Innlent

Könnun MMR: Píratar á siglingu

Atli Ísleifsson skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærstur, með 23,5 prósent fylgi, samanborið við 22,2 prósent í síðustu könnun.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærstur, með 23,5 prósent fylgi, samanborið við 22,2 prósent í síðustu könnun. Vísir/Vilhelm

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 23,5 prósent í nýrri könnun MMR, rúmu prósentustigi meira en í síðustu könnun sem gerð var í upphafi maímánaðar.

Píratar mælast nú næststærstir en fylgi þeirra jókst um þrjú prósentustig frá síðustu mælingu og er nú 14,6 prósent. Fylgi Samfylkingar jókst um eitt prósentustig og mældist nú 13,3 prósent og þá minnkaði fylgi Framsóknarflokksins um tæplega þrjú prósentustig milli mælinga, er nú 6,4 prósent og hefur ekki mælst svo lágt frá síðustu kosningum.

Í tilkynningu á vef MMR segir að stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 47,5 prósent og minnkar um tæp sjö prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 54,2 prósent.

„Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,5% og mældist 22,2% í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 14,6% og mældist 11,6% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,3% og mældist 12,3% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 11,3% og mældist 12,2% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,8% og mældist 9,7% í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,6% og mældist 11,6% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,4% og mældist 9,4% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,1% og mældist 4,3% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,6% og mældist 3,9% í síðustu könnun.

Stuðningur við aðra mældist 1,8% samanlagt,“ segir í tilkynningunni.

Könnunin var framkvæmd 19. -25. maí 2020 og var heildarfjöldi svarenda 944 einstaklingar, 18 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×