Kom út í lífið án þess að eiga séns Stefán Árni Pálsson skrifar 26. maí 2020 10:28 Agnar var lengi vel inn og út úr fangelsi en starfar í dag sem fíkniráðgjafi. Myndlistamaðurinn Tolli Morthens hefur um langa hríð leitt mikið uppbyggingarstarf á meðal fanga á Íslandi. Hefur hann, ásamt fleirum, verið frumkvöðull í því að kynna föngum andlegar leiðir úr ógöngum sínum með reglulegum heimsóknum í fangelsi landsins þar sem boðið hefur verið upp á 12 spora- og hugleiðslufundi í óeigingjarnri sjálfboðavinnu. Þetta framtak Tolla og félaga hefur vakið svo mikla athygli að það leiddi á endanum til þess að félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason ákvað að skipa Tolla sem formann starfshóps sem hafði það hlutverk að koma með tillögur um hvernig unnt væri að styðja fanga betur til þátttöku í samfélaginu að lokinni afplánun. Sá hópur hefur nú skilað af sér skýrslu með tillögum að úrbótum og hefur ríkisstjórnin samþykkt að farið verði í þá vinnu að innleiða nýja heildarsýn í fangelsis- og betrunarmálum. Einn þeirra sem hefur verið Tolla til halds og trausts í öllu þessu ferli er Agnar Bragason, sem í dag er fíkniráðgjafi á meðferðarheimilinu Krýsuvík, en hann kynntist Tolla fyrst þegar hann var sjálfur að afplána dóm í fangelsi og er hann í raun fullkomið dæmi um þann árangur sem sú nálgun sem kynnt er í skýrslunni er ætlað að bjóða upp á. Tók á móti mér „Við kynnumst á Litla-Hrauni fyrir rúmlega níu árum þegar ég var að afplána dóm og fyrir náð og mildi kemur Tolli þarna og er að byrja kenna okkur núvitundarhugleiðslu og það er svona upphafið af okkar kunningsskap og félagsskap. Við erum búnir að vera svolítið samferða síðan þá. Þegar ég kem út úr fangelsinu tekur Tolli á móti mér og byrjar að bjóða mér í svett hjá sér og vera bara í sambandi og við eignumst einhverskonar tengsl. Ég hafði setið inni áður og það hafði alltaf endað á sama veg, að ég hafði snúið aftur í fangelsið og farið í neyslu þegar ég kom út aftur,“ segir Agnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mín ævi byrjar á því að ég missi fjölskyldu mína í slysi og elst upp á brotnu heimili við alkóhólisma og ofbeldi og kem út í lífið án þess að eiga nokkurn séns. Minn alkóhólismi er afleiðing á því hvernig ég fer út í lífið.“ Agnar og Tolli kynntust fyrir níu árum þegar Agnar sat inni á Litla-Hrauni. Og saga Agnars er ekki einsdæmi heldur er hún í raun saga meirihluta þeirra sem afplána refsidóma í fangelsum. Í skýrslunni sem starfshópur Tolla skilaði af sér er greint frá því að sumstaðar glími allt að 92% fanga við fíknivanda að einhverju tagi og segja rannsóknir að 80–90% þeirra eigi sér áfallasögu enda sé áfallastreituröskun mun algengari á meðal fanga heldur en hjá almenningi almennt. Agnar og Tolli segja stjórnvöld alltof lengi hafa litið fram hjá þessum staðreyndum en nú sé loksins að eiga sér stað einhver viðhorfsbreyting sem geti orðið samfélaginu öllu til góða. „Við skulum auðvitað þakka Ásmundi fyrir það að hafa borið gæfu til þess að leita í grasrótina. Fagsamfélagið hefur til skamms tíma ekki náð neinum árangri með fíkla í afbrotum. Hið opinbera hefur í raun verið ráðalaust hvað væri til ráða í þessum málum. Þess vegna er leitað til okkar og við komum inn með reynslu okkar. Sú kemía býr til lausnir sem eru að finna í þessari skýrslu,“ segir Tolli. Grípa einstaklinginn þegar hann fær dóm Upprunalegt verkefni starfshópsins var eins og áður segir að koma með tillögur að stuðningi við fanga eftir að afplánun lyki og var fyrsta hugmyndin sú að koma á fót einhverskonar batahúsi þar sem einstaklingum yrði veittur stuðningur til að aðlagast samfélaginu að nýju. Að mati hópsins varð það hins vegar fljótlega ljóst að batahús eftir afplánun yrði ekki raunhæft nema tekið yrði heildrænt á málefnum einstaklinga sem færu í gegnum kerfið allt frá því að dómur félli þar til afplánun lyki. „Það er verið að grípa utan um einstakling þegar hann fær dóm og honum kynntar þessar úrlausnir sem eru að finna í þessari skýrslu og honum er boðið að velja sér leið í gegnum kerfið. Annaðhvort refsivist eða batavist. Ef fangar vilja þiggja þetta þá bíður þeirra batamenning inni í fangelsinu og búin til leið innan fangelsisveggjanna svo að þeir geti farið edrú í gegnum fangelsisvistina með aðstoð og síðan á endanum þegar þeir koma út verði til staðar batahús til að hjálpa þeim af stað,“ segir Agnar. Þá er einnig bent á það í skýrslu starfshópsins að fjárhagslegur ávinningur samfélagsins af því að einstaklingur, sem glímir við fíknivanda, hætti að valda skaða sé gríðarlegur. Hvort sem það sé sá beini kostnaður sem hlýst af afbrotum eða óbeinn kostnaður vegna örorku og langvarandi samfélagslegra afleiðinga á fjölskyldur