Sex þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki nýttu hlutabætur Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2020 11:30 Vinnumálastofnun. Vísir/hanna Hið minnsta sex fyrirtæki, sem talin voru þjóðhagslega mikilvæg og fengu undanþágu frá hertu samkomubanni, settu starfsmenn sína á hlutabætur. Listinn yfir fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur hefur verið birtur, en hann er þó ekki alveg tæmandi Alls nýttu 6320 fyrirtæki hlutabótaleiðina í apríl, en langflest eða um 85 prósent, settu 1 til 5 starfsmenn á hlutabætur. Nöfn þessara fyrirtækja eru ekki á listanum sem Vinnumálastofnun birti í gær heldur aðeins nöfn þeirra sem settu sex eða fleiri á hlutabætur, og segir stofnunin að þar hafi persónuverndarsjónarmið ráðið för. Á listanum eru um 1100 fyrirtæki og stofnanir í fjölbreyttum rekstri, allt frá arkitektastofum til Össurar, sveitarfélög og byggðasamlög. kirkjusóknir og kaupfélög. Á listanum má jafnframt finna nöfn hið minnsta sex fyrirtækja sem fengu undanþágu frá samkomubanni, þegar það var hert 24. mars þannig að aðeins máttu 20 koma saman í stað 100 áður. Fyrirtækin fengu undanþágu frá samkomubanninu í ljósi þjóðhagslegs mikilvægis svo unnt væri að halda órofinni starfsemi þeirra áfram. Mikilvægu fyrirtækin sem sættu ekki samkomubanni en þáðu hlutabætur fyrir starfsmenn sína starfa í sjávarútvegi, stóriðju og vöruflutningum. Viðskiptablaðið segist jafnframt hafa heimildir fyrir því að Ríkissjóður hafi verið meðal þeirra stofnana sem nýttu sér úrræðið. Vinnumálastofnun tekur þó ekki fram á listanum hversu margir starfsmenn fyrirtækjanna 1100 voru settir á hlutabætur eða hversu mikið starfshlutfall þeirra var lækkað, en það gat verið allt frá 20 upp í 75 prósent. Í aprílskýrslu Vinnumálastofnunar kom þó fram að nokkur stór fyrirtæki væru áberandi meðal umsækjenda um hlutabætur, þannig voru 13 fyrirtæki með meira en 150 starfsmenn hvert í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt taldi það um 13% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu úrræðið í apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eiga fyrirtækin 1100 það sammerkt að starfsmenn þeirra hafa þegar fengið greiddar hlutabætur í apríl eða maí. Fyrirtæki sem sett hafi starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum og vikum og fái fyrst greiddar hlutabætur um næstu mánaðamót kunni því ekki að vera á listanum, eins og fréttastofa hefur fengið upplýsingar um. Um undantekningartilfelli sé að ræða að sögn Vinnumálastofnunnar en þegar hafi fækkað nokkuð í hópi þeirra fyrirtækja sem áfram þiggja hlutabætur fyrir starfsfólk. Að sama skapi býst Vinnumálastofnun við því að þeim kunni að fækka enn frekar eftir helgi, þegar samkomubann verður rýmkað enn frekar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Hið minnsta sex fyrirtæki, sem talin voru þjóðhagslega mikilvæg og fengu undanþágu frá hertu samkomubanni, settu starfsmenn sína á hlutabætur. Listinn yfir fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur hefur verið birtur, en hann er þó ekki alveg tæmandi Alls nýttu 6320 fyrirtæki hlutabótaleiðina í apríl, en langflest eða um 85 prósent, settu 1 til 5 starfsmenn á hlutabætur. Nöfn þessara fyrirtækja eru ekki á listanum sem Vinnumálastofnun birti í gær heldur aðeins nöfn þeirra sem settu sex eða fleiri á hlutabætur, og segir stofnunin að þar hafi persónuverndarsjónarmið ráðið för. Á listanum eru um 1100 fyrirtæki og stofnanir í fjölbreyttum rekstri, allt frá arkitektastofum til Össurar, sveitarfélög og byggðasamlög. kirkjusóknir og kaupfélög. Á listanum má jafnframt finna nöfn hið minnsta sex fyrirtækja sem fengu undanþágu frá samkomubanni, þegar það var hert 24. mars þannig að aðeins máttu 20 koma saman í stað 100 áður. Fyrirtækin fengu undanþágu frá samkomubanninu í ljósi þjóðhagslegs mikilvægis svo unnt væri að halda órofinni starfsemi þeirra áfram. Mikilvægu fyrirtækin sem sættu ekki samkomubanni en þáðu hlutabætur fyrir starfsmenn sína starfa í sjávarútvegi, stóriðju og vöruflutningum. Viðskiptablaðið segist jafnframt hafa heimildir fyrir því að Ríkissjóður hafi verið meðal þeirra stofnana sem nýttu sér úrræðið. Vinnumálastofnun tekur þó ekki fram á listanum hversu margir starfsmenn fyrirtækjanna 1100 voru settir á hlutabætur eða hversu mikið starfshlutfall þeirra var lækkað, en það gat verið allt frá 20 upp í 75 prósent. Í aprílskýrslu Vinnumálastofnunar kom þó fram að nokkur stór fyrirtæki væru áberandi meðal umsækjenda um hlutabætur, þannig voru 13 fyrirtæki með meira en 150 starfsmenn hvert í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt taldi það um 13% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu úrræðið í apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eiga fyrirtækin 1100 það sammerkt að starfsmenn þeirra hafa þegar fengið greiddar hlutabætur í apríl eða maí. Fyrirtæki sem sett hafi starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum og vikum og fái fyrst greiddar hlutabætur um næstu mánaðamót kunni því ekki að vera á listanum, eins og fréttastofa hefur fengið upplýsingar um. Um undantekningartilfelli sé að ræða að sögn Vinnumálastofnunnar en þegar hafi fækkað nokkuð í hópi þeirra fyrirtækja sem áfram þiggja hlutabætur fyrir starfsfólk. Að sama skapi býst Vinnumálastofnun við því að þeim kunni að fækka enn frekar eftir helgi, þegar samkomubann verður rýmkað enn frekar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40