Telur ekki ástæðu til að óttast það að heimsóknir hefjist að nýju Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2020 12:15 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Lögreglan Formaður Landssambands eldri borgara segir tillögur um tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum rökrétt næsta skref. Hún telur ekki ástæðu til að óttast það að byrja að hleypa aðstandendum aftur inn á hjúkrunarheimilin, að því gefnu að ítrustu varúðar sé gætt. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum landsins vegna kórónuveirunnar frá 6. mars síðastliðinn. Greint var frá því í gær að aðstandendur muni, einn og einn í einu, geta byrjað að heimsækja vistmenn að nýju frá og með 4. maí. Tillögurnar verða kynntar í næstu viku. Sjá einnig: Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssmabands eldri borgara segir tillögurnar rökréttar, miðað við að gætt verði ítrustu varúðar og farið hægt í sakirnar. Þá segir hún heimsóknarbannið vissulega hafa verið eldri borgurum þungbært en flestir hafi sýnt því skilning. „Allir þeir sem hafa heilsu og þrek til að skilja aðstæðurnar og þessa veiru, það er fólk sem hefur tekið þessu afskaplega vel en auðvitað eru sumir veikari og með erfiðari aðstæður. En síðan kom, jú, á miðju þessu tímabili það að fara að nýta nýja tækni með því að hafa spjaldtölvur og símana, til þess að geta átt samskipti við sína nánustu. Það hefur hjálpað ótrúlega mikið.“ En er það mat Þórunnar að það sé óhætt að byrja að hleypa fólki inn á elliheimilin aftur? „Ég held að þessar varúðarráðstafanir verði bara það faglegar að við þurfum ekki að fara í neitt kvíðakast yfir þessu. Ég treysti þessu starfsfólki. Það er búið að sýna og sanna á þessum vikum frábært starf og mikinn stuðning við aldraða inni á hjúkrunarheimilum,“ segir Þórunn. Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28 Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Formaður Landssambands eldri borgara segir tillögur um tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum rökrétt næsta skref. Hún telur ekki ástæðu til að óttast það að byrja að hleypa aðstandendum aftur inn á hjúkrunarheimilin, að því gefnu að ítrustu varúðar sé gætt. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum landsins vegna kórónuveirunnar frá 6. mars síðastliðinn. Greint var frá því í gær að aðstandendur muni, einn og einn í einu, geta byrjað að heimsækja vistmenn að nýju frá og með 4. maí. Tillögurnar verða kynntar í næstu viku. Sjá einnig: Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssmabands eldri borgara segir tillögurnar rökréttar, miðað við að gætt verði ítrustu varúðar og farið hægt í sakirnar. Þá segir hún heimsóknarbannið vissulega hafa verið eldri borgurum þungbært en flestir hafi sýnt því skilning. „Allir þeir sem hafa heilsu og þrek til að skilja aðstæðurnar og þessa veiru, það er fólk sem hefur tekið þessu afskaplega vel en auðvitað eru sumir veikari og með erfiðari aðstæður. En síðan kom, jú, á miðju þessu tímabili það að fara að nýta nýja tækni með því að hafa spjaldtölvur og símana, til þess að geta átt samskipti við sína nánustu. Það hefur hjálpað ótrúlega mikið.“ En er það mat Þórunnar að það sé óhætt að byrja að hleypa fólki inn á elliheimilin aftur? „Ég held að þessar varúðarráðstafanir verði bara það faglegar að við þurfum ekki að fara í neitt kvíðakast yfir þessu. Ég treysti þessu starfsfólki. Það er búið að sýna og sanna á þessum vikum frábært starf og mikinn stuðning við aldraða inni á hjúkrunarheimilum,“ segir Þórunn.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28 Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15
Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28
Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23