og hönnun Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira