Telur ekki ástæðu til að óttast það að heimsóknir hefjist að nýju Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2020 12:15 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Lögreglan Formaður Landssambands eldri borgara segir tillögur um tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum rökrétt næsta skref. Hún telur ekki ástæðu til að óttast það að byrja að hleypa aðstandendum aftur inn á hjúkrunarheimilin, að því gefnu að ítrustu varúðar sé gætt. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum landsins vegna kórónuveirunnar frá 6. mars síðastliðinn. Greint var frá því í gær að aðstandendur muni, einn og einn í einu, geta byrjað að heimsækja vistmenn að nýju frá og með 4. maí. Tillögurnar verða kynntar í næstu viku. Sjá einnig: Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssmabands eldri borgara segir tillögurnar rökréttar, miðað við að gætt verði ítrustu varúðar og farið hægt í sakirnar. Þá segir hún heimsóknarbannið vissulega hafa verið eldri borgurum þungbært en flestir hafi sýnt því skilning. „Allir þeir sem hafa heilsu og þrek til að skilja aðstæðurnar og þessa veiru, það er fólk sem hefur tekið þessu afskaplega vel en auðvitað eru sumir veikari og með erfiðari aðstæður. En síðan kom, jú, á miðju þessu tímabili það að fara að nýta nýja tækni með því að hafa spjaldtölvur og símana, til þess að geta átt samskipti við sína nánustu. Það hefur hjálpað ótrúlega mikið.“ En er það mat Þórunnar að það sé óhætt að byrja að hleypa fólki inn á elliheimilin aftur? „Ég held að þessar varúðarráðstafanir verði bara það faglegar að við þurfum ekki að fara í neitt kvíðakast yfir þessu. Ég treysti þessu starfsfólki. Það er búið að sýna og sanna á þessum vikum frábært starf og mikinn stuðning við aldraða inni á hjúkrunarheimilum,“ segir Þórunn. Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28 Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Formaður Landssambands eldri borgara segir tillögur um tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum rökrétt næsta skref. Hún telur ekki ástæðu til að óttast það að byrja að hleypa aðstandendum aftur inn á hjúkrunarheimilin, að því gefnu að ítrustu varúðar sé gætt. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum landsins vegna kórónuveirunnar frá 6. mars síðastliðinn. Greint var frá því í gær að aðstandendur muni, einn og einn í einu, geta byrjað að heimsækja vistmenn að nýju frá og með 4. maí. Tillögurnar verða kynntar í næstu viku. Sjá einnig: Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssmabands eldri borgara segir tillögurnar rökréttar, miðað við að gætt verði ítrustu varúðar og farið hægt í sakirnar. Þá segir hún heimsóknarbannið vissulega hafa verið eldri borgurum þungbært en flestir hafi sýnt því skilning. „Allir þeir sem hafa heilsu og þrek til að skilja aðstæðurnar og þessa veiru, það er fólk sem hefur tekið þessu afskaplega vel en auðvitað eru sumir veikari og með erfiðari aðstæður. En síðan kom, jú, á miðju þessu tímabili það að fara að nýta nýja tækni með því að hafa spjaldtölvur og símana, til þess að geta átt samskipti við sína nánustu. Það hefur hjálpað ótrúlega mikið.“ En er það mat Þórunnar að það sé óhætt að byrja að hleypa fólki inn á elliheimilin aftur? „Ég held að þessar varúðarráðstafanir verði bara það faglegar að við þurfum ekki að fara í neitt kvíðakast yfir þessu. Ég treysti þessu starfsfólki. Það er búið að sýna og sanna á þessum vikum frábært starf og mikinn stuðning við aldraða inni á hjúkrunarheimilum,“ segir Þórunn.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28 Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15
Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28
Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23