Stjarnan slapp með skrekkinn í búningadeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 12:18 Líkt og í þessum leik hafði Stjarnan betur, hér má sjá Stjörnumenn í Jako-búningum frá Namo ehf. Vísir/Andri Marinó Íþróttafélagið Stjarnan þarf ekki að greiða Namo ehf. rétt tæpar þrjár milljónir eftir að ágreiningur kom upp um það hvort íþróttafélaginu bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á íþróttafatnað sem Namo útvegaði. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness. Forsaga málsins er sú að þann 24. febrúar 2015 undirrituðu Stjarnan og Namo ehf. samstarfssamning. Tilgangur samningsins var sá að allir iðkendur Stjörnunnar,í öllum deildum utan knattspyrnudeildar, myndu nota sama félagsgalla, Stjörnugalla frá Jako. Samningurinn var í gildi út nóvember 2017. Stjarnan átti inneign á ári hverju Í samningnum var ákvæði um að Namo myndi árlega útvega Stjörnunni vörur að fjárhæð 14,6 milljónir án endurgjalds. Um var að ræða úttektarheimild sem færð var til inneignar á viðskiptareikning Stjörnunnar hjá Namo. Í lok ársins 2016 kom hins vegar upp ágreiningur um greiðslur fyrir merkingar á þeim búningum sem Namo afhenti samkvæmt samningnum, og hvort kostnaður við merkingar ætti að færast á inneign Stjörnunnar hjá Namo, eða hvort greiða átti sérstaklega fyrir þær, líkt og Namo taldi. Taldi að greiða ætti sérstaklega fyrir númer, nöfn og auglýsingar Namo taldi að Stjörnunni bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á borð við Stjörnumerkið, númer, nöfniðkenda og félagsins, og auglýsingar. Um væri að ræða aukaþjónustu sem staðið hafi fyrir utan umræddan samning, ekkert hafi staðið í samningnum um að slík þjónusta hafi átt að vera endurgjaldslaus. Stjarnan greip til varna í málinu, líkt og hér í leik gegn Selfossi árið 2018.Vísir/Daníel Þór. Stjarnan taldi hins vegar að ekkert mætti finna í samningnum um að félaginu bæri sérstaka skyldu til að greiða sérstaklega fyrir merkingar félagsins á búningana né að tekið væri fram að kostnaður vegna merkinga væri ekki meðal þess sem falli undir skilmála samningsins um að Stjarnan gæti nýtt sér inneign félagsins hjá Namo. Þannig taldi félagið að það hafi greitt fyrir merkingarnar með því að draga á umrædda inneign. Stjörnugalli ekki Stjörnugalli án Stjörnumerkisins Þá hafi umræddur íþróttagalli verið sérstaklega skilgreindur sem Stjörnugallinn í samningum, það er galli með merkingum íþróttafélagsins. Búningur án merkinga félagsins gæti ekki talist Stjörnugalli. Í dómi Héraðsdóms er tekið undir röksemdir Stjörnunnar í málinu. Er þar vísað til þess að í samningnum megi finna ákvæði um Stjörnugallann þar sem fram komi að gallinn sé merktur með merki Stjörnunnar. Þannig hafi verið ljóst að afhenda ætti vörurnar með félagsmerki Stjörnunnar „enda eðli málsins samkvæmt ekki um „Stjörnugalla/félagsgalla“ að ræða nema að merki félagsins komi þar fram,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms. Ekki keppnisbúningur án númers Var aðalkröfu Nemo því hafnað, auk þess sem að varakröfu félagsins um greiðslu upp á 2,1 milljónir var einnig hafnað, en sú krafa byggði á kostnaði við merkingar umræddra galla, að frádregnum kostnaði við merkingu Stjörnumerkisins. Vísaði héraðsdómur meðal annars til þess að í samningnum komi fram að Nemo hafi skuldbundið sig til að útvega keppnisgalla. Samkvæmt reglum HSÍ og KKÍ er skylt að númeramerkja búningana og því hafi Nemo mátt vita að keppnisbúningar þyrftu að vera númeramerktir við afhendingu. Þá leit héraðsdómur svo á að Stjarnan hafi greitt fyrir aðrar merkingar með þeirri inneign sem félagið átti hjá Namo, en félagið átti verulegar upphæðir inni hjá Namo að því er fram kemur í dómi héraðsdóms þegar samningurinn rann út. Var Stjarnan því sýknuð af öllum kröfum Namo, auk þess sem að Namo þarf að greiða Stjörnunni 1,2 milljónir í málskostnað. Dómsmál Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Íþróttafélagið Stjarnan þarf ekki að greiða Namo ehf. rétt tæpar þrjár milljónir eftir að ágreiningur kom upp um það hvort íþróttafélaginu bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á íþróttafatnað sem Namo útvegaði. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness. Forsaga málsins er sú að þann 24. febrúar 2015 undirrituðu Stjarnan og Namo ehf. samstarfssamning. Tilgangur samningsins var sá að allir iðkendur Stjörnunnar,í öllum deildum utan knattspyrnudeildar, myndu nota sama félagsgalla, Stjörnugalla frá Jako. Samningurinn var í gildi út nóvember 2017. Stjarnan átti inneign á ári hverju Í samningnum var ákvæði um að Namo myndi árlega útvega Stjörnunni vörur að fjárhæð 14,6 milljónir án endurgjalds. Um var að ræða úttektarheimild sem færð var til inneignar á viðskiptareikning Stjörnunnar hjá Namo. Í lok ársins 2016 kom hins vegar upp ágreiningur um greiðslur fyrir merkingar á þeim búningum sem Namo afhenti samkvæmt samningnum, og hvort kostnaður við merkingar ætti að færast á inneign Stjörnunnar hjá Namo, eða hvort greiða átti sérstaklega fyrir þær, líkt og Namo taldi. Taldi að greiða ætti sérstaklega fyrir númer, nöfn og auglýsingar Namo taldi að Stjörnunni bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á borð við Stjörnumerkið, númer, nöfniðkenda og félagsins, og auglýsingar. Um væri að ræða aukaþjónustu sem staðið hafi fyrir utan umræddan samning, ekkert hafi staðið í samningnum um að slík þjónusta hafi átt að vera endurgjaldslaus. Stjarnan greip til varna í málinu, líkt og hér í leik gegn Selfossi árið 2018.Vísir/Daníel Þór. Stjarnan taldi hins vegar að ekkert mætti finna í samningnum um að félaginu bæri sérstaka skyldu til að greiða sérstaklega fyrir merkingar félagsins á búningana né að tekið væri fram að kostnaður vegna merkinga væri ekki meðal þess sem falli undir skilmála samningsins um að Stjarnan gæti nýtt sér inneign félagsins hjá Namo. Þannig taldi félagið að það hafi greitt fyrir merkingarnar með því að draga á umrædda inneign. Stjörnugalli ekki Stjörnugalli án Stjörnumerkisins Þá hafi umræddur íþróttagalli verið sérstaklega skilgreindur sem Stjörnugallinn í samningum, það er galli með merkingum íþróttafélagsins. Búningur án merkinga félagsins gæti ekki talist Stjörnugalli. Í dómi Héraðsdóms er tekið undir röksemdir Stjörnunnar í málinu. Er þar vísað til þess að í samningnum megi finna ákvæði um Stjörnugallann þar sem fram komi að gallinn sé merktur með merki Stjörnunnar. Þannig hafi verið ljóst að afhenda ætti vörurnar með félagsmerki Stjörnunnar „enda eðli málsins samkvæmt ekki um „Stjörnugalla/félagsgalla“ að ræða nema að merki félagsins komi þar fram,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms. Ekki keppnisbúningur án númers Var aðalkröfu Nemo því hafnað, auk þess sem að varakröfu félagsins um greiðslu upp á 2,1 milljónir var einnig hafnað, en sú krafa byggði á kostnaði við merkingar umræddra galla, að frádregnum kostnaði við merkingu Stjörnumerkisins. Vísaði héraðsdómur meðal annars til þess að í samningnum komi fram að Nemo hafi skuldbundið sig til að útvega keppnisgalla. Samkvæmt reglum HSÍ og KKÍ er skylt að númeramerkja búningana og því hafi Nemo mátt vita að keppnisbúningar þyrftu að vera númeramerktir við afhendingu. Þá leit héraðsdómur svo á að Stjarnan hafi greitt fyrir aðrar merkingar með þeirri inneign sem félagið átti hjá Namo, en félagið átti verulegar upphæðir inni hjá Namo að því er fram kemur í dómi héraðsdóms þegar samningurinn rann út. Var Stjarnan því sýknuð af öllum kröfum Namo, auk þess sem að Namo þarf að greiða Stjörnunni 1,2 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira