„Gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. maí 2020 11:00 Anna Steinsen segir mikilvægt að styrkja liðsheildina í kjölfar samkomubanns. Vísir/Vilhelm Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN segir mjög mikilvægt í kjölfar samkomubanns að vinnustaðir gangi markvisst í hópefli. Það eigi einmitt við nú þegar margar áskoranir eru framundan, óvissan er mikil og vinnufélagar víða að hittast á ný, jafnvel aðeins að hluta þar sem uppsagnir hafa einnig verið víða. „Það hefur sjaldnast verið jafn mikilvægt og núna að huga að vinnustöðum og starfsfólki þeirra til að takast á við breyttar aðstæður og þær áskoranir sem hafa skapast. Það er lykilatriði að styrkja hópinn, efla liðsheildina og hvern einstakling fyrir sig innan heildarinnar,“ segir Anna. Í fjölmiðlum berast fréttir um að framundan sé eitt mesta samdráttarskeið í heila öld. Að mati Önnu getur hópefli létt verulega á því álagi sem þessari stöðu fylgir. Með sterkri liðsheild eru okkur allir vegir færir, hvort sem það er í íþróttum, stofnunum eða fyrirtækjum. Þegar einstaklingum líður vel í starfi og vinna út frá sínum styrkleikum þá aukast afköst,“ segir Anna. Hún segir samkomubannið vissulega hafa reynt á og mörgum finnist þeir hafa misst stjórn. Viðhorfið er hins vegar alltaf okkar eigið. „Síðustu vikur hafa reynt á mjög marga og nú er tími til þess að halda í gleðina og þrautseigjuna. Við vitum ekki hvað er framundan og það er ýmislegt sem við getum ekki stjórnað. Það sem við getum þó haft stjórn á er okkar eigið viðhorf, hvernig við förum í gegnum daginn,“ segir Anna. Síðustu vikurnar hafa margir verið að vinna fjarvinnu og setið heilu og hálfu stundirnar fyrir framan skjáinn á Teams eða fundum. En nú höfum við lært að tæknin er engin hindrun því þótt fjarlægðarmörk séu enn í gangi víða, er hægt að standa fyrir rafrænum fyrirlestrum eða gera eitthvað skemmtilegt saman með aðstoð fjarfundarbúnaðar eins og Kahoot á Zoom. Þá segir Anna hópefli ekkert endilega þurfa að felast í stórum viðburðum eða samkomum sem víðast hvar hafa fallið niður að minnsta kosti um sinn. Einfaldar leiðir séu vel færar til að styrkja hópinn. Finnum því gleðina í litlu hlutunum, hrósum samstarfsmanni, gefum af okkur, gleðjum aðra og gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn,“ segir Anna sem hvetur alla vinnustaði til að ganga markvisst í að styrkja liðsheildina og efla hópinn. Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN segir mjög mikilvægt í kjölfar samkomubanns að vinnustaðir gangi markvisst í hópefli. Það eigi einmitt við nú þegar margar áskoranir eru framundan, óvissan er mikil og vinnufélagar víða að hittast á ný, jafnvel aðeins að hluta þar sem uppsagnir hafa einnig verið víða. „Það hefur sjaldnast verið jafn mikilvægt og núna að huga að vinnustöðum og starfsfólki þeirra til að takast á við breyttar aðstæður og þær áskoranir sem hafa skapast. Það er lykilatriði að styrkja hópinn, efla liðsheildina og hvern einstakling fyrir sig innan heildarinnar,“ segir Anna. Í fjölmiðlum berast fréttir um að framundan sé eitt mesta samdráttarskeið í heila öld. Að mati Önnu getur hópefli létt verulega á því álagi sem þessari stöðu fylgir. Með sterkri liðsheild eru okkur allir vegir færir, hvort sem það er í íþróttum, stofnunum eða fyrirtækjum. Þegar einstaklingum líður vel í starfi og vinna út frá sínum styrkleikum þá aukast afköst,“ segir Anna. Hún segir samkomubannið vissulega hafa reynt á og mörgum finnist þeir hafa misst stjórn. Viðhorfið er hins vegar alltaf okkar eigið. „Síðustu vikur hafa reynt á mjög marga og nú er tími til þess að halda í gleðina og þrautseigjuna. Við vitum ekki hvað er framundan og það er ýmislegt sem við getum ekki stjórnað. Það sem við getum þó haft stjórn á er okkar eigið viðhorf, hvernig við förum í gegnum daginn,“ segir Anna. Síðustu vikurnar hafa margir verið að vinna fjarvinnu og setið heilu og hálfu stundirnar fyrir framan skjáinn á Teams eða fundum. En nú höfum við lært að tæknin er engin hindrun því þótt fjarlægðarmörk séu enn í gangi víða, er hægt að standa fyrir rafrænum fyrirlestrum eða gera eitthvað skemmtilegt saman með aðstoð fjarfundarbúnaðar eins og Kahoot á Zoom. Þá segir Anna hópefli ekkert endilega þurfa að felast í stórum viðburðum eða samkomum sem víðast hvar hafa fallið niður að minnsta kosti um sinn. Einfaldar leiðir séu vel færar til að styrkja hópinn. Finnum því gleðina í litlu hlutunum, hrósum samstarfsmanni, gefum af okkur, gleðjum aðra og gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn,“ segir Anna sem hvetur alla vinnustaði til að ganga markvisst í að styrkja liðsheildina og efla hópinn.
Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira