Nú gæti kórónuveiran líka tekið EM sætið frá íslenska fótboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 08:30 Ísland á enn möguleika á að vera með á EM 2020 en það gæti breyst á neyðarfundi UEFA í næstu viku. vísir/daníel Kórónuveiran ógnar öllum íþróttaviðburðum í heiminum og þar á meðal er Evrópumótið í knattspyrnu í sumar þar sem okkur Íslendinga dreymir enn um að vera þátttakendur. Tuttugu þjóðir hafa tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar og fjögur sæti eru enn laus. Fjögur umspil áttu að skera út um það hvert þeir farseðlar fara og áttu að fara fram í lok þessa mánaðar. Nú er umspilið í uppnámi sem og öll knattspyrnumót á vegum UEFA. Euro 2020 on verge of being postponed to 2021 or cancelled altogether due to coronavirus crisis | @ben_rumsby https://t.co/yCQ2h6pmz7— Telegraph Football (@TeleFootball) March 12, 2020 Erlendir fréttamiðlar sögðu frá því í gær að Knattspyrnusamband Evrópu ætli að halda neyðarfund með öllum landssamböndum sínum og fulltrúum allra deilda og keppna á þriðjudaginn til að leita að lausnum til að klára keppnistímabilið og finna stað fyrir Evrópumótið. Mestar líkur voru sagðar á því að Evrópumótinu yrði frestað um eitt ár og með því yrði til tími í vor og sumar til að klára keppnir sem eru í gangi, hvort sem það eru deildirnar heima fyrir eða Evrópukeppnirnar. Það eru samt aðrar leiðir sem koma til greina eins og kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu. Uefa will hold an emergency meeting on Tuesday and will discuss the possibility of postponing Euro 2020 by one year. More: https://t.co/VuZ0QMlKSI pic.twitter.com/SsSeorjpBX— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Breska ríkisútvarpið segir frá því í frétt sinni um neyðarfundinn að það komi líka til greina að fresta umspilsleikjunum fram í júní en líka að sleppa þeim alveg og vera bara með tuttugu þjóða Evrópumót. Það er samt ekki líklegt að það verði mjög vinsælt á fundinum þar sem sextán þjóðir taka þátt í umspilinu og með því væri verið að taka frá þeim EM drauminn og gríðarlega mikla peninga. Knattspyrnusamband Evrópu er samt að setja það í forgang að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina og háværustu raddirnar eru að svo að það sé möguleiki sé eina leiðin að færa EM yfir á næsta sumar. Uefa to consider postponing Euro 2020 until next summer over coronavirus @ed_aarons https://t.co/aEo7pntYWS— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 EM á að fara fram í sumar frá 12. júní til 12. júlí en svo má ekki gleyma því að næsta sumar fer fram Evrópumót kvenna frá 11. júlí til 1. ágúst. UEFA gæti vissulega aflýst Evrópumótinu í heilu lagi en það er mjög ólíkleg niðurstaða enda myndi það þýða gríðarlegt tekjutap fyrir sambandið sem er með miklar skuldbindingar því tengdu. EM 2020 í fótbolta Wuhan-veiran Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Kórónuveiran ógnar öllum íþróttaviðburðum í heiminum og þar á meðal er Evrópumótið í knattspyrnu í sumar þar sem okkur Íslendinga dreymir enn um að vera þátttakendur. Tuttugu þjóðir hafa tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar og fjögur sæti eru enn laus. Fjögur umspil áttu að skera út um það hvert þeir farseðlar fara og áttu að fara fram í lok þessa mánaðar. Nú er umspilið í uppnámi sem og öll knattspyrnumót á vegum UEFA. Euro 2020 on verge of being postponed to 2021 or cancelled altogether due to coronavirus crisis | @ben_rumsby https://t.co/yCQ2h6pmz7— Telegraph Football (@TeleFootball) March 12, 2020 Erlendir fréttamiðlar sögðu frá því í gær að Knattspyrnusamband Evrópu ætli að halda neyðarfund með öllum landssamböndum sínum og fulltrúum allra deilda og keppna á þriðjudaginn til að leita að lausnum til að klára keppnistímabilið og finna stað fyrir Evrópumótið. Mestar líkur voru sagðar á því að Evrópumótinu yrði frestað um eitt ár og með því yrði til tími í vor og sumar til að klára keppnir sem eru í gangi, hvort sem það eru deildirnar heima fyrir eða Evrópukeppnirnar. Það eru samt aðrar leiðir sem koma til greina eins og kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu. Uefa will hold an emergency meeting on Tuesday and will discuss the possibility of postponing Euro 2020 by one year. More: https://t.co/VuZ0QMlKSI pic.twitter.com/SsSeorjpBX— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Breska ríkisútvarpið segir frá því í frétt sinni um neyðarfundinn að það komi líka til greina að fresta umspilsleikjunum fram í júní en líka að sleppa þeim alveg og vera bara með tuttugu þjóða Evrópumót. Það er samt ekki líklegt að það verði mjög vinsælt á fundinum þar sem sextán þjóðir taka þátt í umspilinu og með því væri verið að taka frá þeim EM drauminn og gríðarlega mikla peninga. Knattspyrnusamband Evrópu er samt að setja það í forgang að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina og háværustu raddirnar eru að svo að það sé möguleiki sé eina leiðin að færa EM yfir á næsta sumar. Uefa to consider postponing Euro 2020 until next summer over coronavirus @ed_aarons https://t.co/aEo7pntYWS— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 EM á að fara fram í sumar frá 12. júní til 12. júlí en svo má ekki gleyma því að næsta sumar fer fram Evrópumót kvenna frá 11. júlí til 1. ágúst. UEFA gæti vissulega aflýst Evrópumótinu í heilu lagi en það er mjög ólíkleg niðurstaða enda myndi það þýða gríðarlegt tekjutap fyrir sambandið sem er með miklar skuldbindingar því tengdu.
EM 2020 í fótbolta Wuhan-veiran Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira