Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2020 20:06 Eyjafjörður er sjókvíalaus, enn sem komið er. Vísir/Tryggvi Páll Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. Flestir flóar og firðir á öllu Norðurlandi hafa verið friðaðir fyrir laxeldi í sjó en ástæðan eru gjöfular laxveiðiár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill að Eyjafjörður bætist í hópinn. „Manni finnst mjög skrýtið að Eyjafjörðurinn sé skilinn eftir, og reyndar Öxarfjörðurinn líka, með tilliti til þess að ef laxinn sleppur úr þessum kvíum þá fer hann nú töluverða vegalengd eftir því sem við best vitum og það er ekki langt hérna á milli fjarða,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Tillaga hans um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verðir friðaður fyrir sjókvíaeldi var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í meirihlutasamstarfi með L-listanum og Framsóknarflokknum greiddu atkvæði með minnihlutanum í atkvæðagreiðslunni, og var tillagan því samþykkt. Nefnir Gunnar ýmsar ástæður fyrir afstöðu sinni í málinu, en ekki síst gjöfular bleikjuveiðiár við Eyjafjörð. „Hér við Eyjafjörð eru líka viðkvæmir bleikjustofnar sem er alveg morgunljóst að ef að kemur upp laxalús í, sem er að gerast margítrekað fyrir vestan og austan eftir því sem ég best veit, ef að laxalúsin kemst í bleikjuna þá er hún bara dauð því að hún hefur ekkert hreystur til að verja sig,“ segir Gunnar. Áhætturnar sem fylgi sjókvíaeldi séu einfaldlega of miklar. „Það hefur enginn getað tryggt eitt né neitt í þessu þannig að af hverju ekki bara leyfa náttúrunni að njóta vafans og friða fjörðinn hérna?“ Sjókvíaeldið eigi betur heima á öðrum stöðum þar sem uppbygging þess sé vel á veg komin. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri virðist mótfallinn sjókvíaeldi við Eyjafjörð.Vísir/Einar „Menn hafa verið að gera vel á Austfjörðum og Vestfjörðum, þetta hefur skipt byggðirnar gríðarlegu máli vegna þess að þar eru kannski tækifæri til atvinnuuppbyggingar frekar lítil. Hér höfum við allt aðrar aðstæður,“ segir Gunnar. Málið varðar þó ekki bara Akureyri, enda fleiri sveitarfélög við Eyjafjörð. Gunnar segir að nú sé boltinn kominn í hendurnar á ráðherra, sem þurfi þá að taka ákvörðun. „Hann gerir það ekki bara með einu pennastriki, hann hlýtur þá að kalla eftir viðbrögðum og viðhorfum annarra sveitarfélaga.Þetta er hins vegar afstaða okkar til málsins og það er bara rétt að nefna það að þar sem Fjallabyggð hefur verið að sækja það stíft að koma upp fiskeldi út með firði, þeir hafa ekki verið að spyrja okkur um það hvað okkur finnst í raun.“ Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira
Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. Flestir flóar og firðir á öllu Norðurlandi hafa verið friðaðir fyrir laxeldi í sjó en ástæðan eru gjöfular laxveiðiár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill að Eyjafjörður bætist í hópinn. „Manni finnst mjög skrýtið að Eyjafjörðurinn sé skilinn eftir, og reyndar Öxarfjörðurinn líka, með tilliti til þess að ef laxinn sleppur úr þessum kvíum þá fer hann nú töluverða vegalengd eftir því sem við best vitum og það er ekki langt hérna á milli fjarða,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Tillaga hans um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verðir friðaður fyrir sjókvíaeldi var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í meirihlutasamstarfi með L-listanum og Framsóknarflokknum greiddu atkvæði með minnihlutanum í atkvæðagreiðslunni, og var tillagan því samþykkt. Nefnir Gunnar ýmsar ástæður fyrir afstöðu sinni í málinu, en ekki síst gjöfular bleikjuveiðiár við Eyjafjörð. „Hér við Eyjafjörð eru líka viðkvæmir bleikjustofnar sem er alveg morgunljóst að ef að kemur upp laxalús í, sem er að gerast margítrekað fyrir vestan og austan eftir því sem ég best veit, ef að laxalúsin kemst í bleikjuna þá er hún bara dauð því að hún hefur ekkert hreystur til að verja sig,“ segir Gunnar. Áhætturnar sem fylgi sjókvíaeldi séu einfaldlega of miklar. „Það hefur enginn getað tryggt eitt né neitt í þessu þannig að af hverju ekki bara leyfa náttúrunni að njóta vafans og friða fjörðinn hérna?“ Sjókvíaeldið eigi betur heima á öðrum stöðum þar sem uppbygging þess sé vel á veg komin. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri virðist mótfallinn sjókvíaeldi við Eyjafjörð.Vísir/Einar „Menn hafa verið að gera vel á Austfjörðum og Vestfjörðum, þetta hefur skipt byggðirnar gríðarlegu máli vegna þess að þar eru kannski tækifæri til atvinnuuppbyggingar frekar lítil. Hér höfum við allt aðrar aðstæður,“ segir Gunnar. Málið varðar þó ekki bara Akureyri, enda fleiri sveitarfélög við Eyjafjörð. Gunnar segir að nú sé boltinn kominn í hendurnar á ráðherra, sem þurfi þá að taka ákvörðun. „Hann gerir það ekki bara með einu pennastriki, hann hlýtur þá að kalla eftir viðbrögðum og viðhorfum annarra sveitarfélaga.Þetta er hins vegar afstaða okkar til málsins og það er bara rétt að nefna það að þar sem Fjallabyggð hefur verið að sækja það stíft að koma upp fiskeldi út með firði, þeir hafa ekki verið að spyrja okkur um það hvað okkur finnst í raun.“
Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira