Bolsonaro neitar því að hafa greinst með kórónuveiruna Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 15:19 Jair Bolsonaro og Donald Trump í Flórída um helgina. AP/Alex Brandon Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Sonur forsetans segir á Twitter að þessar fregnir séu ekki sannar. Hann staðfestir þær þó í viðtali við Fox og á Twittersíðu forsetans segir að hann sé ekki smitaður. Áður hafði náinn ráðgjafi forsetans greinst með veiruna. Bolsonaro fundaði nýverið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og var Fabio Wajngarten, aðstoðarmaður Bolsonaro, þar einnig. Sá hefur greinst með kórónuveiruna. Eduardo Bolsonaro, sonur forsetans, sagði frá því í gær að faðir sinn hefði farið í rannsókn, þó hann væri ekki að sýna einkenni. Fjölmiðlar í Brasilíu segja þá niðurstöðu liggja fyrir en Eduardo segir það ekki rétt. Í mótsögn við sjálfan sig, staðfesti hann þó niðurstöðuna í samtali við blaðamenn Fox. Edurardo sagði þar að verið væri að gera aðra rannsókn og staðfesta niðurstöður þeirrar fyrri. Á Twittersíðu forsetans segir svo að hann sé ekki með veiruna. - HFA/SABIN atestam negativo para o COVID-19 o Sr. Pres. da República Jair Bolsonaro. pic.twitter.com/iL3YPGPGXA— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) March 13, 2020 Þrátt fyrir að aðstoðarmaður Bolsonaro hafi greinst með veiruna og að báðir hafi verið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída um síðustu helgi, ætlar hvorki Trump né Pence, varaforseti, að gangast undir rannsókn. Francis Suarez, borgarstjóri Miami, var á fundi þeirra Trump og Bolsonaro, og hefur hann opinberað að hann greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Sjá einnig: Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Fabio Wajngarten (wearing hat) has coronavirus. Bolsonaro has coronavirus. Both of these photos were taken last weekend at Mar-a-Lago. Trump refuses to get tested. pic.twitter.com/sY6HwWzPkp— Aaron Rupar (@atrupar) March 13, 2020 Trump hefur nú lýst því yfir að hann muni halda blaðamannafund klukkan sjö að íslenskum tíma. Umræðuefni fundarins er kórónuveiran en enn sem komið er er lítið annað vitað um tilefni fundarins. I will be having a news conference today at 3:00 P.M., The White House. Topic: CoronaVirus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Uppfært: Yfirlýsingu Bolsonaro á Twitter um að hann sé ekki smitaður hefur verið bætt við. Einnig hefur smiti borgarstjóra Miami verið bætt við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Sonur forsetans segir á Twitter að þessar fregnir séu ekki sannar. Hann staðfestir þær þó í viðtali við Fox og á Twittersíðu forsetans segir að hann sé ekki smitaður. Áður hafði náinn ráðgjafi forsetans greinst með veiruna. Bolsonaro fundaði nýverið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og var Fabio Wajngarten, aðstoðarmaður Bolsonaro, þar einnig. Sá hefur greinst með kórónuveiruna. Eduardo Bolsonaro, sonur forsetans, sagði frá því í gær að faðir sinn hefði farið í rannsókn, þó hann væri ekki að sýna einkenni. Fjölmiðlar í Brasilíu segja þá niðurstöðu liggja fyrir en Eduardo segir það ekki rétt. Í mótsögn við sjálfan sig, staðfesti hann þó niðurstöðuna í samtali við blaðamenn Fox. Edurardo sagði þar að verið væri að gera aðra rannsókn og staðfesta niðurstöður þeirrar fyrri. Á Twittersíðu forsetans segir svo að hann sé ekki með veiruna. - HFA/SABIN atestam negativo para o COVID-19 o Sr. Pres. da República Jair Bolsonaro. pic.twitter.com/iL3YPGPGXA— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) March 13, 2020 Þrátt fyrir að aðstoðarmaður Bolsonaro hafi greinst með veiruna og að báðir hafi verið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída um síðustu helgi, ætlar hvorki Trump né Pence, varaforseti, að gangast undir rannsókn. Francis Suarez, borgarstjóri Miami, var á fundi þeirra Trump og Bolsonaro, og hefur hann opinberað að hann greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Sjá einnig: Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Fabio Wajngarten (wearing hat) has coronavirus. Bolsonaro has coronavirus. Both of these photos were taken last weekend at Mar-a-Lago. Trump refuses to get tested. pic.twitter.com/sY6HwWzPkp— Aaron Rupar (@atrupar) March 13, 2020 Trump hefur nú lýst því yfir að hann muni halda blaðamannafund klukkan sjö að íslenskum tíma. Umræðuefni fundarins er kórónuveiran en enn sem komið er er lítið annað vitað um tilefni fundarins. I will be having a news conference today at 3:00 P.M., The White House. Topic: CoronaVirus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Uppfært: Yfirlýsingu Bolsonaro á Twitter um að hann sé ekki smitaður hefur verið bætt við. Einnig hefur smiti borgarstjóra Miami verið bætt við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent