Fjöldi lítilla fyrirtækja komi ekki á óvart Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. maí 2020 23:00 Ingibjörg Björnsdóttir, verkefnastjóri Litla Íslands. Vísir Rúmlega 80 prósent fyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleiðina skráðu færri en 5 starfsmenn í úrræðið. Verkefnastjóri Litla Íslands segir tölurnar ekki koma sér á óvart. Lítil fyrirtæki séu hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Af þeim rúmlega 6400 fyrirtækjum sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda settu 2950 þeirra aðeins einn starfsmann á hlutabætur og 2323 fyrirtæki skráðu á bilinu tvo til fimm. Eftir standa rúmlega 1160 fyrirtæki, 18 prósent heildarfjöldans, sem létu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur, og það eru þessi fyrirtæki sem Vinnumálastofnun nafngreindi á lista sínum í gær. Á listanum kennir ýmissa grasa; þar má finna stórfyrirtæki, sveitarfélög, veitingastaði, verkfræðistofur, hótel og Hallgrímssókn. Á listanum kemur hins vegar ekki fram hversu marga starfsmenn fyrirtækin settu á hlutabætur eða hvað þau lækkuðu starfshlutfall þeirra mikið. Einnig kann að vanta fyrirtæki á listann sem hafa skráð starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum Aprílskýrsla Vinnumálastofnunnar ber þó með sér að 13 stórfyrirtæki hafi hvert um sig minnkað starfshlutfall fleiri en 150 starfsmanna sinna, þar af voru 8 fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjögur í verslun og 1 í iðnaði. Samanlagt voru það um um 14% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu sér úrræðið þann mánuðinn. Listi Vinnumálastofnunar ber því með sér að stór hluti þeirra sem sett voru hlutabætur hafi verið starfsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verkefnastjóri Litla Íslands segir að hafi verið viðbúið. „Nei, það kemur ekki á óvart. Mörg lítil fyrirtæki lentu í gríðarlegum rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki í íslensku atvinnulífi, enda greiddu þau 69 prósent af heildarlaunum í landinu á árinu 2018,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóri Litla Íslands. Þau þurfi því að styðja. „Á bak við hvert fyrirtæki er fólk sem er búið að leggja hart að sér við að skapa sér og samfélaginu verðmæti, sem er mikilvægt að vernda.“ Hlutabótaleiðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Rúmlega 80 prósent fyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleiðina skráðu færri en 5 starfsmenn í úrræðið. Verkefnastjóri Litla Íslands segir tölurnar ekki koma sér á óvart. Lítil fyrirtæki séu hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Af þeim rúmlega 6400 fyrirtækjum sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda settu 2950 þeirra aðeins einn starfsmann á hlutabætur og 2323 fyrirtæki skráðu á bilinu tvo til fimm. Eftir standa rúmlega 1160 fyrirtæki, 18 prósent heildarfjöldans, sem létu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur, og það eru þessi fyrirtæki sem Vinnumálastofnun nafngreindi á lista sínum í gær. Á listanum kennir ýmissa grasa; þar má finna stórfyrirtæki, sveitarfélög, veitingastaði, verkfræðistofur, hótel og Hallgrímssókn. Á listanum kemur hins vegar ekki fram hversu marga starfsmenn fyrirtækin settu á hlutabætur eða hvað þau lækkuðu starfshlutfall þeirra mikið. Einnig kann að vanta fyrirtæki á listann sem hafa skráð starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum Aprílskýrsla Vinnumálastofnunnar ber þó með sér að 13 stórfyrirtæki hafi hvert um sig minnkað starfshlutfall fleiri en 150 starfsmanna sinna, þar af voru 8 fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjögur í verslun og 1 í iðnaði. Samanlagt voru það um um 14% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu sér úrræðið þann mánuðinn. Listi Vinnumálastofnunar ber því með sér að stór hluti þeirra sem sett voru hlutabætur hafi verið starfsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verkefnastjóri Litla Íslands segir að hafi verið viðbúið. „Nei, það kemur ekki á óvart. Mörg lítil fyrirtæki lentu í gríðarlegum rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki í íslensku atvinnulífi, enda greiddu þau 69 prósent af heildarlaunum í landinu á árinu 2018,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóri Litla Íslands. Þau þurfi því að styðja. „Á bak við hvert fyrirtæki er fólk sem er búið að leggja hart að sér við að skapa sér og samfélaginu verðmæti, sem er mikilvægt að vernda.“
Hlutabótaleiðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50