Telur ekki ástæðu til að óttast það að heimsóknir hefjist að nýju Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2020 12:15 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Lögreglan Formaður Landssambands eldri borgara segir tillögur um tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum rökrétt næsta skref. Hún telur ekki ástæðu til að óttast það að byrja að hleypa aðstandendum aftur inn á hjúkrunarheimilin, að því gefnu að ítrustu varúðar sé gætt. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum landsins vegna kórónuveirunnar frá 6. mars síðastliðinn. Greint var frá því í gær að aðstandendur muni, einn og einn í einu, geta byrjað að heimsækja vistmenn að nýju frá og með 4. maí. Tillögurnar verða kynntar í næstu viku. Sjá einnig: Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssmabands eldri borgara segir tillögurnar rökréttar, miðað við að gætt verði ítrustu varúðar og farið hægt í sakirnar. Þá segir hún heimsóknarbannið vissulega hafa verið eldri borgurum þungbært en flestir hafi sýnt því skilning. „Allir þeir sem hafa heilsu og þrek til að skilja aðstæðurnar og þessa veiru, það er fólk sem hefur tekið þessu afskaplega vel en auðvitað eru sumir veikari og með erfiðari aðstæður. En síðan kom, jú, á miðju þessu tímabili það að fara að nýta nýja tækni með því að hafa spjaldtölvur og símana, til þess að geta átt samskipti við sína nánustu. Það hefur hjálpað ótrúlega mikið.“ En er það mat Þórunnar að það sé óhætt að byrja að hleypa fólki inn á elliheimilin aftur? „Ég held að þessar varúðarráðstafanir verði bara það faglegar að við þurfum ekki að fara í neitt kvíðakast yfir þessu. Ég treysti þessu starfsfólki. Það er búið að sýna og sanna á þessum vikum frábært starf og mikinn stuðning við aldraða inni á hjúkrunarheimilum,“ segir Þórunn. Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28 Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Formaður Landssambands eldri borgara segir tillögur um tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum rökrétt næsta skref. Hún telur ekki ástæðu til að óttast það að byrja að hleypa aðstandendum aftur inn á hjúkrunarheimilin, að því gefnu að ítrustu varúðar sé gætt. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum landsins vegna kórónuveirunnar frá 6. mars síðastliðinn. Greint var frá því í gær að aðstandendur muni, einn og einn í einu, geta byrjað að heimsækja vistmenn að nýju frá og með 4. maí. Tillögurnar verða kynntar í næstu viku. Sjá einnig: Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssmabands eldri borgara segir tillögurnar rökréttar, miðað við að gætt verði ítrustu varúðar og farið hægt í sakirnar. Þá segir hún heimsóknarbannið vissulega hafa verið eldri borgurum þungbært en flestir hafi sýnt því skilning. „Allir þeir sem hafa heilsu og þrek til að skilja aðstæðurnar og þessa veiru, það er fólk sem hefur tekið þessu afskaplega vel en auðvitað eru sumir veikari og með erfiðari aðstæður. En síðan kom, jú, á miðju þessu tímabili það að fara að nýta nýja tækni með því að hafa spjaldtölvur og símana, til þess að geta átt samskipti við sína nánustu. Það hefur hjálpað ótrúlega mikið.“ En er það mat Þórunnar að það sé óhætt að byrja að hleypa fólki inn á elliheimilin aftur? „Ég held að þessar varúðarráðstafanir verði bara það faglegar að við þurfum ekki að fara í neitt kvíðakast yfir þessu. Ég treysti þessu starfsfólki. Það er búið að sýna og sanna á þessum vikum frábært starf og mikinn stuðning við aldraða inni á hjúkrunarheimilum,“ segir Þórunn.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28 Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15
Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28
Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23