Tuttugu nemendur útskrifaðir úr Jafnréttisskólanum Heimsljós 26. maí 2020 09:39 Útskriftarhópurinn ásamt kennurum og stjórnendum Jafnréttisskólans, Vigdísi Finnbogadóttur, rektor og forseta Hugvísindasviðs. Kristinn Ingvarsson „Þið hafið ekki aðeins tekist á við krefjandi námsumhverfi heldur hafið þið sýnt mikla seiglu og styrk eins og útskrift ykkar í dag staðfestir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ræðu sinni við brautskráningu tuttugu nemenda með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Alþjóðlegum jafnréttisskóla GRÓ (GRÓ-GEST) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands á föstudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem brautskráð er frá skólanum eftir að hann varð hluti af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Í útskriftarhópnum í ár voru fulltrúar frá tíu löndum: Úganda, Malaví, Mósambík, Gana, Nígeríu, Suður-Afríku, Palestínu, Srí Lanka, Rússlandi og Kamerún. Námsmisseri útskriftarhópsins var óvenjulegt og nemendur þurftu ekki aðeins að aðlagast nýjum aðstæðum í nýju landi heldur einnig að takast á við áhrif COVID-19 faraldursins. Þar reyndi sannarlega á seiglu hópsins sem hélt góðu sambandi og sótti kennslustundir á netinu á meðan faraldurinn gekk yfir. Þegar Háskólinn var opnaður aftur í maí gafst kærkomið tækifæri fyrir hópinn til að hittast og ljúka því verki sem lagt var upp með í upphafi annar. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, færði nemendunum innilegar hamingjuóskir frá Háskóla Íslands með áfangann og hvatti hópinn til góðra verka og að taka þeim áskorunum sem biðu þeirra með opnum örmum. Allen Asiimwe flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og í ræðu sinni benti hún m.a. á að brautskráningin markaði nýtt upphaf fyrir hópinn sem nú myndi snúa til síns heima sterkari og ákveðnari í því að stuðla að breytingum í nærsamfélögum sínum. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður GRÓ-GEST, minnti á að það þarf mikinn kjark og baráttuhug til að leiða jafnréttisstarf og að starfsfólk skólans treysti útskriftarhópnum til að hafa áhrif með störfum sínum í framtíðinni. Tvö lokaverkefni fengu viðurkenningu Í fyrsta sinn voru veitt verðlaun í tveimur flokkum, öðrum á sviði hagnýtra verkefna sem nýst geta til breytinga í heimalandi viðkomandi og hinum fyrir framúrarandi grein eða rannsókn sem felur í sér nýja þekkingu á sviði jafnréttisfræða eða getur orðið grunnur að doktorsverkefni. Í fyrrnefnda flokknum hlaut Brenda Apeta frá Úganda verðlaun fyrir verkefni sem snýr að kynjasamþættingu í kennslu í Imvepi-flóttamannabúðunum í heimalandi hennar. Þá hlaut Nadhiya Najab frá Srí Lanka verðlaun í síðarnefnda flokknum fyrir skarpa greiningu á smábönkum og kynjuðum félagslegum og efnahagslegum áhrifum vaxandi skuldsetningar í Srí Lanka. Verðlaunin eru kennd við Vigdísi Finnbogadóttur og það kom í hennar hlut að afhenda þeim Brendu Apeta og Nadhiya Najab viðurkenningu fyrri vel unnið verk. Við þetta má bæta að GRÓ-GEST heldur úti sínu eigin hlaðvarpi þar sem m.a. má finna viðtöl við nokkra af nemendum skólans. Það má nálgast hér. Jafnréttisskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og markmið hans er að veita sérfræðingum frá þróunarlöndum, átakasvæðum og fyrrverandi átakasvæðum þjálfun á sínu sérsviði og gera þeim betur kleift að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna í heimalöndum sínum. Skólinn hefur útskrifað rúmlega 150 manns frá 25 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
„Þið hafið ekki aðeins tekist á við krefjandi námsumhverfi heldur hafið þið sýnt mikla seiglu og styrk eins og útskrift ykkar í dag staðfestir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ræðu sinni við brautskráningu tuttugu nemenda með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Alþjóðlegum jafnréttisskóla GRÓ (GRÓ-GEST) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands á föstudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem brautskráð er frá skólanum eftir að hann varð hluti af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Í útskriftarhópnum í ár voru fulltrúar frá tíu löndum: Úganda, Malaví, Mósambík, Gana, Nígeríu, Suður-Afríku, Palestínu, Srí Lanka, Rússlandi og Kamerún. Námsmisseri útskriftarhópsins var óvenjulegt og nemendur þurftu ekki aðeins að aðlagast nýjum aðstæðum í nýju landi heldur einnig að takast á við áhrif COVID-19 faraldursins. Þar reyndi sannarlega á seiglu hópsins sem hélt góðu sambandi og sótti kennslustundir á netinu á meðan faraldurinn gekk yfir. Þegar Háskólinn var opnaður aftur í maí gafst kærkomið tækifæri fyrir hópinn til að hittast og ljúka því verki sem lagt var upp með í upphafi annar. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, færði nemendunum innilegar hamingjuóskir frá Háskóla Íslands með áfangann og hvatti hópinn til góðra verka og að taka þeim áskorunum sem biðu þeirra með opnum örmum. Allen Asiimwe flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og í ræðu sinni benti hún m.a. á að brautskráningin markaði nýtt upphaf fyrir hópinn sem nú myndi snúa til síns heima sterkari og ákveðnari í því að stuðla að breytingum í nærsamfélögum sínum. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður GRÓ-GEST, minnti á að það þarf mikinn kjark og baráttuhug til að leiða jafnréttisstarf og að starfsfólk skólans treysti útskriftarhópnum til að hafa áhrif með störfum sínum í framtíðinni. Tvö lokaverkefni fengu viðurkenningu Í fyrsta sinn voru veitt verðlaun í tveimur flokkum, öðrum á sviði hagnýtra verkefna sem nýst geta til breytinga í heimalandi viðkomandi og hinum fyrir framúrarandi grein eða rannsókn sem felur í sér nýja þekkingu á sviði jafnréttisfræða eða getur orðið grunnur að doktorsverkefni. Í fyrrnefnda flokknum hlaut Brenda Apeta frá Úganda verðlaun fyrir verkefni sem snýr að kynjasamþættingu í kennslu í Imvepi-flóttamannabúðunum í heimalandi hennar. Þá hlaut Nadhiya Najab frá Srí Lanka verðlaun í síðarnefnda flokknum fyrir skarpa greiningu á smábönkum og kynjuðum félagslegum og efnahagslegum áhrifum vaxandi skuldsetningar í Srí Lanka. Verðlaunin eru kennd við Vigdísi Finnbogadóttur og það kom í hennar hlut að afhenda þeim Brendu Apeta og Nadhiya Najab viðurkenningu fyrri vel unnið verk. Við þetta má bæta að GRÓ-GEST heldur úti sínu eigin hlaðvarpi þar sem m.a. má finna viðtöl við nokkra af nemendum skólans. Það má nálgast hér. Jafnréttisskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og markmið hans er að veita sérfræðingum frá þróunarlöndum, átakasvæðum og fyrrverandi átakasvæðum þjálfun á sínu sérsviði og gera þeim betur kleift að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna í heimalöndum sínum. Skólinn hefur útskrifað rúmlega 150 manns frá 25 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent