Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 12:30 Fiskistofa hefur ekki hlotið aukið fjármagn. Vísir/Gíslason Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að brottkast hafi aukist síðustu ár. Fram kom í fréttum RÚV í apríl að skuttogarinn Múlaberg í eigu útgerðarfélagsins Ramma á Siglufirði hafi verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur vegna brottkasts. Skipstjórinn fullyrti þar að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar. Fiskistofa hefur 6 leiðir til að taka á brottkasti og er svipting veiðileyfis næst mesta refsingin hjá stofnuninni. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri hjá Fiskistofu. „Skipið Múlaberg var svipt veiðileyfi í tvær vikur og voru þessi brot meiriháttar og ákvörðunin byggir á að töluvert mörgum fisktegundum hafi verið kastað í sjóinn,“ segir Áslaug. Hún segir að þorskur hafi verið meðal þeirra tegunda sem kastað var fyrir borð. Ríkisendurskoðun benti á í desember 2018 að eftirlit með brottkasti væri ófullnægjandi og mikilvægt væri að styrkja Fiskistofu. Áslaug segir að enn hafi ekki meira fjármagni verið veitt til eftirlitsins. „Fiskistofa hefur ekki fengið meiri fjárheimildir til að setja meiri kraft í eftirlit með brottkasti. Stutta svarið er að gögn benda til að brottkastið sé að aukast. við sjáum það til dæmis í brotaskýrslum um brottkast frá árinu 2018. Við erum líka í samstarfi við Hafró í brottkastsverkefni og þar má sjá aukningu milli ára en Hafró birtir þær niðurstöður.“ Í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar árið 2018 var skipaður starfshópur sem á að skila tillögum um Fiskistofu þær hafa enn þá ekki komið fram. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að brottkast hafi aukist síðustu ár. Fram kom í fréttum RÚV í apríl að skuttogarinn Múlaberg í eigu útgerðarfélagsins Ramma á Siglufirði hafi verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur vegna brottkasts. Skipstjórinn fullyrti þar að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar. Fiskistofa hefur 6 leiðir til að taka á brottkasti og er svipting veiðileyfis næst mesta refsingin hjá stofnuninni. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri hjá Fiskistofu. „Skipið Múlaberg var svipt veiðileyfi í tvær vikur og voru þessi brot meiriháttar og ákvörðunin byggir á að töluvert mörgum fisktegundum hafi verið kastað í sjóinn,“ segir Áslaug. Hún segir að þorskur hafi verið meðal þeirra tegunda sem kastað var fyrir borð. Ríkisendurskoðun benti á í desember 2018 að eftirlit með brottkasti væri ófullnægjandi og mikilvægt væri að styrkja Fiskistofu. Áslaug segir að enn hafi ekki meira fjármagni verið veitt til eftirlitsins. „Fiskistofa hefur ekki fengið meiri fjárheimildir til að setja meiri kraft í eftirlit með brottkasti. Stutta svarið er að gögn benda til að brottkastið sé að aukast. við sjáum það til dæmis í brotaskýrslum um brottkast frá árinu 2018. Við erum líka í samstarfi við Hafró í brottkastsverkefni og þar má sjá aukningu milli ára en Hafró birtir þær niðurstöður.“ Í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar árið 2018 var skipaður starfshópur sem á að skila tillögum um Fiskistofu þær hafa enn þá ekki komið fram.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira