Ætla ekki að standa á hliðarlínunni nú eins og í hruninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2020 12:46 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir forsendur lífskjarasamningsins brostnar, standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Verkalýðshreyfingin muni ekki standa á hliðarlínunni í niðursveiflunni nú líkt og í hruninu. Þá býst hann við að ríkisstjórnin uppfylli einhverjar óskir hreyfingarinnar í viðbótaraðgerðapakka sem kynntur verður á næstunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi stöðu lífskjarasamningsins eins og hún blasir við verkalýðshreyfingunni í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann bendir nú á í samtali við fréttastofu að þó að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál á borð við fyrstu kaup, leiguvernd og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum enn ekki í höfn. „Þannig að í mínum huga er algjörlega ljóst að forsendurnar eru eins og staðan er í dag brostnar. Það er mjög lítill tími til stefnu. Það er ekki hægt að taka upp svona mál og henda þeim í gegnum þingið viku fyrir endurskoðun samninga í byrjun september. Það þarf að fara að taka þessa stöðu mun alvarlegar en hingað til hefur verið gert.“ Ragnar Þór kveðst þegar hafa kallað eftir viðræðum við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins svo hægt verði að byrja vinnu við framkvæmd samninga. Hún verði að fara strax af stað ef ekki eigi illa að fara. „En það er líka algjörlega á kristaltæru og algjörlega á hreinu í mínum huga að við munum ekki standa á hliðarlínunni eins og gert var í síðasta hruni þegar verkalýðshreyfingin fylgdist með á hliðarlínunni þegar fólkið okkar, félagsmenn og almenningur missti hér aleiguna.“ Ríkisstjórnin kynnir á næstu dögum viðbótarpakka til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru. Ragnar Þór segir að VR hafi í því samhengi til dæmis kallað eftir auknum styrk til húsnæðisbótakerfisins. „Og ég á von á því að það verði tikkað í einhver box með því aðgerðaplani sem ríkisstjórnin setur fram næst. Og svo bara þarf að halda áfram.“ Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42 Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08 Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Formaður VR segir forsendur lífskjarasamningsins brostnar, standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Verkalýðshreyfingin muni ekki standa á hliðarlínunni í niðursveiflunni nú líkt og í hruninu. Þá býst hann við að ríkisstjórnin uppfylli einhverjar óskir hreyfingarinnar í viðbótaraðgerðapakka sem kynntur verður á næstunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi stöðu lífskjarasamningsins eins og hún blasir við verkalýðshreyfingunni í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann bendir nú á í samtali við fréttastofu að þó að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál á borð við fyrstu kaup, leiguvernd og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum enn ekki í höfn. „Þannig að í mínum huga er algjörlega ljóst að forsendurnar eru eins og staðan er í dag brostnar. Það er mjög lítill tími til stefnu. Það er ekki hægt að taka upp svona mál og henda þeim í gegnum þingið viku fyrir endurskoðun samninga í byrjun september. Það þarf að fara að taka þessa stöðu mun alvarlegar en hingað til hefur verið gert.“ Ragnar Þór kveðst þegar hafa kallað eftir viðræðum við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins svo hægt verði að byrja vinnu við framkvæmd samninga. Hún verði að fara strax af stað ef ekki eigi illa að fara. „En það er líka algjörlega á kristaltæru og algjörlega á hreinu í mínum huga að við munum ekki standa á hliðarlínunni eins og gert var í síðasta hruni þegar verkalýðshreyfingin fylgdist með á hliðarlínunni þegar fólkið okkar, félagsmenn og almenningur missti hér aleiguna.“ Ríkisstjórnin kynnir á næstu dögum viðbótarpakka til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru. Ragnar Þór segir að VR hafi í því samhengi til dæmis kallað eftir auknum styrk til húsnæðisbótakerfisins. „Og ég á von á því að það verði tikkað í einhver box með því aðgerðaplani sem ríkisstjórnin setur fram næst. Og svo bara þarf að halda áfram.“
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42 Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08 Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42
Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08
Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15
Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39