Enn súr og svekktur út í Benitez fimmtán árum eftir „kraftaverkið í Istanbul“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 14:30 Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, með bikarinn eftir sigur Liverpool í Meistaradeildinni 2005 en Stephen Warnock var hvergi sjáanlegur í fögnuðinum eftir leik. Getty/Rebecca Naden Í gær voru liðin fimmtán ár síðan að Liverpool lenti 3-0 undir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en tókst að jafna í 3-3 og tryggja sér síðan Evrópumeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni. Flestir leikmenn Liverpool frá þessum tíma hugsa eflaust til baka til þessa kvölds með sælusvip en það einn leikmaður liðsins frá 2004-05 tímabilinu sem enn súr og svekktur út í knattspyrnustjórann Rafael Benitez. Sá leikmaður heitir Stephen Warnock og átti að vera með í hópnum áður en Rafael Benitez henti honum út á síðustu stundu. Warnock er nú 38 ára gamall, yfirgaf Liverpool 2007 og hætti að spila fyrir tveimur árum síðan. Hann spilaði 30 leiki með Liverpool 2004-05 þar af fjóra í Evrópukeppninni. Úrslitaleikurinn í Istanbul var hins vegar ekki einn af þeim. Stephen Warnock says he still hurts after being controversially left out of Liverpool s 2005 Champions League final squad. https://t.co/ACSaRQN7kf— TEAMtalk (@TEAMtalk) May 25, 2020 Stephen Warnock var upphaflega í leikmannahópnum en Benitez henti honum síðan út fyrir Josemi skömmu fyrir leik. „Þegar ég heyri fólk lýsa þessu sem einu af bestu kvöldunum í sögu Liverpool þá sárnar mér enn. Það er ennþá erfitt að sætta sig við þetta og það er sjokkerandi hvernig var tekið á þessu,“ sagði Stephen Warnock. „Ég var í upphaflega hópnum þegar hann var tilkynntur á æfingasvæðinu nokkrum dögum fyrir leikinn. Ég var himinlifandi með það. Síðan nokkrum klukkutímum síðar þá fékk ég símtal frá aðstoðarmanni Rafa Benitez, Pako Ayesteran, sem sagði að þeir hefðu gert mistök. Josemi kom í staðinn fyrir mig,“ sagði Stephen Warnock. NEW: Stephen Warnock explains Rafa Benitez s error before 2005 CL final.https://t.co/T7c1LyxodO— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 26, 2020 „Þetta var súrt en ekki síst þar sem Rafa hafði ekki mann í sér til að hringja í mig sjálfur. Hann talaði aðeins við mig á vellinum eftir leik en ég var í engu skapi til þess enda sauð enn á mér,“ sagði Warnock. „Ég var sjóðandi allan leikinn. Ekki misskilja mig, þetta var aldrei þannig að ég óskaði þess að þeir töpuðu. Liverpool var minn klúbbur og þetta voru liðsfélagarnir mínir. Það er aftur á móti sárt þegar þú færð ekki að vera með og ég var að hugsa um það allan leikinn. Ég nánast tók ekki eftir því sem var að gerast inn á vellinum,“ sagði Warnock. „Ef þið horfið á fögnuðinn eftir leikinn, þá er fullt af fólki á myndunum en ég sést hvergi. Ég gat bara ekki verið þarna,“ sagði Stephen Warnock. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Í gær voru liðin fimmtán ár síðan að Liverpool lenti 3-0 undir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en tókst að jafna í 3-3 og tryggja sér síðan Evrópumeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni. Flestir leikmenn Liverpool frá þessum tíma hugsa eflaust til baka til þessa kvölds með sælusvip en það einn leikmaður liðsins frá 2004-05 tímabilinu sem enn súr og svekktur út í knattspyrnustjórann Rafael Benitez. Sá leikmaður heitir Stephen Warnock og átti að vera með í hópnum áður en Rafael Benitez henti honum út á síðustu stundu. Warnock er nú 38 ára gamall, yfirgaf Liverpool 2007 og hætti að spila fyrir tveimur árum síðan. Hann spilaði 30 leiki með Liverpool 2004-05 þar af fjóra í Evrópukeppninni. Úrslitaleikurinn í Istanbul var hins vegar ekki einn af þeim. Stephen Warnock says he still hurts after being controversially left out of Liverpool s 2005 Champions League final squad. https://t.co/ACSaRQN7kf— TEAMtalk (@TEAMtalk) May 25, 2020 Stephen Warnock var upphaflega í leikmannahópnum en Benitez henti honum síðan út fyrir Josemi skömmu fyrir leik. „Þegar ég heyri fólk lýsa þessu sem einu af bestu kvöldunum í sögu Liverpool þá sárnar mér enn. Það er ennþá erfitt að sætta sig við þetta og það er sjokkerandi hvernig var tekið á þessu,“ sagði Stephen Warnock. „Ég var í upphaflega hópnum þegar hann var tilkynntur á æfingasvæðinu nokkrum dögum fyrir leikinn. Ég var himinlifandi með það. Síðan nokkrum klukkutímum síðar þá fékk ég símtal frá aðstoðarmanni Rafa Benitez, Pako Ayesteran, sem sagði að þeir hefðu gert mistök. Josemi kom í staðinn fyrir mig,“ sagði Stephen Warnock. NEW: Stephen Warnock explains Rafa Benitez s error before 2005 CL final.https://t.co/T7c1LyxodO— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 26, 2020 „Þetta var súrt en ekki síst þar sem Rafa hafði ekki mann í sér til að hringja í mig sjálfur. Hann talaði aðeins við mig á vellinum eftir leik en ég var í engu skapi til þess enda sauð enn á mér,“ sagði Warnock. „Ég var sjóðandi allan leikinn. Ekki misskilja mig, þetta var aldrei þannig að ég óskaði þess að þeir töpuðu. Liverpool var minn klúbbur og þetta voru liðsfélagarnir mínir. Það er aftur á móti sárt þegar þú færð ekki að vera með og ég var að hugsa um það allan leikinn. Ég nánast tók ekki eftir því sem var að gerast inn á vellinum,“ sagði Warnock. „Ef þið horfið á fögnuðinn eftir leikinn, þá er fullt af fólki á myndunum en ég sést hvergi. Ég gat bara ekki verið þarna,“ sagði Stephen Warnock.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira