Fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið rakið aftur til 17. nóvember Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 07:43 Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á kínverskt samfélag síðustu mánuði. Önnur ríki heims hafa einnig verið að grípa til harðra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Getty Búið er að rekja fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið aftur til 17. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í minnisblöðum kínverskra stjórnvalda sem South China Morning Post segir frá. Í skjölunum kemur fram að 55 ára maður í Hubei-héraði sé sá fyrsti sem vitað er að smitaðist af veirunni. Grunur leikur þó á að allra fyrsta smitið kunni að hafa komið nokkru fyrr. Enn sem komið er hefur ekki tekist að rekja smitin aftar í tíma, en mikilvægt er að rekja smitin aftur til þess sem smitaðist fyrst til að gera sér grein fyrir því hvernig veiran myndaðist og fór svo í dreifingu milli manna. 266 manns hið minnsta smituðust á síðasta ári Kínverskum yfirvöldum hefur enn sem komið er tekist að finna 266 manns sem smituðust af kórónuveirunni, sem veldur sjúkdómnum COVOD-19, á síðasta ári. Öll leituðu þau til lækna á tímabilinu. Í frétt South China Morning Post segir að dagana eftir 17. nóvember hafi verið tilkynnt um eitt til fimm ný tilfelli á dag. Þann 15. desember var búið að greina 27 manns með smit, en fimm dögum síðar var fjöldinn kominn í sextíu. Zhang Jixian, læknir á sjúkrahúsi í Hubei, greindi heilbrigðisyfirvöldum frá því þann 27. desember að sjúkdóminn mætti rekja til nýs afbrigðis kórónuveiru. Þá höfðu 180 manns greinst með smit, þó að fullvíst megi teljast að raunverulegur fjöldi hafi verið mun hærri. Á gamlársdag 2019 voru tilfellin í Kína 266, og á fyrsta degi nýs árs 381. Um fimm þúsund látið lífið Alls hafa nú rúmlega 80 þúsund manns greinst með veiruna í Kína og tæplega 3.200 látið lífið. Verulega hefur tekist að hefta útbreiðsluna í Kína, en sömu sögu er þó ekki að segja utan Kína. Á heimsvísu hafa um 135 þúsund smit greinst og hafa tæplega fimm þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Á Íslandi hafa 117 smit greinst. Kína Wuhan-veiran Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Búið er að rekja fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið aftur til 17. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í minnisblöðum kínverskra stjórnvalda sem South China Morning Post segir frá. Í skjölunum kemur fram að 55 ára maður í Hubei-héraði sé sá fyrsti sem vitað er að smitaðist af veirunni. Grunur leikur þó á að allra fyrsta smitið kunni að hafa komið nokkru fyrr. Enn sem komið er hefur ekki tekist að rekja smitin aftar í tíma, en mikilvægt er að rekja smitin aftur til þess sem smitaðist fyrst til að gera sér grein fyrir því hvernig veiran myndaðist og fór svo í dreifingu milli manna. 266 manns hið minnsta smituðust á síðasta ári Kínverskum yfirvöldum hefur enn sem komið er tekist að finna 266 manns sem smituðust af kórónuveirunni, sem veldur sjúkdómnum COVOD-19, á síðasta ári. Öll leituðu þau til lækna á tímabilinu. Í frétt South China Morning Post segir að dagana eftir 17. nóvember hafi verið tilkynnt um eitt til fimm ný tilfelli á dag. Þann 15. desember var búið að greina 27 manns með smit, en fimm dögum síðar var fjöldinn kominn í sextíu. Zhang Jixian, læknir á sjúkrahúsi í Hubei, greindi heilbrigðisyfirvöldum frá því þann 27. desember að sjúkdóminn mætti rekja til nýs afbrigðis kórónuveiru. Þá höfðu 180 manns greinst með smit, þó að fullvíst megi teljast að raunverulegur fjöldi hafi verið mun hærri. Á gamlársdag 2019 voru tilfellin í Kína 266, og á fyrsta degi nýs árs 381. Um fimm þúsund látið lífið Alls hafa nú rúmlega 80 þúsund manns greinst með veiruna í Kína og tæplega 3.200 látið lífið. Verulega hefur tekist að hefta útbreiðsluna í Kína, en sömu sögu er þó ekki að segja utan Kína. Á heimsvísu hafa um 135 þúsund smit greinst og hafa tæplega fimm þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Á Íslandi hafa 117 smit greinst.
Kína Wuhan-veiran Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira