Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2020 15:38 Íslensk erfðagreining tekur sýni til að skima fyrir Covid-19-sjúkdómnum á fjórðu hæð í Turninum í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Eigendur Turnins í Kópavogi furða sig á að bygging þar sem hundruð manns vinna hafi verið valin til að hýsa sýnatökur úr þúsundum manna á vegum Íslenskrar erfðagreiningar vegna kórónuveirunnar. Leigutakar og eigendur fengu fyrst af vita af skimuninni í gær. Forstjóri ÍE segist sammála því að bæta hefði mátt upplýsingagjöf fyrir skimunina sem var skipulögð með skömmum fyrirvara. Byrjað var að taka sýni úr þúsundum Íslendinga sem bókuðu tíma í skimun vegna COVID-19-sjúkdómsins af völdum nýrrar kórónuveiru hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum við Smáratorg í Kópavogi í morgun. Eigendur Turninsins og stjórnendur fyrirtækja í byggingunni fengu skamman fyrirvara til að búa sig undir að skimunin hæfist. Sjá einnig: Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar.Eik Garðar Hannes Friðjónsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Eikar, segir að fyrirvarinn um að skimunin hæfist í Turninum hafi verið afar skammur. Félagið hafi brugðist eins hratt við og það gat til þess að láta leigutaka vita í gær en að þeir hafi verið órólegir yfir tíðindunum. Dagbjartur Pálsson, framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar sem er með skrifstofur á fimmtándu hæð Turnsins, segir að stjórnendur þar hafi ekki vitað af skimun ÍE fyrr en tölvupóstur barst frá Eik í gærkvöldi. Þá hafi þurft að bregðast hratt við. „Við vorum fyrst og fremst óhressir yfir að hafa ekki vitað þetta fyrr. Það var náttúrulega dálítið stress í gærkvöldi hjá öllu starfsfólkinu og okkur stjórnendum um hvernig við ættum að bregðast við þessu,“ segir hann. Forsetahjónin mættu í skimun eftir hádegið.Vísir/Vilhelm Tekin hafi verið ákvörðun um að senda um sextíu starfsmönnum fyrirtækisins tölvupóst um klukkan níu í gærkvöldi þar sem þeim var gefið frjálst val um að vinna heima. Dagbjartur segir að starfsfólk hafi verið ósátt við að hafa ekki fengið upplýsingar fyrr. Hann áætlar að um fjórðungur starfsfólks sé í húsi í dag. Aðrir staðir lausir og hentugri en Turninn Garðar Hannes furðar sig á ákvörðuninni um að velja Turninn, þar sem um 600-800 manns vinni, til að hafa sýnatökur. Um tólf þúsund manns höfðu bókað sig í sýnatöku hjá Íslenskra erfðagreiningu í morgun. Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og fylgdist með skimun forsetahjónanna í dag.Vísir/Vilhelm „Mér finnst það rosalega sérstakt. Auðvitað fagna ég því að það sé verið að gera þetta en það eru margir staðir lausir og örugglega hægt að finna betri stað vegna þess að þetta er svo stór vinnustaður, að mínu mati,“ segir Garðar Hannes. Félagið hafi verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimuna úr Turninum. Það hafi ennfremur verið að frumkvæði Eikar sem ákveðið var að skilja að innganga að byggingunni og lyftur til halda starfsfólki í húsinu og fólki sem kemur til skimunar aðskildu. Telja ekki meiri hættu á ferðum en annars staðar í borginni Fólki sem hefur bókað sýnatöku er vísað á inngang á fyrstu hæð Turnsins og tekur starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar á móti því þar. Starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar tekur sýni úr ungum dreng.Jón Gústafsson/ÍE Karlmaður sem var gestkomandi í Turninum í öðrum erindum í morgun en vildi ekki láta nafns síns getið lýsti megnri óánægju sinni með skort á upplýsingum um skimunina í byggingunni. Starfsmaður ÍE sem var klæddur í grímu og hanska hafi þannig vísað tveimur konum á leið í skimun inn í lyftu með honum. Engar ákveðnar lyftur hafi verið teknar undir fólk sem mætti til skimunarinnar heldur hafi því verið vísað í nokkrar lyftur. Engar viðvaranir eða leiðbeiningar vegna skimunarinnar hafi verið að finna í byggingunni fyrr en byrjað var að setja slíkt upp í kringum hádegið. ÍE hefur sagt að flestir sem koma í skimunina hafi aldrei fundið fyrir einkennum og séu því líklega ekki smitandi. Sama eigi við um alla starfsmenn í húsinu, hvort sem þeir starfi við skimanir eða ekki. Því telji fyrirtækið ekki meiri hættu á ferðum í Turninum en annars staðar í borginni þar sem fólk kemur saman. Fyrirtækið áréttaði jafnframt í Facebook-færslu í dag að þeir sem væru heima í sóttkví ættu ekki að mæta í sýnatöku en nokkuð hefði borið á því. Óskaði það eftir því að fólk afpantaði tíma og fengi nýjan eftir að sóttvarnatímabili viðkomandi lyki. Hefðu gert hlutina öðruvísi með meiri tíma Í samtali við Vísi segist Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þó sammála því að upplýsingagjöf um skimunina hefði mátt vera betri. Hann fundaði með fulltrúum fyrirtækja í Turninum nú klukkan 14:00 í dag. „Ég er algerlega sammála því að upplýsingagjöf hefði átt að vera meiri. Ég er algerlega sammála því að það hefði verið hægt að gera þetta öðruvísi ef við hefðum haft tíma til þess,“ segir Kári. Hann bendir á að ákvörðunin um að hefja skimunina hafi verið tekin á föstudag fyrir viku og síðan þá hafi starfsfólk fyrirtækisins lagt nótt við nýtan dag til að undirbúa hana. Hefði meiri tími verið til stefnu hefði margt verið gert á annan hátt. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm „Tímapressan sem við erum undir er að ef við skimum ekki núna þá nást ekki þau gögn sem samfélagið þarf á að halda til að bregðast eins skynsamlega og hægt er við þessum faraldri,“ segir Kári. Kári býst við fyrstu niðurstöðum úr skimuninni þegar um helgina og að þær verði þá sendar sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöldum. Niðurstöðurnar ráða því hvort skimunin haldi áfram lengur en upphaflega var lagt upp með. „Það verður einhverja daga. Hversu lengi það verður fer eftir niðurstöðum sem koma út úr þessu. Ef þetta er komið út um allt er ekki ástæða til að skima lengur. Ef þetta er ennþá mjög sjaldgæft þurfum við kannski að skima lengur og öðruvísi. Við erum ennþá á ónumdu landi svo við bara vitum ekki hvað gerist,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Eigendur Turnins í Kópavogi furða sig á að bygging þar sem hundruð manns vinna hafi verið valin til að hýsa sýnatökur úr þúsundum manna á vegum Íslenskrar erfðagreiningar vegna kórónuveirunnar. Leigutakar og eigendur fengu fyrst af vita af skimuninni í gær. Forstjóri ÍE segist sammála því að bæta hefði mátt upplýsingagjöf fyrir skimunina sem var skipulögð með skömmum fyrirvara. Byrjað var að taka sýni úr þúsundum Íslendinga sem bókuðu tíma í skimun vegna COVID-19-sjúkdómsins af völdum nýrrar kórónuveiru hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum við Smáratorg í Kópavogi í morgun. Eigendur Turninsins og stjórnendur fyrirtækja í byggingunni fengu skamman fyrirvara til að búa sig undir að skimunin hæfist. Sjá einnig: Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar.Eik Garðar Hannes Friðjónsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Eikar, segir að fyrirvarinn um að skimunin hæfist í Turninum hafi verið afar skammur. Félagið hafi brugðist eins hratt við og það gat til þess að láta leigutaka vita í gær en að þeir hafi verið órólegir yfir tíðindunum. Dagbjartur Pálsson, framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar sem er með skrifstofur á fimmtándu hæð Turnsins, segir að stjórnendur þar hafi ekki vitað af skimun ÍE fyrr en tölvupóstur barst frá Eik í gærkvöldi. Þá hafi þurft að bregðast hratt við. „Við vorum fyrst og fremst óhressir yfir að hafa ekki vitað þetta fyrr. Það var náttúrulega dálítið stress í gærkvöldi hjá öllu starfsfólkinu og okkur stjórnendum um hvernig við ættum að bregðast við þessu,“ segir hann. Forsetahjónin mættu í skimun eftir hádegið.Vísir/Vilhelm Tekin hafi verið ákvörðun um að senda um sextíu starfsmönnum fyrirtækisins tölvupóst um klukkan níu í gærkvöldi þar sem þeim var gefið frjálst val um að vinna heima. Dagbjartur segir að starfsfólk hafi verið ósátt við að hafa ekki fengið upplýsingar fyrr. Hann áætlar að um fjórðungur starfsfólks sé í húsi í dag. Aðrir staðir lausir og hentugri en Turninn Garðar Hannes furðar sig á ákvörðuninni um að velja Turninn, þar sem um 600-800 manns vinni, til að hafa sýnatökur. Um tólf þúsund manns höfðu bókað sig í sýnatöku hjá Íslenskra erfðagreiningu í morgun. Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og fylgdist með skimun forsetahjónanna í dag.Vísir/Vilhelm „Mér finnst það rosalega sérstakt. Auðvitað fagna ég því að það sé verið að gera þetta en það eru margir staðir lausir og örugglega hægt að finna betri stað vegna þess að þetta er svo stór vinnustaður, að mínu mati,“ segir Garðar Hannes. Félagið hafi verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimuna úr Turninum. Það hafi ennfremur verið að frumkvæði Eikar sem ákveðið var að skilja að innganga að byggingunni og lyftur til halda starfsfólki í húsinu og fólki sem kemur til skimunar aðskildu. Telja ekki meiri hættu á ferðum en annars staðar í borginni Fólki sem hefur bókað sýnatöku er vísað á inngang á fyrstu hæð Turnsins og tekur starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar á móti því þar. Starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar tekur sýni úr ungum dreng.Jón Gústafsson/ÍE Karlmaður sem var gestkomandi í Turninum í öðrum erindum í morgun en vildi ekki láta nafns síns getið lýsti megnri óánægju sinni með skort á upplýsingum um skimunina í byggingunni. Starfsmaður ÍE sem var klæddur í grímu og hanska hafi þannig vísað tveimur konum á leið í skimun inn í lyftu með honum. Engar ákveðnar lyftur hafi verið teknar undir fólk sem mætti til skimunarinnar heldur hafi því verið vísað í nokkrar lyftur. Engar viðvaranir eða leiðbeiningar vegna skimunarinnar hafi verið að finna í byggingunni fyrr en byrjað var að setja slíkt upp í kringum hádegið. ÍE hefur sagt að flestir sem koma í skimunina hafi aldrei fundið fyrir einkennum og séu því líklega ekki smitandi. Sama eigi við um alla starfsmenn í húsinu, hvort sem þeir starfi við skimanir eða ekki. Því telji fyrirtækið ekki meiri hættu á ferðum í Turninum en annars staðar í borginni þar sem fólk kemur saman. Fyrirtækið áréttaði jafnframt í Facebook-færslu í dag að þeir sem væru heima í sóttkví ættu ekki að mæta í sýnatöku en nokkuð hefði borið á því. Óskaði það eftir því að fólk afpantaði tíma og fengi nýjan eftir að sóttvarnatímabili viðkomandi lyki. Hefðu gert hlutina öðruvísi með meiri tíma Í samtali við Vísi segist Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þó sammála því að upplýsingagjöf um skimunina hefði mátt vera betri. Hann fundaði með fulltrúum fyrirtækja í Turninum nú klukkan 14:00 í dag. „Ég er algerlega sammála því að upplýsingagjöf hefði átt að vera meiri. Ég er algerlega sammála því að það hefði verið hægt að gera þetta öðruvísi ef við hefðum haft tíma til þess,“ segir Kári. Hann bendir á að ákvörðunin um að hefja skimunina hafi verið tekin á föstudag fyrir viku og síðan þá hafi starfsfólk fyrirtækisins lagt nótt við nýtan dag til að undirbúa hana. Hefði meiri tími verið til stefnu hefði margt verið gert á annan hátt. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm „Tímapressan sem við erum undir er að ef við skimum ekki núna þá nást ekki þau gögn sem samfélagið þarf á að halda til að bregðast eins skynsamlega og hægt er við þessum faraldri,“ segir Kári. Kári býst við fyrstu niðurstöðum úr skimuninni þegar um helgina og að þær verði þá sendar sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöldum. Niðurstöðurnar ráða því hvort skimunin haldi áfram lengur en upphaflega var lagt upp með. „Það verður einhverja daga. Hversu lengi það verður fer eftir niðurstöðum sem koma út úr þessu. Ef þetta er komið út um allt er ekki ástæða til að skima lengur. Ef þetta er ennþá mjög sjaldgæft þurfum við kannski að skima lengur og öðruvísi. Við erum ennþá á ónumdu landi svo við bara vitum ekki hvað gerist,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17
Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35
Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54