Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. apríl 2020 15:08 Frá Hafnarfjarðarhöfn þegar verið var að hífa bílinn upp. EFMYNDAVÉL HAFNARFJARÐARHAFNAR Allir þrír drengirnir sem lentu í slysi í Hafnarfjarðarhöfn í janúar eru útskrifaðir af sjúkrahúsi. Helgi Valur Ingólfsson sem er sautján ára var útskrifaður fyrir páska en mun halda áfram í endurhæfingu á dagdeild Grensás að sögn móður hans sem lýsir því sem kraftaverki að drengirnir þrír hafi allir lifað slysið af. Tómas Guðbjartsson hjarta - og lungalæknir segir aðferðirnar sem notaðar voru til að endurlífga drengina, svokallaðar kælimeðferðir, einar þær flóknustu sem gerðar eru á spítalanum. Strákarnir voru þrír í bílnum þegar hann fór í höfnina við Óseyrarbryggju að kvöldi 17. janúar. Tveir fæddir 2002 og einn fæddur 2004. Vitni voru að slysinu og voru viðbragðsaðilar strax kallaðir á vettvang. Einn komst sjálfur upp en hinum tveimur var bjargað og voru allir þrír fluttir á slysadeild. Einn drengjanna var fljótt útskrifaður af sjúkrahúsi en hinir tveir voru á gjörgæslu. Annar þeirra fór heim snemma í febrúar en Helgi Valur var svo útskrifaður fyrir páska. Tómas var einn þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem kom að meðferð drengjanna tveggja á gjörgæslunni. Þar var flókinni kælimeðferð beitt við endurlífgunina. Kraftaverk að þeir hafi lifað af „Við erum náttúrulega öll mjög ánægð með hversu vel hefur tekist og ég er þá að vitna í það sem foreldrarnir hafa gefið upp í fjölmiðlum,“ sagði Tómas í Harmageddon á X-inu í morgun um árangur meðferðarinnar. „En það er alveg rétt að þarna fór vel og aðstæðurnar náttúrulega rosalega erfiðar, því þetta gerist að kvöldi til og lélegt skyggni um hávetur. Bíllinn fer svona ofan í sjóinn og þetta eru þrír ungir einstaklingar og einn kannski sleppur betur en hinir en þetta er næstum hálftími í kafi.“ Helgi Valur var fastur í bílnum í tæpar þrjátíu mínútur áður en kafarar björguðu honum úr sjónum. Honum var haldið sofandi í þrjár vikur eftir slysið. „Þetta leit ekkert voðalega vel út fyrst en svo snerist þetta við sem var mjög ánægjulegt.“ Sif Jóhannesdóttir móðir Helga Vals sagði í samtali við RÚV í gær að það væri „kraftaverk“ að allir þrír drengirnir hefðu lifað þetta af. „Þetta er allt í rétta átt, sem betur fer, en það er mikil þjálfun framundan. Næstu mánuðir fara í endurhæfingu og við horfum bara bjartsýn fram á veginn, að það bætist eitthvað við á hverjum degi,“ sagði Sif í samtali við Rúv. Hún segist þakklát fyrir samhuginn í samfélaginu. Fjölmennt var á bænastund í Fríkirkjunni daginn eftir slysið. Mikill samhugur var í bæjarfélaginu.Vísir/Sigurjón „Við viljum færa hjartans þakkir til allra þeirra sem komu að björguninni á slysstað. Við erum þakklát læknum og hjukrunarfólki á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut, Barnaspítalanum og Grensás. Þetta er allt saman frábært fagfólk og á stað í hjörtum okkar. Alveg sama hvar við vorum, þar var yndislegt fólk sem vann af fagmennsku og hélt vel utan um okkur fjölskylduna.“ Tómas segir að drengirnir hafi verið tengdir við sérstaka dælu við komuna á sjúkrahúsið. „Þetta er hjarta- og lungnavél sem getur bæði haldið uppi blóðþrýstingi fyrir hjartað ef að hjartað dælir ekki en ekki síður gervilunga í þessu tæki sem sér um að súrefnismetta blóðið og koma súrefni inn í líkamann því það er það sem sem er krítískast þannig að líkaminn geti starfað og þá sérstaklega heilinn.“ Hann bendir að við svona aðstæður, ef að fólk fer í hjartastopp og er ókælt, þá þolir heilinn ekki nema svona fjórar mínútur og þá fara að koma fram óafturkræfar heilaskemmdir. Því séu sjúklingar kældir og blóðrásin þá jafnvel stöðvuð alveg. „Þetta gerum við stundum hérna á hjarta- og skurðdeild Landspítala þegar verið er að gera flóknar aðgerðir á æðum upp til heilans þar sem að við verðum að stöðva blóðrásina til að geta unnið við æðarnar.“ Tómas Guðbjartsson læknirMynd/Vísir Börn kólna hraðar Í þessum tilfellum er líkamshiti sjúklinga kældur niður í 18 til 24 gráður. „Þá getum við slökkt á blóðrásinni kannski í 30, 40 mínútur. Viðkomandi er þá bara í rauninni eins og dáinn, næstum því eins og lík á skurðarborðinu. Síðan störtum við blóðrásinni aftur og hitum sjúklinginn hægt og rólega upp og það merkilega er að þessir sjúklingar koma yfirleitt óskaddaðir út. Þú getur endurræst líkamann og heilann.“ Hægt er að kæla meðvitað með hjarta- og lungnavél og þannig stöðvað blóðrásina jafnvel alveg í einhvern tíma. „Aðferðin sem var beitt í þessum tilvikum og sambærilegum, við svona drukknun, að þá ertu kannski með einstakling sem er kannski kominn í hjartastopp út af kulda og hjartað hætt að dæla en í þessu tilviki er það auðvitað mjög heppilegt að heilinn kælist niður í köldu vatninu og umhverfinu. Þá er alltaf lögð áhersla á þetta í endurlífgun, til dæmis ekki síst hjá börnum, sem yfirleitt kólna hratt því þau eru grönn og kólna hraðar en eldra og vöðvamassaðra fólk. Þá er alltaf lögð áhersla á að hætta ekki endurlífgun fyrr en sjúklingarnir eru orðnir heitir, þú getur strekkt þig býsna langt í endurlífgun hjá sjúklingi sem er mjög kaldur jafn vel þó að hann bregðist ekki við með eigin hjartslætti alveg strax. Í þessu tilviki tókst að setja tvo af þessum sjúklingum á svona etmo dælu.“ Helmingur lifir af Tómas segir að í svona tilfellum sé slöngunum komið fyrir í náranum og hálsinum eða hvoru tveggja. „Þá getur þú á stuttum tíma komist inn í blóðrásina með slöngum og svo tengir þú vélina við og getur sett dæluna af stað. Svo getur þú stýrt með þessari hjarta- og lungnavél, sem hægt er að nota alveg svo vikum skiptir, hitastiginu á sjúklingnum.“ Þetta er notað til að kæla niður sjúklinga í hjartastoppi en líka til að hita upp sjúklinga sem hafa til dæmis orðið undir í snjóflóði eða drukknað í mjög köldum sjó, eins og gerðist í slysinu í Hafnarfjarðarhöfn. Tómas segir að hér á landi hafi 60 til 70 sjúklingar verið meðhöndlaðir á þennan hátt og í kringum helmingur lifað af. „Þetta er með flóknustu meðferðum sem veitt er á sjúkrahúsi í rauninni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Tómas lækni í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hafnarfjörður Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Allir þrír drengirnir sem lentu í slysi í Hafnarfjarðarhöfn í janúar eru útskrifaðir af sjúkrahúsi. Helgi Valur Ingólfsson sem er sautján ára var útskrifaður fyrir páska en mun halda áfram í endurhæfingu á dagdeild Grensás að sögn móður hans sem lýsir því sem kraftaverki að drengirnir þrír hafi allir lifað slysið af. Tómas Guðbjartsson hjarta - og lungalæknir segir aðferðirnar sem notaðar voru til að endurlífga drengina, svokallaðar kælimeðferðir, einar þær flóknustu sem gerðar eru á spítalanum. Strákarnir voru þrír í bílnum þegar hann fór í höfnina við Óseyrarbryggju að kvöldi 17. janúar. Tveir fæddir 2002 og einn fæddur 2004. Vitni voru að slysinu og voru viðbragðsaðilar strax kallaðir á vettvang. Einn komst sjálfur upp en hinum tveimur var bjargað og voru allir þrír fluttir á slysadeild. Einn drengjanna var fljótt útskrifaður af sjúkrahúsi en hinir tveir voru á gjörgæslu. Annar þeirra fór heim snemma í febrúar en Helgi Valur var svo útskrifaður fyrir páska. Tómas var einn þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem kom að meðferð drengjanna tveggja á gjörgæslunni. Þar var flókinni kælimeðferð beitt við endurlífgunina. Kraftaverk að þeir hafi lifað af „Við erum náttúrulega öll mjög ánægð með hversu vel hefur tekist og ég er þá að vitna í það sem foreldrarnir hafa gefið upp í fjölmiðlum,“ sagði Tómas í Harmageddon á X-inu í morgun um árangur meðferðarinnar. „En það er alveg rétt að þarna fór vel og aðstæðurnar náttúrulega rosalega erfiðar, því þetta gerist að kvöldi til og lélegt skyggni um hávetur. Bíllinn fer svona ofan í sjóinn og þetta eru þrír ungir einstaklingar og einn kannski sleppur betur en hinir en þetta er næstum hálftími í kafi.“ Helgi Valur var fastur í bílnum í tæpar þrjátíu mínútur áður en kafarar björguðu honum úr sjónum. Honum var haldið sofandi í þrjár vikur eftir slysið. „Þetta leit ekkert voðalega vel út fyrst en svo snerist þetta við sem var mjög ánægjulegt.“ Sif Jóhannesdóttir móðir Helga Vals sagði í samtali við RÚV í gær að það væri „kraftaverk“ að allir þrír drengirnir hefðu lifað þetta af. „Þetta er allt í rétta átt, sem betur fer, en það er mikil þjálfun framundan. Næstu mánuðir fara í endurhæfingu og við horfum bara bjartsýn fram á veginn, að það bætist eitthvað við á hverjum degi,“ sagði Sif í samtali við Rúv. Hún segist þakklát fyrir samhuginn í samfélaginu. Fjölmennt var á bænastund í Fríkirkjunni daginn eftir slysið. Mikill samhugur var í bæjarfélaginu.Vísir/Sigurjón „Við viljum færa hjartans þakkir til allra þeirra sem komu að björguninni á slysstað. Við erum þakklát læknum og hjukrunarfólki á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut, Barnaspítalanum og Grensás. Þetta er allt saman frábært fagfólk og á stað í hjörtum okkar. Alveg sama hvar við vorum, þar var yndislegt fólk sem vann af fagmennsku og hélt vel utan um okkur fjölskylduna.“ Tómas segir að drengirnir hafi verið tengdir við sérstaka dælu við komuna á sjúkrahúsið. „Þetta er hjarta- og lungnavél sem getur bæði haldið uppi blóðþrýstingi fyrir hjartað ef að hjartað dælir ekki en ekki síður gervilunga í þessu tæki sem sér um að súrefnismetta blóðið og koma súrefni inn í líkamann því það er það sem sem er krítískast þannig að líkaminn geti starfað og þá sérstaklega heilinn.“ Hann bendir að við svona aðstæður, ef að fólk fer í hjartastopp og er ókælt, þá þolir heilinn ekki nema svona fjórar mínútur og þá fara að koma fram óafturkræfar heilaskemmdir. Því séu sjúklingar kældir og blóðrásin þá jafnvel stöðvuð alveg. „Þetta gerum við stundum hérna á hjarta- og skurðdeild Landspítala þegar verið er að gera flóknar aðgerðir á æðum upp til heilans þar sem að við verðum að stöðva blóðrásina til að geta unnið við æðarnar.“ Tómas Guðbjartsson læknirMynd/Vísir Börn kólna hraðar Í þessum tilfellum er líkamshiti sjúklinga kældur niður í 18 til 24 gráður. „Þá getum við slökkt á blóðrásinni kannski í 30, 40 mínútur. Viðkomandi er þá bara í rauninni eins og dáinn, næstum því eins og lík á skurðarborðinu. Síðan störtum við blóðrásinni aftur og hitum sjúklinginn hægt og rólega upp og það merkilega er að þessir sjúklingar koma yfirleitt óskaddaðir út. Þú getur endurræst líkamann og heilann.“ Hægt er að kæla meðvitað með hjarta- og lungnavél og þannig stöðvað blóðrásina jafnvel alveg í einhvern tíma. „Aðferðin sem var beitt í þessum tilvikum og sambærilegum, við svona drukknun, að þá ertu kannski með einstakling sem er kannski kominn í hjartastopp út af kulda og hjartað hætt að dæla en í þessu tilviki er það auðvitað mjög heppilegt að heilinn kælist niður í köldu vatninu og umhverfinu. Þá er alltaf lögð áhersla á þetta í endurlífgun, til dæmis ekki síst hjá börnum, sem yfirleitt kólna hratt því þau eru grönn og kólna hraðar en eldra og vöðvamassaðra fólk. Þá er alltaf lögð áhersla á að hætta ekki endurlífgun fyrr en sjúklingarnir eru orðnir heitir, þú getur strekkt þig býsna langt í endurlífgun hjá sjúklingi sem er mjög kaldur jafn vel þó að hann bregðist ekki við með eigin hjartslætti alveg strax. Í þessu tilviki tókst að setja tvo af þessum sjúklingum á svona etmo dælu.“ Helmingur lifir af Tómas segir að í svona tilfellum sé slöngunum komið fyrir í náranum og hálsinum eða hvoru tveggja. „Þá getur þú á stuttum tíma komist inn í blóðrásina með slöngum og svo tengir þú vélina við og getur sett dæluna af stað. Svo getur þú stýrt með þessari hjarta- og lungnavél, sem hægt er að nota alveg svo vikum skiptir, hitastiginu á sjúklingnum.“ Þetta er notað til að kæla niður sjúklinga í hjartastoppi en líka til að hita upp sjúklinga sem hafa til dæmis orðið undir í snjóflóði eða drukknað í mjög köldum sjó, eins og gerðist í slysinu í Hafnarfjarðarhöfn. Tómas segir að hér á landi hafi 60 til 70 sjúklingar verið meðhöndlaðir á þennan hátt og í kringum helmingur lifað af. „Þetta er með flóknustu meðferðum sem veitt er á sjúkrahúsi í rauninni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Tómas lækni í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira