Samkomubann í fjórar vikur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 11:07 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomubann er sett á í lýðveldisssögunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þessa fordæmalausu tíma kalla á fordæmalausar aðgerðir. Fjarlægðartakmarkanir á minni samkomum Samkomubannið er sett á í samræmi við sóttvarnalög og er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Samkomur verða þar með takmarkaðar í fjórar vikur en með takmörkun er átt við viðburði þar sem 100 manns og fleiri koma saman. Slíkar samkomur verða þar með óheimilar. Þá verða líka sett fjarlægðarmörk á milli fólks á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Börn í sem minnstum hópum og aðskilin sem kostur er Útfærslan á starfi leik- og grunnskóla verður gerð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaraforystuna en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði skilyrðin meðal annars felast í því að börn yrðu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. Þannig verður takmarkað hversu margir mega vera inn í stórum verslunum á hverjum tíma, á tónleikum, íþróttaviðburðum, í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Aðspurð hvort lögregla yrði þá við stórar verslanir til að framfylgja banninu svaraði forsætisráðherra neitandi og sagði að almenningi yrði treyst til þess að fylgja banninu. Öll smitin nema fimm á höfuðborgarsvæðinu Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Fréttin hefur verið uppfærð en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomubann er sett á í lýðveldisssögunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þessa fordæmalausu tíma kalla á fordæmalausar aðgerðir. Fjarlægðartakmarkanir á minni samkomum Samkomubannið er sett á í samræmi við sóttvarnalög og er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Samkomur verða þar með takmarkaðar í fjórar vikur en með takmörkun er átt við viðburði þar sem 100 manns og fleiri koma saman. Slíkar samkomur verða þar með óheimilar. Þá verða líka sett fjarlægðarmörk á milli fólks á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Börn í sem minnstum hópum og aðskilin sem kostur er Útfærslan á starfi leik- og grunnskóla verður gerð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaraforystuna en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði skilyrðin meðal annars felast í því að börn yrðu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. Þannig verður takmarkað hversu margir mega vera inn í stórum verslunum á hverjum tíma, á tónleikum, íþróttaviðburðum, í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Aðspurð hvort lögregla yrði þá við stórar verslanir til að framfylgja banninu svaraði forsætisráðherra neitandi og sagði að almenningi yrði treyst til þess að fylgja banninu. Öll smitin nema fimm á höfuðborgarsvæðinu Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Fréttin hefur verið uppfærð en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira