Tvö stór íþróttamót í Eyjum í næsta mánuði og Þjóðhátíð enn til skoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. maí 2020 08:00 Herjólfsdalur var fagurgrænn í síðustu viku og tilbúinn til þess að taka á móti fólki. Vísir/Jóhann K. Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. Vegna hópsýkinga þar voru reglur harðari en annarsstaðar í samkomubanni og máttu um tíma ekki fleiri en 10 koma saman. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir veturinn hafa verið verulega erfiðan. „En einhvern veginn æðruleysið og hvernig fólkið tók þessu hérna. Það voru allir tilbúnir að leggja rosalega mikið á sig til þess að láta þetta ganga og það gekk. En þessi tími var erfiður,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Styttist í tvö stór íþróttamót Lífið í Vestmannaeyjum færist hægt og bítandi í eðlilegt horf og horfa Eyjamenn björtum augum til sumarsins. Tvö stór íþróttamót, TM- og Orkumótið eru skipulögð núna strax í næsta mánuði og enn hefur Þjóðhátíð ekki verið aflýst. „Við förum eftir öllu sem okkur er upp á lagt og þetta er allt í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnanefnd. En við ætlum okkar að reyna að halda þessa viðburði með einhverjum hætti og einhverju formi vegna þess að ég held að við þurfum bara á því að halda að fá örlitla tilbreytingu þó að þetta verði örðuvísi en við erum vön,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Jóhann K. Þurfa að fylgja reglum og kröfum vegna Covid-19 Formaður þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV segir að íþróttamótin séu fyrst og fremst hugsuð fyrir yngri börn sem iðka íþróttina og séu mótin mikil upplifun fyrir þau. Aðgerðaráætlun hafi verið í smíðum til að geta staðist þær reglur og kröfur sem séu gerðar til mótshaldara. Foreldrar eru margir að spyrja sig hvernig skipulagið verði. Hvort þau fái og hvort tveir megi koma með hverju barni. Er skipulagið unnið út frá því að foreldrar geti komið með yngstu börnunum? „Já, þetta er unnið þannig að við treystum okkur til að koma því fyrir að foreldrar geti í það minnsta komið og horft á leiki en við munum takmarka aðkomu foreldra að i gistingu og í mat,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Jóhann K. „Við sjáum fyrir okkur að það geti verið 200 manns saman að horfa á fótboltaleiki og við erum með þetta á fjórum stórum knattspyrnuvöllum þannig að við erum ekki að safna mikið af fólki saman á svæðið,“ segir Hörður. Þjóðhátíð enn á teikniborðinu Vafi hefur verið á því hvort Þjóðhátíð verði haldin í ár. En Herjólfsdalur skartar sínu fegursta þessa daganna. „Við höfum sagt það og segjum en að við svo sem erum að bíða og þetta virðist vera að ganga vel og það er verið að létta á takmörkunum vonast var eftir og við bara fylgjumst spennt með,“ segir Hörður. Tvö stór fótboltamót, Orkumótið og TM-mótið eru skipulögð í Eyjum í næsta mánuði.Vísir/Jóhann K. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Íþróttir Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. Vegna hópsýkinga þar voru reglur harðari en annarsstaðar í samkomubanni og máttu um tíma ekki fleiri en 10 koma saman. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir veturinn hafa verið verulega erfiðan. „En einhvern veginn æðruleysið og hvernig fólkið tók þessu hérna. Það voru allir tilbúnir að leggja rosalega mikið á sig til þess að láta þetta ganga og það gekk. En þessi tími var erfiður,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Styttist í tvö stór íþróttamót Lífið í Vestmannaeyjum færist hægt og bítandi í eðlilegt horf og horfa Eyjamenn björtum augum til sumarsins. Tvö stór íþróttamót, TM- og Orkumótið eru skipulögð núna strax í næsta mánuði og enn hefur Þjóðhátíð ekki verið aflýst. „Við förum eftir öllu sem okkur er upp á lagt og þetta er allt í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnanefnd. En við ætlum okkar að reyna að halda þessa viðburði með einhverjum hætti og einhverju formi vegna þess að ég held að við þurfum bara á því að halda að fá örlitla tilbreytingu þó að þetta verði örðuvísi en við erum vön,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Jóhann K. Þurfa að fylgja reglum og kröfum vegna Covid-19 Formaður þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV segir að íþróttamótin séu fyrst og fremst hugsuð fyrir yngri börn sem iðka íþróttina og séu mótin mikil upplifun fyrir þau. Aðgerðaráætlun hafi verið í smíðum til að geta staðist þær reglur og kröfur sem séu gerðar til mótshaldara. Foreldrar eru margir að spyrja sig hvernig skipulagið verði. Hvort þau fái og hvort tveir megi koma með hverju barni. Er skipulagið unnið út frá því að foreldrar geti komið með yngstu börnunum? „Já, þetta er unnið þannig að við treystum okkur til að koma því fyrir að foreldrar geti í það minnsta komið og horft á leiki en við munum takmarka aðkomu foreldra að i gistingu og í mat,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Jóhann K. „Við sjáum fyrir okkur að það geti verið 200 manns saman að horfa á fótboltaleiki og við erum með þetta á fjórum stórum knattspyrnuvöllum þannig að við erum ekki að safna mikið af fólki saman á svæðið,“ segir Hörður. Þjóðhátíð enn á teikniborðinu Vafi hefur verið á því hvort Þjóðhátíð verði haldin í ár. En Herjólfsdalur skartar sínu fegursta þessa daganna. „Við höfum sagt það og segjum en að við svo sem erum að bíða og þetta virðist vera að ganga vel og það er verið að létta á takmörkunum vonast var eftir og við bara fylgjumst spennt með,“ segir Hörður. Tvö stór fótboltamót, Orkumótið og TM-mótið eru skipulögð í Eyjum í næsta mánuði.Vísir/Jóhann K.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Íþróttir Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira