„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. maí 2020 20:32 Mikil samstaða var meðal flugfreyja-og þjóna á fundum hjá Flugfreyjufélagi Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Mikill hugur var í félagsmönnum í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) á fjórum fundum í dag þar sem farið var yfir síðustu tilboð í kjaradeilu félagsmanna og Icelandair. Þá sendi samninganefnd félagsins frá sér tilkynningu þar sem kemur fram meðallaun félagsmanna séu nú þegar undir meðallaunum í landinu og félagsmenn hafi áhyggjur af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair. Þá kemur fram að kaupmáttur félagsmanna FFÍ hafi rýrnað og sé minni en almennt gerist. Fram hefur komið að lokatilboð Icelandair feli í sér 5,7 % hækkun en lægstu laun hækki um 12% þá er farið fram á 5-20% meira vinnuframlag. Laun samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Meðallaun flugfreyja og flugþjóna eru núna samkvæmt upplýsingum frá Icelandair 520 þúsund krónur á mánuði en yfirflugfreyjur eru með 740 þúsund. Innifalið í þessum launum er bifreiða-og skóstyrkur og sölulaun. Mánaðarlegir dagpeningar um 140.000 og önnur kjör eru frí gisting ááfangastað, hressing fyrir flug og akstur til og frá vinnu. Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir vilja til að mæta félaginu. „Það er verið að bjóða launahækkanir en umfram vinnuframlag um 5-20% þannig að í enda dags er þetta launaskerðing. Það er gríðarleg samstaða meðal flugfreyja- og þjóna um að halda áfram baráttunni. Við erum áfram með ríkan samningsvilja og til í að mæta félaginu í þessum erfiðleikum,“ segir Guðlaug. Forsvarsfólk Icelandair hefur sagt að þrátt fyrir þessar breytingar á launakjörum séu flugfreyjur og þjónar með ein bestu kjör sem þekkjast hjá sambærilegum flugfélögum á Vesturlöndum. Því hafnar Guðlaug alfarið. „Við erum aðilar í norrænum og evrópskum samtökum stéttarfélaga og höfum þar aðgang að sambærilegum kjarasamningi og við erum með og ég vísa þessu alfarið á bug að við séum langt yfir það sem gengur og gerist hjá flugfélögum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaug. „Viljum ekki gjaldfella starfið okkar“ Baráttuhugur var hjá flugfreyjum- og þjónum sem voru á fundum í dag á Hótel Hilton. Heiðrún Hauksdóttir hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair í 25 ár. „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum. Það er auðvitað ánægjulegt að Icelandair ætli ekki lengur að bjóða lágmarkslaun uppá 198 þúsund krónur á mánuði fyrir utan vaktaálag sem var punkturinn hjá félaginu þar til á miðvikudag,“ segir Heiðrún. Guðný Jóna Einarsdóttir hefur unnið lengi hjá félaginu og starfar sem yfirflugfreyja. „Mér líst ekkert rosalega vel á stöðuna en ég er aðeins bjartsýnni en ég hef verið. Við þurfum náttúrulega að gefa aðeins eftir en viljum ekki gjaldfella starfið okkar, mér þykir vænt um þetta starf,“ segir Guðný. Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm hefur starfað í þrjú sumur sem flugfreyja. „Það eru allir hér vongóðir um að þetta leysist okkur þykir vænt um félagið og starfið okkar en við viljum ekki koma til baka á hvaða forsendum sem er,“ segir Hreindís. Vilhjálmur Þór Davíðsson flugþjónn hefur starfað hjá félaginu í 8 ár. „Mér þykir svo sannarlega vænt um þetta flugfélag. Maður er búinn að gefa allt sem maður á af hjarta og sál þannig að þetta er snúin staða hvað það varðar. Ég vil að Icelandair hlusti á okkur og okkar stéttarfélag sem er með okkur 120% á bak við sig,“ segir Vilhjálmur. Icelandair Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Flugfreyjur segjast undrandi á óbilgirni samninganefndar Icelandair 22. maí 2020 16:18 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00 Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Mikill hugur var í félagsmönnum í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) á fjórum fundum í dag þar sem farið var yfir síðustu tilboð í kjaradeilu félagsmanna og Icelandair. Þá sendi samninganefnd félagsins frá sér tilkynningu þar sem kemur fram meðallaun félagsmanna séu nú þegar undir meðallaunum í landinu og félagsmenn hafi áhyggjur af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair. Þá kemur fram að kaupmáttur félagsmanna FFÍ hafi rýrnað og sé minni en almennt gerist. Fram hefur komið að lokatilboð Icelandair feli í sér 5,7 % hækkun en lægstu laun hækki um 12% þá er farið fram á 5-20% meira vinnuframlag. Laun samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Meðallaun flugfreyja og flugþjóna eru núna samkvæmt upplýsingum frá Icelandair 520 þúsund krónur á mánuði en yfirflugfreyjur eru með 740 þúsund. Innifalið í þessum launum er bifreiða-og skóstyrkur og sölulaun. Mánaðarlegir dagpeningar um 140.000 og önnur kjör eru frí gisting ááfangastað, hressing fyrir flug og akstur til og frá vinnu. Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir vilja til að mæta félaginu. „Það er verið að bjóða launahækkanir en umfram vinnuframlag um 5-20% þannig að í enda dags er þetta launaskerðing. Það er gríðarleg samstaða meðal flugfreyja- og þjóna um að halda áfram baráttunni. Við erum áfram með ríkan samningsvilja og til í að mæta félaginu í þessum erfiðleikum,“ segir Guðlaug. Forsvarsfólk Icelandair hefur sagt að þrátt fyrir þessar breytingar á launakjörum séu flugfreyjur og þjónar með ein bestu kjör sem þekkjast hjá sambærilegum flugfélögum á Vesturlöndum. Því hafnar Guðlaug alfarið. „Við erum aðilar í norrænum og evrópskum samtökum stéttarfélaga og höfum þar aðgang að sambærilegum kjarasamningi og við erum með og ég vísa þessu alfarið á bug að við séum langt yfir það sem gengur og gerist hjá flugfélögum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaug. „Viljum ekki gjaldfella starfið okkar“ Baráttuhugur var hjá flugfreyjum- og þjónum sem voru á fundum í dag á Hótel Hilton. Heiðrún Hauksdóttir hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair í 25 ár. „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum. Það er auðvitað ánægjulegt að Icelandair ætli ekki lengur að bjóða lágmarkslaun uppá 198 þúsund krónur á mánuði fyrir utan vaktaálag sem var punkturinn hjá félaginu þar til á miðvikudag,“ segir Heiðrún. Guðný Jóna Einarsdóttir hefur unnið lengi hjá félaginu og starfar sem yfirflugfreyja. „Mér líst ekkert rosalega vel á stöðuna en ég er aðeins bjartsýnni en ég hef verið. Við þurfum náttúrulega að gefa aðeins eftir en viljum ekki gjaldfella starfið okkar, mér þykir vænt um þetta starf,“ segir Guðný. Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm hefur starfað í þrjú sumur sem flugfreyja. „Það eru allir hér vongóðir um að þetta leysist okkur þykir vænt um félagið og starfið okkar en við viljum ekki koma til baka á hvaða forsendum sem er,“ segir Hreindís. Vilhjálmur Þór Davíðsson flugþjónn hefur starfað hjá félaginu í 8 ár. „Mér þykir svo sannarlega vænt um þetta flugfélag. Maður er búinn að gefa allt sem maður á af hjarta og sál þannig að þetta er snúin staða hvað það varðar. Ég vil að Icelandair hlusti á okkur og okkar stéttarfélag sem er með okkur 120% á bak við sig,“ segir Vilhjálmur.
Icelandair Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Flugfreyjur segjast undrandi á óbilgirni samninganefndar Icelandair 22. maí 2020 16:18 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00 Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Flugfreyjur segjast undrandi á óbilgirni samninganefndar Icelandair 22. maí 2020 16:18
Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53
Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00
Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19
Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25