Samkomubann í fjórar vikur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 11:07 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomubann er sett á í lýðveldisssögunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þessa fordæmalausu tíma kalla á fordæmalausar aðgerðir. Fjarlægðartakmarkanir á minni samkomum Samkomubannið er sett á í samræmi við sóttvarnalög og er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Samkomur verða þar með takmarkaðar í fjórar vikur en með takmörkun er átt við viðburði þar sem 100 manns og fleiri koma saman. Slíkar samkomur verða þar með óheimilar. Þá verða líka sett fjarlægðarmörk á milli fólks á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Börn í sem minnstum hópum og aðskilin sem kostur er Útfærslan á starfi leik- og grunnskóla verður gerð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaraforystuna en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði skilyrðin meðal annars felast í því að börn yrðu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. Þannig verður takmarkað hversu margir mega vera inn í stórum verslunum á hverjum tíma, á tónleikum, íþróttaviðburðum, í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Aðspurð hvort lögregla yrði þá við stórar verslanir til að framfylgja banninu svaraði forsætisráðherra neitandi og sagði að almenningi yrði treyst til þess að fylgja banninu. Öll smitin nema fimm á höfuðborgarsvæðinu Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Fréttin hefur verið uppfærð en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomubann er sett á í lýðveldisssögunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þessa fordæmalausu tíma kalla á fordæmalausar aðgerðir. Fjarlægðartakmarkanir á minni samkomum Samkomubannið er sett á í samræmi við sóttvarnalög og er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Samkomur verða þar með takmarkaðar í fjórar vikur en með takmörkun er átt við viðburði þar sem 100 manns og fleiri koma saman. Slíkar samkomur verða þar með óheimilar. Þá verða líka sett fjarlægðarmörk á milli fólks á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Börn í sem minnstum hópum og aðskilin sem kostur er Útfærslan á starfi leik- og grunnskóla verður gerð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaraforystuna en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði skilyrðin meðal annars felast í því að börn yrðu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. Þannig verður takmarkað hversu margir mega vera inn í stórum verslunum á hverjum tíma, á tónleikum, íþróttaviðburðum, í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Aðspurð hvort lögregla yrði þá við stórar verslanir til að framfylgja banninu svaraði forsætisráðherra neitandi og sagði að almenningi yrði treyst til þess að fylgja banninu. Öll smitin nema fimm á höfuðborgarsvæðinu Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Fréttin hefur verið uppfærð en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira