Göngustígar við Skógafoss lagðir ull af íslensku sauðfé Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2020 21:35 Þyrlan var við stígagerðina síðustu fjóra daga. Takið eftir að enginn ferðamaður sést við Skógafoss. Búast hefði mátt við að bílastæðið væri þéttsetið rútum og bílaleigubílum, ef veirufaraldurinn hefði ekki blossað upp. Mynd/Norðurflug. Ull sauðkindarinnar hefur nýst íslensku þjóðinni vel til að verjast kulda og vosbúð í gegnum aldirnar. En núna hefur ullin fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss og er þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. Sjá mátti þyrluna fljúga í fréttum Stöðvar 2. Ullin kemur sem neðsta lag ofan á mýrina. Síðan er malarlag sett yfir.Mynd/Norðurflug. Það kannski kemur sér vel í verkefni sem þessu að það er engin örtröð ferðamanna á bílastæðinu við Skógafoss þessa dagana, þyrlan frá Norðurflugi hefur því haft nægt rými til að athafna sig. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri er að leggja upp í flug með síló af möl til leggja í nýja göngustíga ofan við fossinn. En það er ekki bara verið að leggja möl í stígana heldur einnig íslenska sauðaull, en ullin þykir henta sem undirlag þar sem stígarnir liggja yfir mýrlendi. Ullin kemur eins og teppi yfir mýrina og síðan fer mölin yfir og þannig er ullinni ætlað að halda bleytunni frá fótum ferðamanna. Þyrlan hefur frá því á föstudag flogið yfir tvöhundruð ferðir með efni en átta manns vinna að stígagerðinni. Hún ber um 850 kíló af möl í hverri ferð. Landslagsarkitektinn Gunnar Óli Guðjónsson hannaði stígana og útsýnispalla en verktaki er faðir hans, Guðjón Kristinsson í fyrirtækinu Stokkar og Steinar. Þyrlufluginu lauk í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Rangárþing eystra Fréttir af flugi Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Fleiri fréttir Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Sjá meira
Ull sauðkindarinnar hefur nýst íslensku þjóðinni vel til að verjast kulda og vosbúð í gegnum aldirnar. En núna hefur ullin fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss og er þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. Sjá mátti þyrluna fljúga í fréttum Stöðvar 2. Ullin kemur sem neðsta lag ofan á mýrina. Síðan er malarlag sett yfir.Mynd/Norðurflug. Það kannski kemur sér vel í verkefni sem þessu að það er engin örtröð ferðamanna á bílastæðinu við Skógafoss þessa dagana, þyrlan frá Norðurflugi hefur því haft nægt rými til að athafna sig. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri er að leggja upp í flug með síló af möl til leggja í nýja göngustíga ofan við fossinn. En það er ekki bara verið að leggja möl í stígana heldur einnig íslenska sauðaull, en ullin þykir henta sem undirlag þar sem stígarnir liggja yfir mýrlendi. Ullin kemur eins og teppi yfir mýrina og síðan fer mölin yfir og þannig er ullinni ætlað að halda bleytunni frá fótum ferðamanna. Þyrlan hefur frá því á föstudag flogið yfir tvöhundruð ferðir með efni en átta manns vinna að stígagerðinni. Hún ber um 850 kíló af möl í hverri ferð. Landslagsarkitektinn Gunnar Óli Guðjónsson hannaði stígana og útsýnispalla en verktaki er faðir hans, Guðjón Kristinsson í fyrirtækinu Stokkar og Steinar. Þyrlufluginu lauk í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Rangárþing eystra Fréttir af flugi Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Fleiri fréttir Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Sjá meira