og umhverfi einstaklingsins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Myndlistamaðurinn Tolli Morthens hefur um langa hríð leitt mikið uppbyggingarstarf á meðal fanga á Íslandi. Hefur hann, ásamt fleirum, verið frumkvöðull í því að kynna föngum andlegar leiðir úr ógöngum sínum með reglulegum heimsóknum í fangelsi landsins þar sem boðið hefur verið upp á 12 spora- og hugleiðslufundi í óeigingjarnri sjálfboðavinnu. Þetta framtak Tolla og félaga hefur vakið svo mikla athygli að það leiddi á endanum til þess að félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason ákvað að skipa Tolla sem formann starfshóps sem hafði það hlutverk að koma með tillögur um hvernig unnt væri að styðja fanga betur til þátttöku í samfélaginu að lokinni afplánun. Sá hópur hefur nú skilað af sér skýrslu með tillögum að úrbótum og hefur ríkisstjórnin samþykkt að farið verði í þá vinnu að innleiða nýja heildarsýn í fangelsis- og betrunarmálum. Einn þeirra sem hefur verið Tolla til halds og trausts í öllu þessu ferli er Agnar Bragason, sem í dag er fíkniráðgjafi á meðferðarheimilinu Krýsuvík, en hann kynntist Tolla fyrst þegar hann var sjálfur að afplána dóm í fangelsi og er hann í raun fullkomið dæmi um þann árangur sem sú nálgun sem kynnt er í skýrslunni er ætlað að bjóða upp á. Tók á móti mér „Við kynnumst á Litla-Hrauni fyrir rúmlega níu árum þegar ég var að afplána dóm og fyrir náð og mildi kemur Tolli þarna og er að byrja kenna okkur núvitundarhugleiðslu og það er svona upphafið af okkar kunningsskap og félagsskap. Við erum búnir að vera svolítið samferða síðan þá. Þegar ég kem út úr fangelsinu tekur Tolli á móti mér og byrjar að bjóða mér í svett hjá sér og vera bara í sambandi og við eignumst einhverskonar tengsl. Ég hafði setið inni áður og það hafði alltaf endað á sama veg, að ég hafði snúið aftur í fangelsið og farið í neyslu þegar ég kom út aftur,“ segir Agnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mín ævi byrjar á því að ég missi fjölskyldu mína í slysi og elst upp á brotnu heimili við alkóhólisma og ofbeldi og kem út í lífið án þess að eiga nokkurn séns. Minn alkóhólismi er afleiðing á því hvernig ég fer út í lífið.“ Agnar og Tolli kynntust fyrir níu árum þegar Agnar sat inni á Litla-Hrauni. Og saga Agnars er ekki einsdæmi heldur er hún í raun saga meirihluta þeirra sem afplána refsidóma í fangelsum. Í skýrslunni sem starfshópur Tolla skilaði af sér er greint frá því að sumstaðar glími allt að 92% fanga við fíknivanda að einhverju tagi og segja rannsóknir að 80–90% þeirra eigi sér áfallasögu enda sé áfallastreituröskun mun algengari á meðal fanga heldur en hjá almenningi almennt. Agnar og Tolli segja stjórnvöld alltof lengi hafa litið fram hjá þessum staðreyndum en nú sé loksins að eiga sér stað einhver viðhorfsbreyting sem geti orðið samfélaginu öllu til góða. „Við skulum auðvitað þakka Ásmundi fyrir það að hafa borið gæfu til þess að leita í grasrótina. Fagsamfélagið hefur til skamms tíma ekki náð neinum árangri með fíkla í afbrotum. Hið opinbera hefur í raun verið ráðalaust hvað væri til ráða í þessum málum. Þess vegna er leitað til okkar og við komum inn með reynslu okkar. Sú kemía býr til lausnir sem eru að finna í þessari skýrslu,“ segir Tolli. Grípa einstaklinginn þegar hann fær dóm Upprunalegt verkefni starfshópsins var eins og áður segir að koma með tillögur að stuðningi við fanga eftir að afplánun lyki og var fyrsta hugmyndin sú að koma á fót einhverskonar batahúsi þar sem einstaklingum yrði veittur stuðningur til að aðlagast samfélaginu að nýju. Að mati hópsins varð það hins vegar fljótlega ljóst að batahús eftir afplánun yrði ekki raunhæft nema tekið yrði heildrænt á málefnum einstaklinga sem færu í gegnum kerfið allt frá því að dómur félli þar til afplánun lyki. „Það er verið að grípa utan um einstakling þegar hann fær dóm og honum kynntar þessar úrlausnir sem eru að finna í þessari skýrslu og honum er boðið að velja sér leið í gegnum kerfið. Annaðhvort refsivist eða batavist. Ef fangar vilja þiggja þetta þá bíður þeirra batamenning inni í fangelsinu og búin til leið innan fangelsisveggjanna svo að þeir geti farið edrú í gegnum fangelsisvistina með aðstoð og síðan á endanum þegar þeir koma út verði til staðar batahús til að hjálpa þeim af stað,“ segir Agnar. Þá er einnig bent á það í skýrslu starfshópsins að fjárhagslegur ávinningur samfélagsins af því að einstaklingur, sem glímir við fíknivanda, hætti að valda skaða sé gríðarlegur. Hvort sem það sé sá beini kostnaður sem hlýst af afbrotum eða óbeinn kostnaður vegna örorku og langvarandi samfélagslegra afleiðinga á fjölskyldur og umhverfi einstaklingsins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira