Handbolti

Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigvaldi Guðjónsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska liðið Elverum.
Sigvaldi Guðjónsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska liðið Elverum. vísir/getty

Ákveðið hefur verið að aflýsa tímabilinu í norska handboltanum vegna kórónuveirunnar. Norska handknattleikssambandið greindi frá þessu í dag.

Fyrst bárust fréttir um að úrslitakeppninni í efstu deild karla og kvenna hefði verið aflýst en núna er ljóst að fleiri leikir í deildakeppninni fara ekki fram.

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Guðjónsson hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir Elverum sem er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar.

Sigvaldi gengur í raðir pólska stórliðsins Kielce eftir tímabilið.

Norska handknattleikssambandið fundar nú um næstu skref, hvað gera skuli varðandi hvaða lið falla eða fara upp um deild og hvaða lið fá Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×